Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Þurftir þú að kaupa ný dekk undir bílinn fyrir veturinn? Spurning vikunnar (Spurt í Ólafsvík) Marilou Villacorta: Ég varð að gera það. Mér þótti þau nýju dýr. Ari Ómarsson: Já. Ég borgaði 97.000 krónur fyrir umganginn og svo að setja þau undir. Verður maður ekki bara að vera sáttur með það? Baldvin Sigurðsson: Jú ég þurfti að fá mér ný dekk fyrir veturinn og þótt það ekki mjög dýrt. Guðlaugur Magnússon: Já ég þurfti að fá mér ný vetrar- dekk og fékk þau á góðu verði. Sigurður Gunnarsson: Nei ég þurfti ekki að fá mér ný dekk að þessu sinni. Föstudaginn 31. október síðast- liðinn var haldið örmót í frjálsum íþróttum í Grundarfirði. Þar kepptu tíu ára og eldri í hástökki, lang- stökki án atrennu og þrístökki án atrennu. Mótið var haldið á vegum HSH. Alls mættu tíu keppendur til leiks og komu þeir úr Grundarfirði og Snæfellsbæ, en í Snæfellsbæ hef- ur verið boðið upp á þjálfun í frjáls- um íþróttum í haust, eftir nokkurt hlé í þeirri íþróttagrein. „Krakkarnir stóðu sig með prýði á mótinu og óvæntir snilldartakt- ar litu dagsins ljós. Í lokin var öll- um boðið upp á hressingu. Þetta mót var hugsað sem bætingamót fyrir krakkana og til að þau fengju árangurinn skráðan í svokallaða af- rekaskrá inni á fri.is. Það er aldrei að vita nema svona örmót verði aft- ur á dagskrá síðar í vetur. Mót sem þessi eru einföld í sniðum og bjóða krökkunum upp á tækifæri til að spreyta sig í ólíkum greinum og fá árangurinn skráðan,“ segir Kristín Halla Haraldsdóttir frjálsíþrótta- þjálfari í Grundarfirði, en hún hafði umsjón með mótinu. Kristín hefur séð um þjálfun í Snæfellsbæ í haust ásamt Erlu Lind Þórisdóttur. bá/mm Strákarnir í minniboltanum í Körfuknattleiksfélagi ÍA kepptu um helgina á Sambíómóti Fjöln- is í Grafarvogi. En þessir pilt- ar gera fleira. „Félagið okkar er ekki bara að reyna að búa til körfuboltastjörnur framtíðarinn- ar heldur erum við líka að vanda okkur í að skila sem bestum ein- staklingum út í lífið og er oft mikið spáð og spegulerað,“ seg- ir Hannibal Hauksson formaður félagsins. „Strákarnir voru t.d. að spá í vikunni hvers vegna Akra- torgið væri bleikt. Það voru all- ir með það á hreinu að það væri til að vekja athygli á baráttu gegn krabbameini hjá konum. Í kjöl- farið voru rædd mikilvægi þess að sýna stuðning í verki og láta gott af sér leiða. Til að sýna okk- ar stuðning þá ákváðu strákarn- ir að vera með bleikar slaufu á keppnistreyjunum á mótinu um helgina, en á meðfylgjandi mynd má sjá keppnistreyjuna með slauf- unni á. Eftir mótið hafði svo hver og einn val um að skila slaufunni til baka eða taka hana með sér og selja áfram. Markmiðið okkar er að safna saman minnst 30.000 krónum fyrir Krabbameinsfé- lagið með þessu móti og einn- ig hyggur Körfuknattleiksfélag- ið á frekari uppákomur í þessum dúr í framtíðinni, þetta er bara byrjunin,“ segir Hannibal. Hann bætir því við að körfuboltahetjan hún Arndís Halla Jóhannesdótt- ir ætli svo að koma til þeirra og taka á móti söfnunarfénu ásamt því að gefa strákunum góð ráð um lífið og tilveruna. mm/ Ljósm. Jónas H Ottósson. Aðaltvímenningur Briddsfélags Borgarfjarðar hófst á mánudag- inn í Logalandi. Úrslit eftir fyrsta kvöld voru þau að landsliðsmenn- irnir úr