Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Undir bláhimni brennisteinsmóðu Vísnahorn Ástand rjúpnastofnsins hefur orðið mörgum umhugsunarefni bæði nú og fyrr. Einhverjir eru eflaust enn lifandi sem muna þá tíma þegar rjúpnahóparnir lituðu heilu hlíðarnar en þeim fer ört fækkandi. Meðan rjúpan var verslun- arvara og veiði eitthvað stunduð var alls ekki óþekkt að menn kæmu með á annað hundr- að rjúpur eftir daginn. Gæti trúað að 70 – 80 hafi verið algengt en undir 30 frekar lélegt. Á þeim tíma hinsvegar takmarkaðist veiðisvæðið við það sem menn gátu gengið frá heimili sínu að morgni og náð háttum að kveldi. Þá var eft- ir æði stórt svæði á hálendinu sem var algjör- lega friðað þar til farið var að nota vélknúin ökutæki og græðgi mannskepnunnar lét nátt- úrlega ekki á sér standa með óheppilegum af- leiðingum fyrir rjúpuna. Síðar haga atvikin því þannig að refaveiðar sem hafa verið stundaðar frá upphafi byggðar hér á landi dragast veru- lega saman þannig að ref fjölgar þegar rjúpan er í lágmarki og eðlilega er hægara fyrir vax- andi refastofn að halda niðri stofnstærð rjúp- unnar með dyggri aðstoð mannskepnunnar. Einhvern tímann var frétt í útvarpi allra landsmanna um hávísindalega könnun á ástandi rjúpnastofnsins. Háskólagengin pers- óna sem sagði þar frá rannsókn sinni lét þess getið að rjúpa sem skotin væri að haustlagi verpti ekki vorið eftir og virtist telja þetta merka niðurstöðu. Rúnari Kristjánssyni þótti sem þarna væri gert frekar lítið úr almennri skynsemi og varð það tilefni eftirfarandi: Þegar skotmenn kulda krepptir kála rjúpu að hausti til, verpir hún ekki vorið eftir, vita menn það - hér um bil! Einu sinni þótti það sjálfsagt á betri bæj- um að slátra kind til jólanna en þeir sem ekki höfðu efni á kind urðu að láta sér nægja rjúpu sem var svona fátækramannafæði. Segir það nokkuð um magnið að það var þekkt veiðiað- ferð að veiða rjúpur í snöru en tæplega hef- ur sú veiðiaðferð skilað miklu þó af nógu væri að taka. Síðan þegar tími skotvopnanna kom voru það fyrst framhlaðningar og einhver lýsti svo raunum sínum á rjúpnaskytteríi: Fold er þakin fönn og hrími, fjöldi af rjúpum inn í dal. Bý ég mig með byssu og mal, - byrjaður er veiðitími. Framhlaðningur forn það er, feykilega stór og þungur. Tískuvopn þá ég var ungur enn ég hann á veiðar ber. Reyndist ætíð eftir vonum öllum byssum lengra dró, en illilega oft þó sló. Ef þá skotið gekk úr honum. Þá hafði hann til að gera grikk, með gætni er menn að veiði skriðu. Óvænt skotin af þá riðu þó ekki væri hreyft við gikk. Lengi þreyttur labba ég þar, loksins sá ég rjúpnaflokkinn, hamast ég með hleðslustokkinn á högl og púður ekki spar. Óska ég þess af öllum huga að þær vilji doka við, meðan hleð ég morðvopnið, fyrsta skotið skal þá duga. Enga hreyfing er að sjá, allar rjúpur kyrrar standa. Miðið á þær vel ég vanda, í vígamóð og smelli á. Enginn hvellur, engin veiði, árans skriflið brást mér hreint. Á skemmra færi skyldi reynt, skríð ég fram og vopnið reiði. Þá svo óvænt eins og skot út í bláinn skotið þýtur, flaug í burtu hópur hvítur en hólkurinn mig sló í rot. Agndofa ég eftir sat angraður af hrekkjaskotum. Horfði á eftir, augum votum, öllum þessum jólamat. Margir hafa fundið fyrir óþægilegum áhrif- um eldgossins að undanförnu. Meðal