Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar VESTURLAND: Fólk sem rekur fyrirtæki og starfar innan ferðaþjónustu á Vesturlandi kem- ur saman til skrafs og ráðagerða á Hernámssetrinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd á fimmtudags- morgun 13. nóvember. Þetta er árlegur haustfundur eða upp- skeruhátíð þar sem farið er yfir stöðu greinarinnar í landshlut- anum og lögð á ráðin fyrir næsta ferðaár. Haldin verða erindi með umræðum. Síðan verður fundað í Bíóhöllinni á Akranesi eft- ir hádegi, auk þess sem leggja á í óvissuferð um Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit. Deginum lýkur með sameiginlegum máls- verði á Hótel Glymi á Hvalfjarð- arströnd og þar geta þeir sömu- leiðis gist sem vilja. -mþh Hæstiréttur dæmdi Ólínu í vil REYKHÓLAR: Hæstiréttur kvað á fimmtudag í síðustu viku upp dóm í máli Ólínu Kristínar Jónsdóttur, eiganda jarðarinnar Miðhúsa í Reykhólasveit, gegn íslenska ríkinu varðandi landa- merki Miðhúsa og Barma, sem er í eigu ríkisins. Á þeim land- skika sem um var deilt er malar- náma og telur Ólína að hún eigi rétt á greiðslu fyrir malarefni sem þar er tekið, enda sé það á hennar landskika. Niðurstaða Hæstaréttar féll Ólínu í vil. Sam- kvæmt dómnum tilheyrir land- skikinn sem deilt var um, sem og malarnáman, Miðhúsum en ekki Börmum. Þá var ríkið jafn- framt dæmt til að greiða Ólínu 1.500.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. –grþ Lokun skekkir tölur um umferð HVALFJ: Umferð í Hvalfjarðar- göngum var 3,4% minni í októ- ber en í sama mánuði í fyrra. Sá samanburður segir lítið í ljósi þess að lokað var vegna malbikunar frá kvöldi 17. október til morguns 20. október vegna malbikunar. Á heimasíðu Spalar segir að ætla megi að teljarar hefðu sýnt 3-4% aukningu umferðar frá í fyrra ef göngin hefðu verið opin alla daga októbermánaðar. Vegagerðin upplýsir að umferð á hringvegin- um hafi aukist um 3,4% í októ- ber, mest á Austurlandi. Vestur- land var eini landshlutinn þar sem samdráttur mældist í umferð frá í fyrra, eða um 1%. Skýringin á því er vitaskuld sú að Hvalfjarð- argöngin voru lokuð um tíma í mánuðinum. –þá Listasprettur í Landnámssetri BORGARNES: Sunnudag- inn 16. nóvember klukkan 16 verður Listasprettur í Land- námssetrinu í Borgarnesi. Er það klukkustundar löng dagskrá þar sem þrjár listakonur ætla að bjóða gestum upp á notalega stund með tónlist og upplestri. Jóhanna V. Þórhallsdóttir söng- kona flytur lög af nýjum diski sínum Söngvar á alvörutímum, Halla Margrét Jóhannesdóttir rithöfundur og leikari les texta m.a. úr ljóðabók sinni 48 og Ólöf Ingólfsdóttir rithöfundur og dansari les úr nýju verki sem heitir Dagar og nætur í Buenos Aires. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomn- ir, segir í tilkynningu frá Land- námssetrinu. –mm Ráðstefna um berjarækt SUÐURLAND: Í tilefni þess að í haust eru 75 ár frá því Garðyrkju- skóli ríkisins hóf starfsemi á Reykj- um í Ölfusi efnir LbhÍ til ráðstefnu sem haldin verður á Reykjum nk. föstudag 14. nóvember. Meg- inþema ráðstefnunnar er efling berjaræktar á Íslandi, hvar liggja sóknarfærin og hvað ber að varast. Meðal fyrirlesara verður norski garðyrkjuráðunauturinn Åge Jør- gensen sem mun fjalla um mikla eflingu berjaræktunar í Noregi síð- ustu ára. Åge hefur mikla reynslu af