Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Leiðrétting við Spurningu vikunnar Í spurningu vikunnar í 43. tbl. Skessuhorns týndi blaða- maður niður einu atriði úr svari Sonju Hille í Borg- arnesi. Spurt var um hvað væri það besta við Borgar- nes. Sonja nefndi ýmis atriði og gleymdist að skrá Eddu- veröld niður sem hluta af svarinu. Fullnaðarsvar Sonju átti því að vera: „Sundlaug- in, Geirabakarí, Landnáms- setrið og Edduveröld. Það er margt skemmtilegt hér en það fyrsta sem ég vil nefna er sundlaugin, ég er vitlaus í hana.“ –grþ Elstu hjónin eru vestlensk STYKKISH: Vestlensk hjón fögnuðu 75 ára brúðkaups- afmæli síðasta vor. Sú tíma- mót eru gjarnan kölluð gim- steina- eða atómbrúðkaup. Þetta eru þau Dallilja Jóns- dóttir og Gunnar Jónsson sem nú eru búsett á dvalar- heimilinu í Stykkishólmi, 93 og 101 árs gömul. Þau eru elstu hjón á Íslandi og aðeins ein önnur íslensk hjóna hafa náð hærri brúðkaupsaldri. Sú hjón fluttu reyndar vestur um haf ári eftir giftinguna en þau Dallilja og Gunnar gætu slegið það met í mars á næsta ári. Dallilja fæddist í Borgar- nesi og Gunnar á Þorgauts- stöðum í Hvítársíðu. Þau giftu sig í Borgarnesi 27. maí 1939 og hafa verið gift í 75 ár og 170 daga. Morgunblaðið gerir ítarlega úttekt á þessu og lífshlaupi þeirra Dallilju og Gunnars í blaði sínu í gær. Þar eru einnig upplýs- ingar um elstu hjónabönd á Íslandi byggð á síðunni lang- lifi.is. Þar kemur fram að í þriðja sæti á listanum eru einnig önnur hjón í Stykkis- hólmi, Ingibjörg Daðadóttir og Sigurður Magnússon sem voru gift í 75 ár og 140 daga, árin 1908-1984. –þá Bílar skemmdir AKRANES: Sunnudag- inn 9. nóvember sl. var til- kynnt um skemmdir á bif- reiðum við Asparskóga 2 á Akranesi. Þar reyndist ein- hver hafa rispað hægri hlið á fjórum bifreiðum og talið líklegt að þetta hafi gerst þá um nóttina. Lögregla bið- ur þá sem hafa orðið varir grunsamlegra mannaferða á laugardagskvöldinu og að- fararnótt sunnudags að setja sig í samband við lögregluna á Akranesi í síma 444-0111. Fimmtudaginn 6. nóvem- ber sl. var ekið utan í bifreið við veitingastaðinn Galito á Stillholti. Atvikið átti sér stað milli klukkan 10 og 15. Sá sem ók utan í bifreiðina stakk af frá vettvangi án þess að láta vita. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að óhapp- inu eru beðnir að hafa sam- band við lögreglu í síma 444 0111. -þá Fólk er aldrei of oft minnt á að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. Ekki síst er ástæða að minna á það núna þegar við förum að sigli inn í svart- asta skammdegið. Spáð er mildu veðri næstu dagana. Á fimmtudag verði austan hvass- viðri eða stormur. Víða talsverð rigning á sunnan- og austanverðu landinu en úrkomuminna vestan til. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvest- anlands. Á föstudag og laugardag er útlit fyrir minnkandi austanátt með rigningu sunnan- og austan- lands, annars vætu með köflum. Á sunnudag er spáð stinningskalda, rigningu sunnan- og vestanlands en annars þurrt. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðra. Á vef Skessuhorns í síðustu viku var spurt: „Hvað kallast kynslóð 20-35 ára?“ Af nokkrum valmögu- leikum sem nefndir voru fékk Co- coa Puffs kynslóðin 33,7%, Lykla- barna kynslóðin 18,48%, Krútt- kynslóðin 16,58% og Y kynslóð- in 8,7%. 