Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Litlar vegaframkvæmdir á Vesturlandi á næsta ári Litlar nýframkvæmdir verða hjá Vegagerðinni á Vesturlandi á næsta ári, sem og annarsstaðar á landinu. Magnús Valur Jóhannsson svæðis- stjóri hjá Vegagerðinni á Norðvest- ursvæði segir að stærsta nýfram- kvæmdin á Vesturlandi, sem áætl- uð er á næsta ári, sé í Hvítársíðu í Borgarfirði. Framkvæmdin teljist til bundins slitlags á tengivegi og til hennar teknir peningar af óskiptu fé Vegagerðarinnar. Sá vegarkafli sem tekinn er fyrir á næsta ári er við Hvítá, af Reykholtsdalsvegi við Stóra-Ás yfir ána að Bjarnastöð- um í Hvítársíðu. Frá Bjarnastöð- um er lagt bundið slitlag á veginn að tveimur sumarhúsahverfum í Bjarnastaðalandi. Þá verður einnig tekið af óskiptu fé Vegagerðarinn- ar til tengivega að ljúka lagningu bundins slitlags á Svínadalsveg í Hvalfjarðarsveit. Þar eru eftir tveir kílómetrar af átta í framkvæmd sem unnin var í sumar á veginum frá Leirársveitarvegi að Kambshóli. Magnús Valur segir að viðhalds- verkefni verði nokkuð hefðbundin á vegum á Vesturlandi á næsta ári. Vegagerðin hefur lagt nokkra áherslu á öryggisframkvæmdir að undanförnu. Nýlokið er örygg- isframkvæmd við Vesturlandsveg í Leirársveit, þar sem aðrein var gerð við gatnamótin í Hvalfjörð. Þá var einnig í sumar gert svokallað framhjáhlaup við gatnamót Vest- urlandsvegar og Leirársveitarveg- ar. Stærsta öryggisframkvæmdin á Vesturlandi, sem lokið var við á þessu ári, er við gatnamót Vestur- landsvegar og Borgarfjarðarbrautar sunnan Borgarfjarðarbrúar. þá Umferðaröryggi hefur verið aukið við gatnamót Vesturlandsvegar og Hval- fjarðarvegar með aðrein. Gatnamótin eru orðin rúm og góð inn á Borgarfjarðarbraut sunnan Borgar- fjarðarbrúar. Undir bláhimni brennisteinsmóðu Vestlendingar hafa ekki farið var- hluta af loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni sem staðið hefur yfir síðan í ágúst. Mengun af brenni- steinsgasi hefur ítrekað farið yfir hættumörk í landshlutanum. Eng- ir sítengdir gasmælar eru þó stað- settir á Vesturlandi, utan mæla á og við stóriðjusvæðið á Grundartanga. Handvirkir mælar munu þó finnast í fórum lögreglunnar í Borgarnesi og Stykkishólmi. Ný stjórn Heilbrigðisnefndar Vesturlands hafði þessi mál til um- fjöllunar á fyrsta fundi sínum nú í nóvember. Hún hefur nú óskað eft- ir því við Umhverfisstofnun að nú þegar verði bætt úr þessu ástandi og mælum fjölgað á Vesturlandi. Þar er átt við að bragarbót verði gerð í fjölda síritandi og nettengdra meng- unarmæla. Óljóst er hvert svarið verður við þessum áheitum. Myndin sem hér fylgir með var tekin í síðustu viku til Akrafjalls úr Skarfavör á Akranesi. Hún sýn- ir hvernig fjallið var þá í mistri gas- móðunnar í logninu þar sem aldan lék við fjöruborð Skipaskaga. Ljós- myndin rifjar upp vísukorn eftir Gísla Ásgeirsson sem birtist í Vísna- horni Dagbjartar Dagbjartssonar hér í Skessuhorni í síðustu viku. Undir bláhimni brennisteinsmóðu barst í lungu mín díoxínryk þar sem mófuglar másandi stóðu maður hleypur víst ekki í spik. Hóstandi kom ég í hlaðið þar sem heimiliskettinum brá heilmikið hresstist við baðið nú er húðin svo fallega grá. Fáum sögum fer af því að gosið sé á enda. Vissara er því fyrir íbúa Vest- urlands að fylgjast vel með fréttum og spám um gasmengun. mþh Akrafjallið séð frá Skarfavör á Akranesi eitt síðdegið í síðustu viku. Heitavatnstankurinn á að verða tilbúinn fyrir jólin Framkvæmdum við smíði nýs miðl- unartanks Orkuveitu Reykjavík- ur fyrir Akranes hefur miðað vel að undanförnu. Guðbergur Ást- ráðsson verkstjóri hjá Ístak, sem er verktaki við smíðina, segir að áætlað sé að verkinu og frágangi við tank- inn sjálfan verði lokið um miðjan desembermánuð, þannig að vara- forði á heitu vatni verði kominn í tankinn fyrir jólin. Smíði tanks- ins hefur staðið yfir í sumar og er hann nú kominn í fulla hæð, sem er tólf metrar. Byrjað er að einangra og klæða þak tanksins og gert er ráð fyrir að suðuvinnu ljúki í næstu viku. Þá verður eftir að sandblása tankinn að innan og sementskústa, sem og að einangra og klæða tank- inn að utan. Smíði miðlunartanksins er mann- frek framkvæmd en hann er um það bil þrisvar sinnum stærri en sá miðl- unartankur sem fyrir er og áfram verður í notkun. Þegar blaðamaður Skessuhorns heimsótti smíðastað á mánudaginn voru um tuttugu manns að störfum. Tankurinn er enn stærri þegar inn í hann er kom- ið en fólk gerir sér grein fyrir séð frá veginum. Í honum gæti hæglega rúmast einn körfuboltavöllur. Til- koma nýja miðlunartanksins á að tryggja afhendingaröryggi á heitu vatni til bæjarbúa, þótt uppkomi tvær eða jafnvel þrjár bilanir á að- veituæðinni á sama sólarhringnum. Ástand vatnsmála á Akranesi hefur ekki verið gott síðustu vetur og þá komið til tímabundinna skammt- ana á vatni. Af þeim sökum ákváðu forsvarsmenn OR í lok síðasta ár að færa byggingu miðlunartanks- ins stóra framar í framkvæmdaáætl- un OR, en hann var áður á áætlun 2017. þá Nýi miðlunartankurinn er kominn í fulla hæð og smíðin komin á lokastig. Smiðir eru að einangra og klæða þak tanksins. Einar Guðleifsson og Ólafur Rúnar Guðjónsson voru að vinna við inntaks- búnaðinn í tankinn. Inni í tanknum gætu rúmast allstór íþróttavöllur.Áætlað er að suðuvinnunni ljúki í næstu viku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.