Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Síða 1

Skessuhorn - 12.11.2014, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 46. tbl. 17. árg. 12. nóvember 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Lúsina burt! Hvíldarstólar Tau- eða leðurklæddir Opið virka daga 13-18 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Á fundi skipulags- og náttúruvernd- arnefndar Hvalfjarðarsveitar á síð- asta degi októbermánaðar kom fram að 14 athugasemdir bárust vegna breytingar á deiliskipulagi austur- svæðis við Grundartanga og breyttri landnotkun. Athugasemdirnar eru frá ellefu aðilum og af ýmsum toga. Meðal annars er óskað eftir úttekt á hljóðvist vegna breytinganna. Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðar- sveitar segir að skipulags- og nátt- úruverndarnefnd hafi tekið sér tíma til að fara yfir þessi atriði og kannski fleiri með fagaðilum fram að næsta fundi nefndarinnar 19. nóvember. Áætlað sé að ef mál verði frágeng- in komi skipulagstillögurnar til af- greiðslu sveitarstjórnar þriðjudag- inn 25. nóvember. Umræddar skipulagstillögur eru vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverk- smiðju Silicor á Grundartanga. Þessa dagana er að ljúka framhalds- rannsókn vegna fornleifa í landi Kataness þar sem byggingar- og at- hafnasvæði væntanlegrar verksmiðju er. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna á ekki von á því að nið- urstaða þeirrar rannsóknar muni tefja fyrir framkvæmdaleyfi. Gert er ráð fyrir að í næstu viku verði lokið við samninga vegna orkuöflunar til verksmiðjunnar. Um leið og skipu- lag hefur verið afgreitt frá sveit- arstjórn er gert ráð fyrir að ljúka samningar um fjármögnun að því er fram hefur komið hjá verkefnis- stjórn hjá Silicor á Íslandi og helstu samstarfsaðilum, Faxaflóahöfnum. Áætlanir vegna uppbyggingar verk- smiðjunnar hafa breyst í þá veru að nú ert gert ráð fyrir 450 starfsmönn- um við verksmiðjuna í stað 400 áður, auk afleiddra starfa. þá/ Ljósm. mm. Íslenska sumargotssíldin er geng- in upp að norðanverðu Snæfells- nesi og komin aftur inn á Kolgrafa- fjörð. Fyrsta síldaraflanum úr firð- inum var landað í Grundarfirði í gær. Á mánudag varð einnig vart við þykkar síldarlóðningar á sund- unum vestur af Stykkishólmi. Nán- ar á bls. 12. mþh Með Skessuhorni í dag er 8 síðna fylgiblað gefið út af félagasamtök- unum Vitbrigðum Vesturlands. Það eru samtök ungs fólks í lands- hlutanum sem vinnur að huglægum sköpunarstörfum. Þau ætla að hitt- ast til fundar í Rifi um næstu helgi. Af þessu tilefni kynna þau sam- tök sín og starfsemi í samvinnu við Skessuhorn. mþ Árlegt forvarna- og æskulýðsball fór fram í Hjálma- kletti í Borgarnesi síðastliðinn fimmtudag. Ballið var haldið af húsráði félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi og var fyrir unglinga í 8. – 10. bekk allra grunnskóla á Vesturlandi. Að sögn Sigurþórs Kristjánssonar forstöðumanns félagsmiðstöðvar- innar Óðals fór ballið einstaklega vel fram og voru allir sem einn til fyrirmyndar. Að sögn Sigurþórs var ballið nú haldið í 24. skipti og ættu því margir Vestlendingar sem komnir eru fram undir miðjan aldur að kannast vel við þessa samkomu. Að þessu sinni sóttu vel á fjórða hundrað unglinga allsstaðar af Vesturlandi ballið. Komu þeir allt frá Akranesi í suðri að Hólmavík í norðri. Skemmtikraftar í ár voru uppistandarinn Beggi Blindi og plötuþeytar- arnir í Nyxo, en þeir í Nyxo „áttu salinn“ með öllu og greinilegt að unglingarnir kunnu vel að meta þá sómapilta. Loks vilja unglingarnir í Óðali, sem áttu veg og vanda af þessari samkomu, koma á framfæri æsku- lýðsstuðkveðjum til allra sem mættu. mm/ Ljósm. sk Fylgiblað frá Vitbrigðum Vesturlands Fjórtán athugasemdir við breytingar á skipulagi Síldin veiðist í Kolgrafafirði 14. - 16. nóvember 2014 RÁÐSTEFNU H L É

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.