Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Fjölbrautaskóli Vesturlands Starfsbraut FVA Kaffihúsakvöld fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:00 á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands Bingó – glæsilegir vinningar í boði! Nemendur starfsbrautar sjá um tónlistar- og skemmtiatriði Kaffi og vöfflur í boði gegn vægu gjaldi Ágóðinn verður nýttur til tækjakaupa Allir velkomnir Nemendur og starfsfólk starfsbrautar FVA Fylgist með okkur á facebook: http://www.facebook.com/StarfsbrautFVA SK ES SU H O R N 2 01 4                 Faxaflóahafnir sf Associated Icelandic Ports Útboð Reykjavík Grundartangi Akranes Borgarnes Gömlu höfninni í Reykjavík og Akraneshöfn REYKJAVIK OLD HARBOUR VESTURBUGT Floating Pontoon Marina System AKRANES HARBOUR Floating Pontoon Marina System skrifstofu Mannvits Á síðasta ári var hafist handa við að koma á fót svokölluðum jarðvangi (á ensku: geopark) í uppsveitum Borg- arfjarðar. Hugtakið jarðvangur nær yfir landsvæði sem hefur verið skil- greint og afmarkað sem einstakt með tilliti til náttúlegra og jarðfræðilegra sérkenna. Í mati á þessu er einnig tek- ið tillit til samspilsins milli mannsins og náttúrunnar í gegnum tíðina og allt fram til nútímans. Með þessum hætti er reynt að sameina bæði sögu og náttúru í eina heild. Þetta hjálp- ar svo til við markaðssetningu svæð- isins með tilliti til ferðamála, laðar að vísindafólk og stuðlar að vernd á náttúru og menningarminjum. Að lokinni undirbúningsvinnu er sótt um að svæði sem lagt er til að verði jarðvangar fái alþjóðlega vottun og viðurkenningu. Það er UNESCO – Menningarmálastofun Samein- uðu þjóðanna sem tekur afstöðu til þess að veita svæði stöðu jarðvangs að undangengnu vönduðu matsferli sem byggir á þessum undirbúningi. Koma að óskrifuðu blaði Aðeins eitt svæði hefur hlotið stöðu jarðvangs hér á landi. Það er Katla jarðvangur umhverfis Kötlu í Mýr- dalsjökli. Reykja- nes jarðvangur á Suðurnesjum bíður eftir svari frá UNESCO um sína stöðu. N i ð u r s t a ð a þeirrar umsókn- ar ætti að liggja fyrir snemma á næsta ári. Sögu jarðvangi (Saga Geopark) í Borg- arfirði er ætlað að ná yfir Reyk- holtsdal, Háls- aveit og Hvítár- síðu, norðaustur með Norðlinga- fljóti upp á Arnarvatnsheiði, yfir svæðin umhverfis Ok og Eiríksjökul auk norðvesturhluta Langjökuls. Alls eru þetta 2.270 ferkílómetrar sem búa yfir mikilli sögu og einstæðum náttúruminjum af ýmsu tagi. Edda Arinbjarnar í Húsafelli hefur nú í rúmlega eitt ár starfað sem verk- efnastjóri þessa. „Við vinnum baki brotnu að undirbúningi þess að sækja um vottun. Nú erum við að ganga frá útivistarskipulagi fyrir jarðvanginn; gera gönguleiðir, tína saman upplýs- ingar um merkar jarðminjar og skrifa um þær. Síðan er verið að spá í hvað eigi að merkja og þá hvernig. Það er líka verið að skoða reiðleiðir. Við höf- um mest verið að spá í gömlu leiðirn- ar og möguleika á að endurvekja þær. Síðan er heilmikill pakki með menn- ingar- og söguminjum. Þetta flétt- ast svo náttúrulega allt inn í göngu- leiðirnar. Allt svæði jarðvangsins er nánast eins og óskrifað