22,55% sögðust ekki hafa hugmynd um þetta. Það skal upp- lýst hér að Y kynslóðin er hið al- menna heiti 20-35 ára jarðarbúa. Í þessari viku er spurt: Var skuldaniðurfellingin rétt ákvörðun? Við minnum á að Lionsfólk víða um land stendur fyrir mælingu á blóðsykri næstu daga. Vitað er um slíkar mælingar í Borgarnesi, Akra- nesi, Snæfellsbæ og líklega víðar. Fólk sem býður slíka fría þjónustu er tvímælalaust verðugt þess að vera Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Það ríkti gleði og eftirvænting hjá grunnskólanemendum 1. - 6. bekkj- ar og elstu börnum leikskólans Sól- valla í gærmorgun þegar þau mættu öll til að afhenda gjafir til barna í Úkraníu sem mörg hver búa á mun- aðarleysingjaheimilum og við mikla fátækt. Börnin afhentu skókassa sem þau unnu saman við að útbúa og fengu heitt kakó og smákökur við þetta tækifæri. Það eru samtök- in KFUM/KFUK sem sjá um þetta verkefni og koma því á leiðarenda. Í Grundarfirði eru umsjónamenn verkefnisins Salbjörg Nóadóttir og Anna Husgaard. -fréttatilkynning Landskeppni Smalahundafélags Ís- lands var nýverið haldin á Vorboða- velli við Blönduós. Vegna veðurs þurfti að fella síðari keppnisdaginn niður og voru því úrslit laugardags- ins látin ráða röðun. Líkt og fyrr var keppt í A flokki sem er opinn flokk- ur fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B flokki. Keppt var auk þess í B flokki og Unghunda- flokki. Vestlendingar áttu tvo sigur- vegara í keppninni, þá Svan Guð- mundsson frá Dalsmynni sem stýrði tíkinni Ronju frá Dalsmynni til sig- urs í unghundaflokknum og Halldór Sigurkarlsson frá Hrossholti sem stýrði hundinum Smala frá Mið- hrauni í efsta sætið í B flokki. Dóm- ari á mótinu var Mosse Magnusson frá Skotlandi. iss Efstu keppendur úr öllum greinum. F.v. Svanur Guðmundsson, Halldór Sigurkarls- son og Elísabet Gunnarsdóttir. Vestlenskir smalahundar í verðlaunasætum Senda fjarlægum vinum jólagjafir í skókössum Nýtt sneiðmyndatæki til HVE verður pantað Sem kunnugt er var tölvusneið- myndatæki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi tekið úr notk- un í lok síðasta mánaðar, eftir að hafa verið úrskurðað ónothæft. Ástæðan var alvarleg og kostnaðarsöm bilun og aðkallandi viðhald. Vel á annað þúsund rannsóknir hafa verið gerðar á þessu ári í tækinu og var það hluti af mikilvægasta búnaði stofnunarinnar. Endurnýjun tölvusneiðmyndatækis- ins hefur verið á döfinni í töluverð- an tíma en hefur ekki verið mögu- leg vegna erfiðleika í rekstrarum- hverfi stofnunarinnar. Hollvinasam- tök HVE hafa að undanförnu beitt sér fyrir söfnun til kaupa á nýju tæki. Eftir fund með Kristjáni Þór Júlí- ussyni heilbrigðisráðherra í síðustu viku varð ljóst að Hollvinasamtökin gætu pantað nýtt sneiðmyndatæki í samráði við HVE. Vantar aðeins herslumuninn Steinunn Sigurðardóttir formaður Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands segir að eftir fund með heilbrigðisráðherra í síðustu viku sé ljóst að hollvinasamtökin geti pantað nýtt sneiðmyndatæki. Sam- tökin eru að sögn Steinunnar vel á veg komin með að fjármagna kaup á nýju sneiðmyndatæki og vantar að- eins herslumuninn til að allt gangi upp. „Áfangi í fjármögnun tækisins felst hins vegar í afar jákvæðum og ánægjulegum viðbrögðum heilbrigð- isráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem á fundi með fulltrúum hollvina- samtakanna staðfesti að ráðuneyt- ið mun styðja við endurnýjun tæk- isins með því að tryggja fjármögnun