Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Snæfellsbær - miðvikudagur 5. nóvember Tónleikar í Frystiklefanum í Rifi. Hljómsveitin The Orchestra Of Spheres frá Nýja Sjálandi spilar. Þetta er partur af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Tónleikarnir byrja klukkan 21, barinn verður opinn og frjáls framlög gilda sem aðgangseyrir. Borgarbyggð - fimmtudagur 6. nóvember Flóamarkaður í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar kl. 15. Grundarfjörður - fimmtudagur 6. nóvember Bæjarstjórnarfundur í ráðhúsinu, Borgarbraut 16, kl. 16:30. Borgarbyggð - fimmtudagur 6. nóvember Skallagrímur - Fjölnir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl. 19:15. Heimaleikur í Dominos deild karla. Akranes - fimmtudagur 6. nóvember Bókasafn Akraness 150 ára. Afmælisdagskrá kl. 20. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður flytja ávörp. Sögusýning formlega opnuð. Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir Breiðfjörð syngur nokkur lög við undirleik Birgis Þórissonar, kaffi og konfekt. Allir velkomnir, frítt inn. Akranes - fimmtudagur 6. nóvember Tónleikar með Páli Rósinkranz og Margréti Eir í Gamla Kaupfélaginu kl. 21. Grundarfjörður - föstudagur 7. nóvember „Jól í skókassa“ í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju. „Jól í skókassa“ felst í því að fá börn jafnt og fullorðna til þess að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfileika með því að gefa þeim jólagjafir. Allar gjafirnar fara til barna í Úkraínu. Móttaka á skókössum 2014 verður í safnaðarheimilinu frá kl. 15 -18. Upplýsingar gefa: Anna Husgaard Andeasen, Fellasneið 2, s. 663-0159 og Salbjörg Nóadóttir, Sæbóli 22, s. 896- 6650. Hægt er að finna upplýsingar um verkefnið á heimasíðunni www. skokassar.net Akranes - föstudagur 7. nóvember Fjölskyldusöngstund í anddyri Tónlistarskólans frá kl. 17 - 17:30. Söngstundin er ætluð börnum á aldrinum 2 - 8 ára í fylgd með fullorðnum en allir eru hjartanlega velkomnir. Sungin verða ýmis lög sem flestir ættu að kannast við. Skólakór Grundaskóla aðstoðar við sönginn og flytur nokkur lög fyrir gesti. Umsjón hefur Valgerður Jónsdóttir. Ókeypis aðgangur en tekið er við frjálsum framlögum. Borgarbyggð - föstudagur 7. nóvember Ómar á Sögulofti í Landnámssetri kl. 20. Ómar Ragnarsson rekur hin mótandi unglingsár sín, sem voru einkar litrík og frásagnarverð. Akranes - föstudagur 7. nóvember Karlakórinn Hreimur í Tónbergi kl. 20. Karlakórinn Hreimur úr Þingeyjarsveit nýtur sín vel í Tónbergi. Stjórnandi Steinþór Þráinsson. Akranes - föstudagur 7. nóvember Leikhópurinn Kriðpleir sýnir gamanleikinn „Síðbúin rannsókn“ í Bíóhöllinni kl. 20:30. Akranes - laugardagur 8. nóvember Akranesviti - Breiðin okkar. Listsýning elstu deilda allra leikskóla Akraness opnar kl. 12, á þriðju hæð Akranesvita og verður opin til kl. 14. Sýningin verður í vitanum fram á haust 2014. Allir velkomnir. Dalabyggð - laugardagur 8. nóvember Karlakórar á Laugum í Sælingsdal kl. 16. Skemmtileg síðdegisstund á Laugum með tveim glaðlegum karlakórum. Borgarbyggð - sunnudagur 9. nóvember Barnaguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11:15. Sögur, leikir tónlist. Umsjón hefur sr. Páll Ágúst Ólafsson. Borgarbyggð - þriðjudagur 11. nóvember Pizza og bíókvöld hjá 6. og 7. bekk Kleppjárnsreykjum í skólanum, frá kl. 19 - 22. Óska eftir manneskju í heimilisþrif Við leitum að manneskju til að koma í heimilisþrif á Hvanneyri. Frekari upplýsingar verða gefnar í gegnum netfangið soltun311@gmail.com Bílaþvottur Sylvíu Tek að mér að þrífa og bóna bíla á sanngjörnu verði. Get sótt og skilað (innan Akraness) ef þess þarf. Er vandvirk og hef ágætis reynslu. Sími: 862-1859. Hásing Til sölu Hásing. Ber allt að 900 kg án fjaðra. Er á góðum dekkjum, tilvalin í kerrusmíði. Uppl. í síma 661-8079. Shih Ztu hvolpar til sölu og 1 rakki. Þeir fæddust 14. september og verða afhentir 11. nóvember. Þeim fylgir ekki ættbók, mamman er innflutt frá USA en pabbinn er með HRFÍ ættbók. Þeir verða heilsufarsskoðaðir, örmerktir og ormahreinsaðir. Þeim mun fylgja nýtt búr. Verð 140 þús. kr. Aðeins áhugasamir hafi samband í síma 898- 0300 eða sendið tölvupóst á fripostur@ gmail.com ÓE hesthúsaplássi Óska eftir hesthúsaplássi fyrir tvo hesta í vetur í Borgarnesi eða