blað. Á því eru engar merktar gönguleiðir í dag nema í kringum Reykholt og skóg- ræktina þar. Þetta er búið að vera afar skemmtileg vinna. Það er svo margt sem hefur komið í ljós sem maður bara vissi ekki,“ segir Edda. Afar fjölbreytilegt viðfangsefni Verkefnið hefur verið fjármagnað með styrkjum frá Vaxtarsamningi Vesturlands og Framkvæmdasjóði ferðamála. Að mörgu er að hyggja. Edda segir að jarðfræðingur hafi verið fenginn til að skrifa jarðfræði- skýrslu fyrir svæðið á ensku. Hún sé hugsuð til dreifingar og kynning- ar meðal sérfræðinga á alþjóða vett- vangi. Það á líka að skrifa íslenska út- gáfu sem verður léttari aflestrar. Hún er ætluð fyrir heimafólk hér á svæð- inu. „Þetta er þó ekki bara fræði- mennska. Það þarf líka að skoða ým- islegt af praktískum toga. Til viðbót- ar við göngu- og reiðleiðirnar sem ég nefndi, höfum við til dæmis verið að spá í útskotum á þjóðveginum. Þau gæti fólk notað til að stöðva bílana, stíga út, skoða útsýnið og taka mynd- ir. Það virðist líka vera mjög vinsælt að taka myndir af dýrum. Maður ekur varla orðið um Reykholtsdalinn án þess að keyra fram á ferðalang sem er önnum kafinn við að taka sjálfs- mynd af sér og einhverjum hesti sem hann hefur fundið úti í haga. Gott væri að geta leyst það svo vel sé svo fólk sé ekki að skapa hættu fyrir sjálft sig og aðra. Fólk kemst óvíða í náið samband við dýr eins og hér í land- búnaðarhéruðum uppsveita Borg- arfjarðar. Hér eru kindur, nautgrip- ir, hestar, geitur og hvaðeina. Þetta finnst ferðamönnum greinilega mjög spennandi,“ segir Edda og bros- ir við. „Þetta segir svolítið um hvað þessi vinna er fjölbreytt. Við erum að reyna að taka mið af samspili fólksins við umhverfið innan svæðisins.“ Stefnt að stofnun jarðvangs 2016 Í dag eru 111 jarðvangar vottað- ir af UNESCO. Þeir finnast í tæp- lega 40 löndum víða um heim. Edda segir að nú sé verið að skoða mögu- leika á að koma upp jarðvöngum á rúmlega 400 svæðum til viðbótar. Sjálf starfar Edda við ferðaþjónustu í Húsafelli. Undirbúningsvinnan fyrir Sögu jarðvang er sameiginlegt verk- efni þeirra sem starfa í þessum geira á öllu svæðinu. „Við sem erum í ferða- mennsku hér á svæðinu hittumst til skrafs og ráðagerða í vor leið. Það er svo fyrirhugað að við hittumst aftur fyrir jólin. Við störfum svo líka með fólki sem vinnur að listsköpun inn- nan svæðisins.“ Áætlað er að vinnu við undirbún- ing Sögu jarðvangs ljúki fyrir haust- ið 2015. Þá verður send inn umsókn til UNESCO um að svæðið hljóti stöðu jarðvangs. Það tekur ferli tek- ur heilt ár. „Fram að þeim tíma þurf- um við að starfa sem fullgildur jarð- vangur þó svo að viðurkenningin sé ekki komin frá UNESCO, að ýmsu leyti höfum við gert það sérstaklega með samstarfinu við Snorrastofu en á næsta ári spýtum við í lófana,“ seg- ir Edda Arinbjarnar. mþh Markvisst unnið að stofnun Sögu jarðvangs í Borgarfirði Edda Arinbjarnar ásamt dætrum sínum Matthildi og Ingi- björgu Þórðardætrum. Myndin var tekin á gönguferð um- hverfis Strút nú í sumar. Kort sem sýnir svæði Sögu jarðvangs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.