annars Gísli Ásgeirsson sem fór út að skokka einn morguninn: Undir bláhimni brennisteinsmóðu barst í lungu mín díoxínryk þar sem mófuglar másandi stóðu maður hleypur víst ekki í spik. Hóstandi kom ég í hlaðið þar sem heimiliskettinum brá heilmikið hresstist við baðið nú er húðin svo fallega grá. „Það er seintekinn gróði að hafa hesta- kaup við Sumarliða póst,“ var haft eftir Jósep á Hjallalandi á sinni tíð og bókaútgáfa virð- ist litlu meiri gróðavegur. Allavega er það mín reynsla og ætli Káinn gamli hafi ekki haft eitthvað svipaða sögu að segja. Minnsta kosti kvað hann: Þegar ég fór að fást við ljóð, fór nú verr en skyldi. Bláfátækri bauð ég þjóð bók sem enginn vildi. Margir hafa lent í þeim hremmingum að samferðamenn þeirra á lífsgöngunni hafa ver- ið gjörsamlega blindu slegnir þegar kom að því að gera sér grein fyrir ótvíræðum kost- um og algjörum yfirburðum viðkomandi að- ila. Knútur Þorsteinsson, kennari frá Úlfs- stöðum í Loðmundarfirði, sendi einhverjum þessa kveðju: Þó þú létir hvert um hlað hreykinn ljós þitt skína, varstu oftast einn um það að eygja snilli þína. Ekki veit ég af hverju mér dettur stundum í hug næsta vísa þegar minnst er á ríkisstjórn- ina. Skiptir litlu hvaða stjórn það er. Ríkis- stjórnir hafa einhvern veginn þessi áhrif á mig, sama úr hvaða flokkum þær eru samsettar og hvaða einstaklingar eiga sæti í þeim. Sumir telja að hún sé eftir þá Egil Jónasson á Húsa- vík og Friðrik Jónsson á Helgastöðum en aðr- ir halda því fram að hún sé eftir Sigmund Sig- urðsson úrsmið á Akureyri og ort 1924 þegar þeir Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason og Ársæll Sigurðsson komu til landsins sem áróðursmenn bolsévíka. Lét Einar þegar mik- ið að sér kveða á Akureyri, svo að Sigmundi úrsmiði þótti nóg um og kastaði stöku sinni fram, og er hún enn í fullu gildi. Það er þó allavega óumdeilt hvað sem faðerninu líður: Upp er skorið, engu sáð, allt er í vargaginum. Þeir sem aldrei þekktu ráð þeir eiga að bjarga hinum. Það eru oft mörg „EF-in“ í lífinu og það ég best veit eru næstu Ef eftir Eyþór Árnason og vona ég að mér og Eyþóri fyrirgefist þó form- ið sé ekki fullkomlega hefðbundið: Ef: Ef ég hefði verið fjárglöggur kunnað að syngja millirödd verið kræfur til kvenna og lunkinn að lesa í gang hesta Þá: Flengriði ég ótemjum út um allar jarðir stórskuldugur við innheimtustofunun sveitar- félaga syngjandi í kvartett og kór og væri hrókur alls fagnaðar á hrútasýningum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Krakkarnir í leikskólanum Sólvöll- um í Grundarfirði fögnuðu allra heilagra messu eins og aðrir lands- menn. Þá mátti sjá allskyns ofur- hetjur og forynjur, nornir og fleiri furðuverur í húsakynnum leikskól- ans. Þá skipti engu hvort var litið inn til nemenda eða kennara, all- ir voru í grímubúningum í tilefni dagsins. tfk Félagar í Kirkjukór Ólafsvíkur hóf- ust handa við fjáröflun um síðustu helgi. Kórfélagar ætla að leggja land undir fót á næsta ári og er stefnan tekin á Þýskaland. Þar ætlar kórinn að halda tónleika og fleira til gam- ans. Að þessu sinni voru bakaðir kanilsnúðar og hjónabandssælur sem kórinn vonar að renni ljúflega nið- ur hjá þeim sem keyptu. Margt fleira er framundan hjá kórnum og æfir hann stíft þessa dagana fyrir árlega jólatónleika