vinnu með garðyrkjubændum sem stunda bæði berja- og ávaxta- rækt. Hann hefur sl. ár þróað nýj- ar aðferðir við ræktun berja í gróð- urhúsum og í köldum dúkhúsum. Åge hefur unnið með ýmsar teg- undir berja og má þar t.a.m. nefna jarðarber, hindber, bláber, sólber, rifsber og kirsuber. Einnig verður fjallað um stöðu mála í berjarækt á Íslandi í dag á ráðstefnunni. –þá Ný samtök í sjávarútvegi LANDIÐ: Nýverið fór fram stofn- fundur Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi en þau verða nú til með sam- einingu Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva. Kolbeinn Árna- son, nýr framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirækja í sjávarútvegi, leiddi sameininguna. Formaður nýrra samtaka er Jens Garðar Helga- son framkvæmdastjóri Fiskimiða á Eskifirði. Vefslóð nýju samtakanna verður sjavarutvegurinn.is og kem- ur fram í tilkynningu nýja félagsins að vefur LÍU verði ekki upfærður oftar. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 1. - 7. nóvember. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 5 bátar. Heildarlöndun: 8.344 kg. Mestur afli: Emilía AK: 4.169 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 74.320 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 28.141 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 214.681 kg. Mestur afli: Hringur SH: 70.208 kg. í einni löndun. Ólafsvík 7 bátar. Heildarlöndun: 39.550 kg. Mestur afli: Egill SH: 8.521 kg í tveimur löndunum. Rif 13 bátar. Heildarlöndun: 190.480 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 46.925 kg í einni löndun. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 45.367 kg. Mestur afli: Hannes Andrésson SH: 18.566 kg í fjórum löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 70.208 kg. 5. nóvember 2. Saxhamar SH – RIF: 46.925 kg. 7. nóvember 3. Grundfirðingur SH – GRU: 44.599 kg. 6. nóvember 4. Tjaldur SH – RIF: 37.661 kg. 3. nóvember 5. Steinunn SH – ÓLV: 32.772 kg. 5. nóvember mþh Öruggur sigur Borgarbyggðar í Útsvari Borgarbyggð hafði fullan og öruggan sigur í viðureign sinni við Skagaströnd í spurningaþættinum Útsvari í Ríkisútvarpinu á föstu- dagkvöldið. Þegar upp var staðið var lið Borgarbyggðar með 68 stig en Skagstrendingar hlutu 29. Það má því segja að sigurinn hafi verið öruggur enda hélt Borgarbyggð forystu allan tímann. Lið Borgarbyggðar skipa þau Stefán Gíslason, Eva Hlín Al- freðsdóttir og Jóhann Óli Eiðs- son. Tvö önnur lið af Vesturlandi munu taka þátt í Útsvari á þess- ari vertíð. Það eru Stykkishólm- ur sem mætir Ísafjarðarbæ 21. nóvember. Loks hittir Akranes fyrir lið Seltjarnarness föstudags- kvöldið 5. desember. mþh Sigurlið Borgarbyggðar í Útsvari. Frá vinstri; Jóhann Óli Eiðsson, Eva Hlín Alfreðs- dóttir og Stefán Gíslason. Myndin er skjáskot af vef RUV þar sem hægt er að horfa á þáttinn. Jónas Geirsson tannlæknir á Akranesi lektor og fagstjóri við HÍ Jónas Geirsson tannlæknir á Akra- nesi hefur verið ráðinn í stöðu lekt- ors og fagstjóra í tannfyllingu og tannsjúkdómafræðum við Tann- læknadeild Háskóla Íslands. Jón- as hefur kennt við Tannlæknadeild HÍ sem lektor í hlutastöðu frá 2007. Þá veitir hann þjónustu á skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna sjúklinga sem þurfa á svæf- ingu að halda. Jónas lauk kandídatsprófi í