Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 10. nóvember, mánudagur kl. 10 Í ljósaskiptunum með yngstu kynslóðinni Sögustund í anda norrænnar sagnahefðar. Lilja Björg Ágústsdóttir les texta Norrænu bókasafnavikunnar, Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur o.fl. fyrir nemendur frá Kleppjárnsreykjum og Hnoðrabóli 11. nóvember, þriðjudagur kl. 20:30 Fyrirlestrar í héraði Blóðþyrstir víkingar og venjulegt fólk – Íslendingasögur frá sjónarhóli barna Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur flytur 12. nóvember, miðvikudagur Stefnumót rithöfundar við unga og aldna Brynhildur Þórarinsdóttri leggur leið sína með upplestur og umræður til fundar við nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar og Félag aldraðra í Brún 13. nóvember, fimmtudagur kl. 20 Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðunni Steinunn Garðars- dóttir les úr bókinni Stallo eftir Stefan Spjut 16. nóvember, sunnudagur Dagur íslenskrar tungu í Reykholti Messa í Reykholtskirkju kl. 14 Kirkjukaffi eftir messu í safnaðarsal Erindi i Bókhlöðu Snorrastofu kl. 16 Jónas Hallgrímsson og Gunnarshólmi Ólafur Pálmason mag. art. flytur Kristín Á. Ólafsdóttir leikkona les ljóðið Norræna bókasafnavikan Dagur íslenskrar tungu Snorrastofa í Reykholti 10.–16. nóvember 2014 Ólafur Pálmason Brynhildur ÞórarinsdóttirJónas Hallgrímsson Gestur: Hjalti Jónsson Gestur: Lára Sóley Jóhannsdóttir Undirleikari: Steinunn Halldórsdóttir Gestir Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson Stjórnandi: Steinþór Þráinsson Undirleikur: Steinunn Halldórsdóttir Aðgangseyrir kr. 3000 Karlakórinn Hreimur í Tónbergi föstud. 7. nóv. kl. 20:00. Kvöldið er fagurt Stjórnandi: Steinþór Þráinsson 150 ára afmæli Bókasafns Akraness Afmælisdagskrá í tilefni af 150 ára afmæli Bókasafns Akraness verður á bókasafninu þann 6. nóvember nk. kl. 20.00. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Ingibjörg S. Sverrisdóttir landsbóka- vörður flytja ávörp. Sögusýning bókasafnins opnar og Birgir Þórisson og Aldís Fjóla leika á létta tóna. Bókasafn Akraness er elsta stofnun Akraneskaupstaðar og hefur nánast starfað óslitið í öll þessi ár. Veitingar í boði. Allir velkomnir! Akraneskaupstaður og Bókasafn Akraness Bókasafn Akraness - Dalbraut 1 - s. 433 1200 bokasafn.akranes.is - bokasafn@akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Í síðustu viku var skólastarfið í Menntaskóla Borgarfjarðar með heldur nýstárlegum hætti. Hefð- bundin kennsla var lögð niður og í stað þess unnu nemendur að ýms- um verkefnum í stórum og litlum hópum, bæði innan skóla sem utan. Meðal þess sem fram fór í vik- unni var heimsókn á Alþingi, þátt- taka í kynjafræðiráðstefnu í Reykja- vík, spænskt tilraunaeldhús, leik- listarhátíð og ljósmyndun. Þá tóku nemendur þátt í ratleik um Borg- arnes, leikjastofu í tungumálum og gerðu þarfagreiningu fyrir nán- asta umhverfi skólans, svo fátt eitt sé nefnt. Vikunni lauk með nokk- urs konar uppskeruhátíð. Þar hélt kynfræðingurinn Sigga Dögg fyr- irlestur um kynlíf og kynhegð- un og að því loknu kynntu nem- endur afrakstur vikunnar. Loks var boðið upp á heitt kakó, samlokur og skúffuköku í mötuneytinu. Það er mat bæði nemenda og kennara skólans að þessi nýbreytni hafi tek- ist einstaklega vel og eru áætlanir uppi um að þetta verði fastur liður í skólastarfinu. grþ /Ljósm. MB Þessi mynd var tekin í Ólafsvík á sunnudaginn, en hvassviðri gekk yfir vestanvert landið þann dag- inn. Um tíma var ekkert ferða- veður á Kjalarnesi og Staðarsveit. Á fjallvegum var einnig blint og hvasst. Ljósm. af. Óhefðbundið skólastarf hjá MB Boðið var upp á samlokur, skúffuköku og heitt kakó á uppskeruhátíðinni í lok vikunnar. Nemendur í stjórnmálafræði fóru í vettvangsferð til Reykjavíkur, þar sem farið var í skoðunarferð um Alþingishúsið og þrír þingmenn teknir tali. Steytingur í veðrinu á sunnudaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.