röðum félagsmanna, ungu mennirnir Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson eru efstir. Skor ungstyrnanna var 61,8%. Annað sætið vermir Jón Einarsson ásamt „Dragbít“ sínum, skoruðu 60,8%. Sveinbjörn og Lárus eru svo í þriðja sætinu með 56,6%. Fjórtán pör mættu til leiks og munu etja kappi fjögur mánudagskvöld til viðbótar. Spilað er með forgefnum spilum og því er staðan á hreinu allt mótið. ij/ Ljósm. se. Einn reynslu- mesti leikmað- urinn í herbúð- um Skagamanna í fótboltanum, markmaðurinn Páll Gísli Jóns- son, hefur fram- lengt samning sinn við ÍA um eitt ár. Hann á að baki rúmlega 120 keppnisleiki með meistaraflokki félagsins. Páll Gísli hefur leiðbeint markvörðum félagsins síðustu árin og á næsta ári mun hann koma í vaxandi mæli í markmannsþjálf- unina, bæði hjá meistaraflokki og yngri flokkum ÍA. „Ég er bara virki- lega ánægður með að hafa fram- lengt samning minn við félagið. Ég ætla mér að taka slaginn með liðinu í Pepsídeildinni á næsta ári. Það eru því bara spennandi tímar framund- an sem ég hlakka til að takast á við,“ segir Páll Gísli. þá Um þessar mundir eru 25 ár frá því Þorgrímur Þráinsson rithöf- undur sendi frá sér sína fyrstu bók, Með fiðring í tánum. Núna eru að koma tvær bækur frá Þorgrími, unglinga- og barnabók. Ung- lingabókin ber titilinn „Hjálp“ en barnabókin „Núi og Nía“. Með þessum tveimur bókum verða þær orðar 28 bækurnar frá Þorgrími á þessum 25 árum. Þorgrímur hefur því verið afkastamikill en samt til- tölulega rólegur síðustu árin. Tvö ár voru liðin frá síðustu bók Þor- gríms, það var barnabókin Krakk- inn sem hvarf. Unglingabókin næsta á undan Hjálp var Þokan sem út kom 2010. Þorgrímur sagði í samtali við Skessuhorn að það væri í raun ekki vegna þessa tímamóta sem hann sendi frá sér tvær bækur. Sér hafi borist teikningar með fígúrum frá myndlistarkon- unni Línu Rut Wilberg með ósk um að hann gerði sögu við þær. Það er sag- an um Núa og Níu sem hann sagði að hefði verið krefjandi verkefni, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem hann semur sögu eftir myndum. Bókin er fyrir börn á leikskólaaldri upp í 8 ára, að mati Þorgríms. Hjálp er hörkuspennandi unglingasaga. Hún segir frá fimm ungmennum sem hverfa nánast sporlaust. Sag- an byrjar á Egilsstöðum og óttast er að bíll ungmennanna hafi lent í Jökulsá, Jöklu sem rennur við bæ- inn, og er einmitt í yfirfalli um það leyti sem ungmennanna er sakn- að. Þessar náttúruhamfarir hafa áhrif á leitina að ungmennunum sem í raun var rænt og síðan hald- ið föngnum á stað hinum meg- in á landinu, á Reykjanesi við Ísa- fjarðardjúp. Sagan greinir síðan frá ógnvænlegri lífsreynslu ungmenn- anna og tilraunum þeirra til að heimta frelsi að nýju. Þorgrímur kynnti sér og kortlagði sögusviðið bæði fyrir austan og vestan. Eins og síðustu bækur Þorgríms gefur Forlagið út Hjálp, en spilafram- leiðandinn Nordic Games barna- bókina Núi og Nía. þá Sagan um Núa og Níu eru gerð eftir myndum myndlistarkon- unnar Línu Rutar Wilberg. Tvær bækur á 25 ára rithöfundarafmæli Þorgríms Kápa unglingabókarinnar Hjálp. HSH stóð fyrir örmóti í frjálsum ÍA safnar fyrir Krabbameinsfélagið Páll Gísli framlengir við ÍA Landsliðsmennirnir sýna tennurnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.