sína sem haldnir verða í byrjun desember. -fréttatilkynning Bókstofa Snorrastofu í Reykholti var fullsetin á mánudagskvöldið. Þar hélt Óskar Guðmundsson rithöfundur og fræðimaður í Reykholti annað erindi sitt af sex sem flutt verða á námskeiðs- kvöldum í vetur undir titlinum Ris og hnig í hamingju Snorra Sturlusonar. Í þetta sinn var talað um héraðsríki og valdaútþenslu Snorra á árum hans í Borgarfirði. Snorri var maðurinn sem gerðist einn mestur höfðingja á mikl- um ólgutímum á Íslandi, án þess þó lyfta neinu öðru vopni heldur en fjað- urpennanum. Sannfærður um að Snorri skrifaði Eglu Árið 2009 sendi Óskar Guðmundsson frá sér mikið rit um ævisögu Snorra Sturlusonar sem var uppi 1179-1241. Bókin hlaut afar góðar viðtökur. Ósk- ar hefur æ síðan komið aftur til baka að sagnaritaranum og höfðingjanum sem sat Reykholt. „Ég hef alltaf verið að vinna eitthvað í þessum arfi síðan bókin kom út. Fyrirlestrar gefa manni tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. Í dag er ég kannski ögn djarfari í til- gátum heldur en ég var þegar ég var að setja saman ævisögu Snorra. Í sögunni kemst maður aldrei að einhverjum endanlegum sannleika. Þetta er þróun. Ýmislegt verður manni vissulega ljós- ara með tímanum. Síðan breytist af- staðan til ýmissa atriða. Ég finn það til dæmis eftir því sem árin líða að ég verð sannfærðari um að Snorri hafi verið höfundur Egils sögu Skallagrímssonar. Þegar ég skrifaði ævisöguna þá opnaði ég fyrir þann möguleika og taldi upp líkurnar með því. Mér þótti þær svona meiri en minni. Núna er ég algerlega sannfærður um að hann sé höfundur- inn. Ég tel mig líka vita hvers vegna hann hafi skrifað þessa bók og rökstyð það meðal annars á þessu námskeiði. Það voru pólitískar ástæður á bak við það. Snorri var refur,“ segir Óskar Guðmundsson. Margbrotin saga „Þetta námskeið er fyrst og fremst hugsað fyrir áhugafólk um sögu og ís- lenska menningu. Það vill til að þetta hérað hýsir staði sem búa að sögu sem skiptir alla þjóðina máli og hafa þýð- ingu í menningarsögu Norðurlanda. Svo er fullt af skemmtilegum útúrdúr- um, leiðum og afkimum í sögu Snorra Sturlusonar sem gaman er að feta á svona námskeiði, sérstaklega með fólki sem hefur lifandi áhuga á þessu,“ seg- ir Óskar. Vetrarnámskeiðið um Snorra er á vegum Snorrastofu, Landnámsseturs- ins í Borgarnesi og Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands. Fyrirlestrar eru haldnir til skiptis í Snorrastofu í Reyk- holti og á Landnámssetrinu í Borgar- nesi. Sá næsti verður 12. janúar. Þar á að tala um ástina og sálarlíf Snorra. Síðan verður haldið áfram fram á vor. Enn er hægt að skrá sig á námskeið- ið á vef Símenntunar (simenntun.is). Einnig getur fólk bókað sig á staka fyr- irlestra. Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins um þennan frægasta son Vesturlands má m. a. finna á vef Snorrastofu (snorrastofa.is). mþh Lífshamingja og ógæfa Snorra Sturlusonar krufin til mergjar Óskar Guðmundsson fjallaði um valdaútþenslu höfðingjans Snorra Sturlusonar í erindi sínu á mánudagskvöld. Að mati Óskars þá hikaði Snorri ekki við að beita fjaðurpennanum sem vopni í pólítískum refskákum samtíma síns. Grímubúningafjör á Sólvöllum Kirkjukórinn stefnir á Þýskaland

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.