Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Tvö fíkniefnamál LBD: Í liðinni viku komu upp tvö fíkniefnamál í umdæmi lög- reglunnar í Borgarfirði og Döl- um. Í báðum tilfellum fundust fíkniefni hjá fólki í bifreiðum á leið í gegnum umdæmið og fundust um 10 grömm af ætl- uðu kókaíni í öðru málinu og um 50 grömm af kannabisefn- um í hinu. Afskipti voru höfð af tveimur ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur og einn ökumaður til viðbótar er grunaður um akstur undir áhrif- um fíkniefna. –þá Húsnæði KG stækkað RIF: Unnið er að stækkun hús- næðis KG fiskverkunar í Rifi. Húsið sem um ræðir er á tveim- ur hæðum og er samtals 2800 fermetrar að stærð. Húsið var byggt árið 2007. Með nýbygg- ingunni mun húsið stækka um 740 fm. Þar verður kælir, auk þess að hausun og flokkun fisks verður í nýja hlutanum. Mikið hagræði felst í breytingunum því fram til þessa hefur flokkun og hausun farið fram í öðru húsi með tilheyrandi flutningum. Endurskipuleggja þarf vinnsl- una með tilkomu nýbygging- arinnar og verður hún því lík- lega ekki tekin í notkun að fullu fyrr en næsta sumar. Það er Vél- smiðja Árna Jóns sem sér um bygginguna en sér til aðstoðar hafa þeir ráðið minni verktaka af svæðinu. -grþ Ók ölvaður í ríkið AKRANES: Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akst- ur á Akranesi í vikunni sem leið. Annar ökumannanna var stöðv- aður á leið í Vínbúðina og blés hann 2,20 prómill, en hinn sem stöðvaður var reyndist hafa 1,15 prómill við blástursmælingu. Báðir voru handteknir og úr þeim tekið blóð til nánari alko- hólmælingar og sleppt að lok- inni skýrslutöku. Þá var einn tekinn fyrir akstur undir áhrif- um fíkniefna á Akranesi í vik- unni, en þvagpróf svaraði já- kvætt við neyslu kannabisefna. –þá Selur eignarhlut- inn í Landnáms- setri BORGARBYGGÐ: Byggðar- ráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að selja 20% eignarhlut sveit- arfélagsins í Landnámssetrinu fyrir 3,5 milljónir króna. Var sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi þess efnis. Tek- ið er fram í samþykktinni sem bíður afgreiðslu sveitarstjórn- ar að ekki er verið að selja hús- eignir sveitarfélagsins. Á fund- inum var greint frá viðræð- um við Kjartan Ragnarsson og Sigríði M Guðmundsdóttir um kaup þeirra á eignarhlut Borg- arbyggðar í Landnámssetri Ís- lands ehf. Í ársreikningi fyrir árið 2013 kemur fram að tæp- lega sjö milljóna króna hagn- aður varð af rekstri félagsins á árinu. Eignir Landnámsseturs Íslands ehf. voru í árslok um 29 milljónir króna en skuldir um 44 milljónir. –þá Mæla blóðsykurinn BORGARBYGGÐ: Lions- klúbbarnir í Borgarnesi ætla að bjóða upp á blóðsykursmæl- ingu föstudaginn 14. nóvem- ber milli klukkan 15 og 17 í Hyrnutorgi. Lágur blóðsyk- ur er lúmskur sjúkdómur sem getur leitt af sér sykursýki. Því er mikilvægt að fólk láti mæla blóðsykurinn reglulega. Það er upplagt fyrir Borgnesinga, Borgfirðinga og aðra að nýta þetta góða tækifæri. –mm Hörð aftan- ákeyrsla LBD: Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Var það nokkuð harður árekstur, aftanákeyrsla, innan- bæjar í Borgarnesi. Fundu öku- menn til eymsla eftir óhappið. Önnur bifreiðin var óökufær á eftir og fjarlægð með krana- bifreið. Í vikunni voru 15 öku- menn stöðvaðir vegna hrað- aksturs. Mældist sá sem hraðast ók á 132 km þar sem hámarks- hraði er 90 km. –þá Torkennilegt ljós HOLTAV.H: Björgunarsveit- ir af Vesturlandi voru kallað- ar út til leitar á Holtavörðu- heiði eftir að neyðarblys, eða annað torkennilegt ljós, sást á lofti norðaustur af háheiðinni rétt fyrir klukkan 18 á sunnu- dagskvöldið. Ljósið sást nokk- uð víða og ekki var talið útilok- að að um einhverskonar nátt- úrufyrirbæri hafi verið að ræða, sagði í tilkynningu frá Lands- björgu. Á fjórða tug björgun- arsveitarmanna tók þátt í eftir- grennslan og könnuðu