tann- læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1988. Hann lagði stund á fram- haldsnám í tannfyllingu, tannlýta- lækningum og tannsjúkdómafræði við University of North Carolina at Chapel Hill (UNC) í Bandaríkj- unum á árunum 2001-2004. Það- an útskrifaðist hann með meistara- próf árið 2004. Jónas sinnti kennslu við skólann samhliða námi. Hann er eigandi og stofnandi JG tannlækna- stofu sf á Akranesi. Jónas hefur ver- ið virkur félagsmaður í Tannlækna- félagi Íslands og í ritnefnd Tann- læknablaðsins frá 2004. Auk þess hefur hann haldið fyrirlestra og rit- að greinar í ritrýnd fagtímarit bæði erlendis og hérlendis. Jónas er kvæntur Hafdísi Dögg Hafsteinsdóttur upplýsingafræðingi við Háskólann í Reykjavík. Saman eiga þau tvö börn, Trausta Geir og Dagmar Elsu. mþh Jónas Geirsson, tannlæknir. Jónas við störf ásamt aðstoðarkonu. Í frístundum er hann mikið fyrir útivist, knattspyrnu og stundar dómgæslu í þeirri íþrótt. Lárus Ástmar Hannesson er nýr formaður LH Lárus Ástmar Hannesson frá hesta- mannafélaginu Snæfellingi í Stykk- ishólmi er nýr formaður Lands- sambands hestamannafélaga (LH). Þetta var niðurstaða framhalds- þings LH sem haldið var í Reykja- vík á sunnudaginn. Lárus bar sig- urorð í kjöri til formanns gegn mótframbjóðanda sínum sem var Stefán Ármannson frá Skipanesi í Hvalfjarðarsveit, félagi í Dreyra. Lárus Ástmar fékk 88 atkvæði gegn 62 atkvæðum sem greidd voru Stefáni. Fjórir atkvæðaseðlar voru auðir. Þriðji frambjóðandinn til formennsku, Kristinn Hugason, dró framboð sitt til baka áður en gengið var til kosninga. Formannsskiptin koma í kjöl- far mikilla átaka innan LH með- al annars vegna deilna um stað- setningu landsmóts sumarið 2016. Þessar deilur náðu hámarki í októ- ber þegar fyrrverandi formaður og gervöll stjórnin gekk frá borði og sagði af sér. Lárus Ástmar hefur mikla reynslu af félagsmálum, með- al annars sem sveitarstjórnarmað- ur í Stykkishólmi. Síðustu mánuði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar gegndi hann stöðu bæjarstjóra þar en hann var oddviti meirihlutans á síðasta kjörtímabili. Hann sit- ur í varastjórn Hestamannafélags- ins Snæfellings. Síðast en ekki síst hefur Lárus Ástmar stundað hesta- mennsku og tamningar um árabil. mþh Vestlendingurinn og Hólmarinn Lárus Ástmar Hannesson er nýr formaður Lands- sambands hestamannafélaga. Eggert Herbertsson nýr rekstrarstjóri Skagans Skaginn hf og Þorgeir og Ellert hf á Akranesi hafa ráðið Eggert Her- bertsson í starf rekstrarstjóra, sem er nýtt starf hjá félögunum. Egg- ert hefur síðustu níu ár verið fram- kvæmdastjóri Upplýsingatækni- félagsins Omnis. Þar áður starfaði hann hjá Nýherja og áður í ýmsum stjórnunarstörfum í sjávarútvegi. Eggert Herbertsson er með B.Sc og MBA gráður í viðskiptafræð- um. Hann er kvæntur Ingibjörgu Valdimarsdóttur, framkvæmda- stjóra og bæjarfulltrúa á Akranesi, og eiga þau saman þrjú börn. Skaginn hf og Þorgeir og Ell- ert hf hafa um árabil verið meðal burðarása í atvinnulífinu á Akra- nesi. Eins og lesendum Skessu- horns er kunnugt hafa félögin einnig náð mjög góðum árangri erlendis síðustu misseri. Þessi fyr- irtæki eru einnig leiðandi hluthafi í fyrirtækinu 3X Technology sem er með höfuðstöðvar á Ísafirði. mþhEggert Herbertsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.