hluta kaupanna. Eru hollvinasamtök- in þakklát fyrir stuðninginn og góð- an skilning á mikilvægi tækisins fyrir íbúa á Vesturlandi,“ segir Steinunn. Hún bætir því við að félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hafi unnið frábært starf við öflun fjár fyrir nýju tæki og sýnt að ekki sé um að villast að samtakamáttur íbúa á Vesturlandi skipti miklu máli við að styrkja inn- viðina. Hún leggur þó áherslu á að enn vanti herslumuninn. „Með þökk fyrir það sem þegar hefur verið gert og ósk um að samstaða íbúa á Vestur- landi skili þeim árangri að nýtt sneið- myndatæki muni verða tekið í notk- un í upphafi árs 2015,“ segir Stein- unn Sigurðardóttir. Um 1.700 rannsóknir Að sögn Guðjóns Brjánssonar for- stjóra HVE hafa verið gerðar um 1.700 rannsóknir á ári með hjálp sneiðmyndatækisins. „Annars veg- ar rannsóknir á inniliggjandi sjúk- lingum og hins vegar á göngudeild- arsjúklingum. Þetta getur verið fólk frá öllu Vesturlandi, Húnaþingi og frá Ströndum. Allt þetta fólk þarf nú til Reykjavíkur í rannsóknir, á Landsspítala eða á sjálfstætt starfandi myndgreiningarstofur. Þetta felur í sér aukinn kostnað og óþægindi fyr- ir einstaklinga. Þeir sem eru inni- liggjandi hér eru sendir með sjúkra- bíl og við þurfum að borga brúsann. Þetta hefur því í för með sér aukinn kostnað bæði fyrir einstaklinga og fyrir heilbrigðiskerfið,“ segir Guð- jón. Hann bætir því við að á með- an ekkert sneiðmyndatæki sé á HVE séu sjúklingar sem þurfa á þessum rannsóknum að halda ekki lagðir inn á Akranesi. „Þeir eru fluttir beint til Reykjavíkur, sem eykur einnig álagið á Landsspítalanum og það viljum við ekki, enda annar hann því varla.“ Mun hraðvirkara Guðjón segir nýtt sneiðmynda- tæki kosta á bilinu 40 til 50 milljónir króna með uppsetningu. „Við reikn- um ekki með því að það falli til mik- ill auka kostnaður. Deildin var gerð upp með þetta í huga þegar fyrra tæk- ið kom. Þróunin í þessum tækjum er þannig að þau eru frekar að minnka, þannig að rýmislega séð verður þetta ekki vandamál. Það gekk vel að setja fyrra tækið upp og því ætti það að taka skamman tíma þegar nýja tækið verður komið í hús.“ Hann segir að stefnt sé að því að kaupa nýtt tæki í þetta sinn en hið eldra var keypt not- að. Það verður í eðli sínu sama tæki og hið eldra og veitir sömu þjónustu þó að talsverðar framfarir hafi orðið í þessari tækni. „Við viljum ekki útsetja fólk fyrir of miklum geislum og nýrri tækin geisla minna en þau eldri. Eins verður nýja tækið mun hraðvirkara en það eldra. Gamla tækið var fjög- urra sneiða, það tók fjórar sneiðar í hverjum snúning en hugmyndin er sú að kaupa að minnsta kosti 16 sneiða tæki núna,“ útskýrir Guðjón. Mikill hiti myndast í notkun sneiðmynda- tækja og því er kælibúnaður í tækj- unum. Þau eru annars vegar loftkæld eða vatnskæld og eru HVE og Holl- vinasamtökin nú að meta hvernig tæki eigi að kaupa. Eldra tækið var vatns- kælt og reyndist stofnuninni vel að sögn Guðjóns. „Við stefnum að því að kaupa búnað sem komin er reynsla á. Gamla tækið reyndist okkur mjög vel. Það gæti farið svo að við semjum um að setja gamla tækið upp í þetta nýja, ef við kaupum af sama framleiðandan- um. En þetta á allt eftir að koma betur í ljós,“ segir Guðjón Brjánsson. Söfnunarreikningur Hollvina- samtakanna er: 0326-22-000834 og kennitala: 510214-0560. grþ/þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.