svæðið akandi og á fjórhjólum. Með- al annars könnuðu þeir hvort á svæðinu væru mannlausar bif- reiðar eða önnur merki þess að skotveiðimenn eða aðrir væru í vanda staddir. Ekkert fannst og var síðar um kvöldið ákveðið að kalla leitarmenn heim. -mm Nýlokið er framkvæmdum við að endurnýja hluta þaks í þeirri bygg- ingu sem reist var sem sláturhús í Búðardal fyrir nokkrum áratug- um, en þar er nú til húsa fyrirtæk- ið Sæfrost. Það er þakið yfir kjöt- salnum sem verið er að endurnýja, en hann er stærsti vinnslusalur Sæ- frosts, þar sem m.a. er unninn mak- ríll, síld og frystur lax. Þakið hef- ur verið lekt í talsverðan tíma og því var orðið tímabært að endur- nýja það. Fyrir framkvæmdunum stendur fasteignafélagið Hvamm- ur sem á sláturhúsbygginguna. Í því félagi er sveitarfélagið Dalabyggð stærsti eigandi, með 60% hlutafjár, en meðal annarra hluthafa er Kaup- félag Skagfirðinga. Ingveldur Guðmundsdóttir er stjórnarformaður í Hvammi en hún er einnig sveitarstjórnarfulltrúi í Dalabyggð. Hún sagði í samtali við Skessuhorn að félaginu hafi ekki verið stætt á öðru en að bæta að- stöðuna til að uppfylla þær kröf- ur um húsnæði sem gerðar eru til matvælavinnslu. Sagði hún að í ljós hafi komið að viðgerðin á þakinu hafi orðið umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Þakið er um 260 fermetr- ar og var nokkur hluti þess ónýt- ur. Halli er lítill á þakinu og á því liggur því gjarnan vatn. Þakjárn var mjög ryðgað og þakviðir mjög fún- ir, auk þess sem bæta þurfti einangr- un. Tekin var sú ákvörðun að leggja pappa á þakið í staðinn fyrir járn. Ingveldur sagði að pappi væri kom- in á fleiri þök í sláturhússbygging- unni og hann hefði reynst vel. Að- spurð sagði hún að ekki lægi fyrir hve kostnaðurinn við framkvæmd- irnar er mikill. þá Víða um land hefur verið safnað fyrir hjartahnoðtækjum undanfar- in misseri. Tækin bera heitið Lu- cas og eru sjálfvirk og koma í stað eins manns við endurlífgun og veit- ir þar að auki mun árangursríkara hnoð en nokkur maður getur, og þreytist að sjálfsögðu ekki. Lucas er ekki fyrir öðrum við endurlífgun en með notkun þess skapast mun betra rými fyrir bráðaliða, t.d. til að veita öndunaraðstoð og lyfjagjöf sam- hliða því að tækið hnoðar. Í vor var farið af stað með söfnun fyrir svona tæki til að hafa í sjúkrabílum HVE í Ólafsvík. Áður höfðu Akurnesing- ar riðið á vaðið með sambærilegri söfnun, með afar góðum árangri. Það voru Þórarinn Steingrímsson hjá sjúkraflutningum í Ólafsvík og Guðjón Hólm Gunnarsson aðstoð- arvarðstjóri hjá Neyðarlínunni 112 sem stóðu fyrir söfnuninni í Ólafs- vík. Þeir fengu Lionsklúbb Ólafs- víkur til samstarfs við sig en klúbb- urinn hélt utan um söfnunina. Í upphafi var gert ráð fyrir að safna þyrfti um 2,5 milljónum en núna í október þegar söfnuninni lauk kom í ljós að safnast hafði heldur meira en það. Því var ákveðið að bæta við auka rafhlöðu og hleðslutæki í báða sjúkrabílana í Ólafsvík.Við af- hendingu tækisins nýverið var tæk- ið prófað á skyndihjálpardúkkunni Önnu og voru viðstaddir sammála um að tækið sé mjög góð viðbót við annars ágætan tækjakost sjúkrabíl- anna. Á myndinni sem tekin var við af- hendinguna eru frá vinstri: Guð- jón Hólm Gunnarsson frá Neyð- arlínunni 112, sjúkraflutningafólk- ið Guðbjörn Ásgeirsson, Patryk Zolobow, Axel K. Davíðson, Guð- björg Jónsdóttir, Birna Dröfn Birg- isdóttir, Þórarinn Steingrímsson og lionsmennirnir Kristinn Krist- ófersson, Marinó Mortensen og Ari Bjarnason. Fyrir framan hóp- inn er skyndi hjálpardúkkan Anna. „Fyrirtækjum, félögum og einstak- lingum sem tóku þátt í söfnuninni eru færðar kærar þakkir fyrir,“ seg- ir í tilkynningu. mm/þa Söfnun á Lucas hjartahnoðtæki lokið í Ólafsvík Sláturhússbyggingin í Búðardal. Endurnýjað þak sláturhússins í Búðardal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.