nágrenni. Upplýsingar í síma 692-1218, Jón Þór. Chesterfield stóll með háu baki í mjög góðu standi Mjög fallegur Chesterfield stóll með háu baki til sölu. Stóllinn er í mjög góðu standi. Verð: 90 þús. kr. Uppl. í síma 696-2334. Frábær antík, royal stóll Ég er með til sölu þennan antík stól, sannkallaður royal stóll. Stór og mjög flottur. Ný bólstraður. Verð: 90 þús. kr. Uppl í síma 696-2334 eða ispostur@yahoo. com Þurrkari 11 kíló Til sölu vel með farinn, stór General eletric 11 kg þurrkari. Lítur vel út og er í fullkomnu lagi. Verð 70 þús. kr. Upplýsingar: keg@talnet.is Leit af húsnæði Er að leita að 3-4 herbergja íbúð til langtímaleigu, frá mánaðarmótum des - jan. Upplýsingar í síma 867-2971 og sigrun.pe@simnet.is Íbúð til leigu í Grundarhverfi á Kjalarnesi Góð 60 fm. íbúð á jarðhæð til leigu (tvö svefnherbergi). Eingöngu reglusamt og reyklaust fólk kemur til greina. Leigist frá 1. nóvember til loka maí 2015 eða lengur. Nánari upplýsingar hjá Guðlaugu í síma 867-9940 eftir kl. 17. 4ja herb. íbúð til leigu Nýleg og falleg 4ja herbergja íbúð í lyftuhúsnæði. Parket á gólfum, flísalagt baðherbergi, þvottahús í íbúð og geymsla í kjallara. Rúllugardínur og ljós fylgja. Aðeins reglusamir og skilvísir einstaklingar koma til greina. Leiga 145þ. + hússjóður. Íbúð eða herbergi óskast á Akranesi Gamall Skagamaður sem er að snúa aftur á heimaslóðir óskar eftir lítilli einstaklingsíbúð eða herbergi með góðri aðstöðu frá 1. desember n.k. Uppl. í síma 663-7413. Vantar íbúð Er að leita mér að 3 herbergja íbúð á Akranesi, er með hund en við erum mjög snyrtileg í umgengni. Það er búið að selja þessa sem ég er í þannig fyrr því betra. linda__maria@hotmail.com ÓSKAST KEYPT Hjólakvísl Óska eftir hjólakvísl til sölu. Sími 898- 3892. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það albesta. 1 pakki með 100 tepokum er á 4.300. Ef keyptir eru 2 pk.er verðið 7.800. Bjúgur og sykurþörf minnkar og hverfur oftast eftir nokkra daga. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. Á döfinni LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU ÓSKAST KEYPT Nýfæddir Vestlendingar Markaðstorg Vesturlands SMáauglýSingar atburðadagatal fréttir www.SkeSSuhorn.iS DÝRAHALD Markaðstorg Vesturlands BÍLAR/VAGNAR/KERRUR Netfang: siljao@internet.is Sími: 845- 5715 Sendi um allt land. Nína. Hús í Hvalfjarðarsveit Til sölu er fallegt einbýli frá 2011, á einni hæð, á eins hektara eignarlóð. 172,7 m2 og 45 m2. 4 herb. mikil lofthæð og frábært útsýni. Sjón er sögu ríkari. Hægt er að sjá allar upplýsingar á Husaskjol.is eða hringja í Ingu í síma 897-6717. SKÖTUSELSNET TIL SÖLU Til sölu 60 ný skötuselsnet, felld hjá Ísfell. Netin eru tilbúin í sjó, 10 stk. í poka. Uppl. í síma 821-8644, ingi@ bergvik.is Bílskúrsljós Til sölu 2 stk. tvöföld ljós, fín í bílskúrinn. 2x58 160x24 cm með skermi. Verð 10 þús. saman. Uppl. í síma 661-8079. Handrið (efni til smíða ) Til sölu handrið (efni til smíða). Tilvalið í gerði, hlið eða eitthvað annað. Tilvalið fyrir einhvern handlaginn. 16m 13 cm milli pílóra, hæð 115 cm. Fæst á góðu verði. Uppl í síma 661-8079. HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 13. nóvember Föstudaginn 14. nóvember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 4 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Nýjung á Íslandi – Ódýr umhverfisvænn valkostur Handsmíðaðar íslenskar viðarkistur. Einföld innri grenikista. Glæsileg ytri leigukista úr íslensku lerki frá Hallormstað. Markmið okkar hefur ávallt verið að veita bestu faglegu þjónustu varðandi undirbúning og framkvæmd útfarar Fjarðarási 25, 110 Reykjavík - Sími: 567 9110, 893 8638 www.utarir.is - runar@utfarir.is Jólaútsaumur Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 – 18 Laugardaga kl. 11 - 15 Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4 23. október. Stúlka. Þyngd 3830 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Halldóra Kristjánsdóttir Larsen og Þórir Freyr Flosason, Hvanneyri. Ljósmóðir: Hildur Helgadóttir / Valgerður Ólafsdóttir. 2. nóvember. Drengur. Þyngd 3560 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Anna Kisly og Radoslaw Piotr Kisly, Grundarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Oskar. ATVINNA Í BOÐI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.