Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Kennir spænsku í eldhúsinu Rætt við Noemí Cubas Martín sem beitir nýstárlegum aðferðum við kennsluna Spænsku hjónin Noemí Cubas Martín og David Hidalgo Rodrígu- ez settust að í Borgarnesi í haust, ásamt tveimur ungum sonum sín- um. Fjölskyldan kemur uppruna- lega frá Spáni en nú starfa hjón- in bæði við kennslu í Borgarnesi, hann við grunnskólann en hún við Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem hún kennir ensku og spænsku. Noemí hefur gaman af því að kenna á hagnýtan hátt og er ófeimin við að nota óhefðbundnar aðferðir við að kenna nemendum sínum tungu- mál. Hún sagði blaðamanni Skessu- horns frá kennslu aðferðum sínum, starfi þeirra hjóna og hvers vegna þau ákváðu að flytja til Íslands. Vildu vera á besta stað í heimi Synir hjónanna, Hugo 6 ára og Héctor 3 ára, eru ástæðan fyrir því að þau ákváðu að flytja á milli landa. Þau vildu flytja með drengina í fjöl- skylduvænt land, þar sem gott væri að ala upp börn. Eftir að hafa skoð- að sig um og hugsað málið, tóku þau ákvörðun um að flytja til Íslands. „Við vildum vera á besta stað í heimi og okkur leist best á Ísland. Við höfð- um val um að kenna í allskyns einka- skólum í Suður - Ameríku en gátum ekki hugsað okkur að ala strákana upp þar. Hér er svo mikið frelsi. Allt er svo heilbrigt og okkur finnst mik- il uppbygging vera á Íslandi, landið er svo ungt.“ Hún segir að þau hafi ákveðið að flýta sér til Íslands áður en strákarnir yrðu of gamlir. „Við vildum flytja með þá á meðan þeir voru enn ungir, því það er erfiðara fyrir börn að aðlagast nýrri menn- ingu og nýju tungumáli eftir því sem þau verða eldri.“ Fjölskyldan flutti til Íslands í fyrra og bjó fyrsta árið í Reykjavík, áður en hún flutt- ist til Borgarness. „Við vildum frek- ar búa í litlu bæjarfélagi. Við bjugg- um í litlum bæ á Spáni í tvö ár og okkur líkaði það mjög vel. Mennta- skóli Borgarfjarðar bauð upp á þetta starf og mér þótti það heillandi. Da- vid hafði kost á sérkennslustarfi í Reykjavík en ákvað frekar að kenna við grunnskólann hér, ásamt því að hann þjálfar fótbolta.“ Eldri son- urinn Hugo er í Grunnskólanum í Borgarnesi og gengur vel en Héc- tor er í leikskóla. „Hugo gengur vel að læra íslenskuna. En þetta er erf- iðara fyrir þann yngri. Hann á erfið- ara með samskiptin í leikskólanum. Hann talar óvenju góða spænsku miðað við aldur en er í smá vand- ræðum með íslenskuna og á því erf- itt með að tala við jafnaldra sína,“ útskýrir Noemí. Hún segir drengina þó báða hafa eignast vini í Borgar- nesi sem þeir leiki reglulega við. Ráku sumarskóla á Spáni Noemí og David eru bæði vel menntuð. Þau hafa doktorsgráðu í sögu en auk þess eru þau með mast- ersgráðu í aðferðafræði sagnfræði- legra rannsókna og David er einn- ig með mastersgráðu í Suður - Am- erískum fræðum og er að byrja í meistaranámi í sérkennslu við Há- skóla Íslands í janúar. „Við höfum bæði gefið út greinar í sagnfræði, fornleifafræði og almennri mennt- un auk tveggja bóka. Við höfum einnig kennt og haldið fyrirlestra í fjölda háskóla í Portúgal og á Spáni. Við sáum einnig um rekst- ur sumarskóla í tvö ár, þar sem við skipulögðum það nám sem boðið var upp á. Þetta var í litlum bæ við landamæri Portúgals og Spánar og var mjög skemmtilegt og áhugavert verkefni. Þarna var ýmislegt kennt, svo sem fornleifafræði og saga,“ út- skýrir Noemí en afrakstur þessara námskeiða var gefinn út í tveim- ur bókum. Hún segir að erfitt sé að komast inn í kerfið hér á landi, þegar íslenskukunnáttuna vantar. „Það er erfitt að koma hingað með doktorsgráðu og kunna enga ís- lensku. En við erum að læra. David er á íslensku námskeiði núna og ég fer eftir áramót. Fram að því kenn- ir Hugo mér íslensku,“ segir hún og brosir. Hún segir að þau langi að halda rannsóknarvinnu sinni er- lendis áfram, þrátt fyrir að vera bú- sett hér. „Við hefðum þurft meiri tíma í það en getum nýtt tímann aðeins á sumrin. Við náum nefni- lega einum mánuði í vinnu úti því sumarfríin hér eru ekki á sama tíma og á Spáni. Hafa ferðast víða Hjónin hafa bæði ferðast mik- ið. Ferðalögin hafa aðallega ver- ið tengd rannsóknum þeirra í Evr- ópu og Suður - Ameríku en Noemí hefur auk þess bæði búið í Englandi og Portúgal, þar sem hún vann að lokaverkefni sínu sem fjallaði um samanburðarrannsóknir á 16. öld. Hún segist enn fá boð um að mæta á ráðstefnur erlendis, svo sem á Ít- alíu og Spáni og því muni hún halda áfram að ferðast í því skyni. „Við höfum líka ferðast hér á Ís- landi. Við höfum farið hringveginn tvisvar en okkur langar að sjá meira af landinu, svo sem Vestfirðina. Ís- land er ótrúlega fallegt land og ég hef verið alveg heilluð af sumum stöðum. Vestmannaeyjar, Mývatn, Borgarfjörður eystri og Stykkis- hólmur eru til dæmis alveg stór- kostlegir staðir.“ Læra á óhefð- bundinn hátt Noemí er þekkt fyrir að fara óhefð- bundnar leiðir í tungumálakennsl- unni. Hún kýs að kenna nemendum á hagnýtan hátt og gefa þeim þann- ig tækifæri til að læra tungumál- in með öðrum aðferðum en marg- ir nota. „Það getur verið erfitt fyrir unglinga að einbeita sér að bóklegu námi. Ég vildi því frekar gefa þeim tækifæri til að læra með öðrum hætti. Ég vil ekki fylgja bókunum alveg, enda finnst mér þær oft ekki nógu góðar,“ útskýrir hún. Nem- endur hennar í ensku og spænsku fá því tækifæri til að fara með henni í gönguferðir, horfa á kvikmynd- ir, fara í leiki og kynnast spænskri eldamennsku. „Enskunámið skipt- ist í nokkra hluta. Krakkarnir þurfa að æfa sig í töluðu máli og því héld- um við leikhúshátíð í síðustu viku, þar sem þau settu upp leikrit á ensku og fengu þannig æfingu í því að tala ensku. Til að þjálfa hlustun horfum við á kvikmyndir og ræð- um svo myndirnar eftir á. Þau fá að kjósa um hvaða myndir við horfum á,“ útskýrir hún. Hún bætir því við að þá þurfi nemendur hennar einn- ig að læra að lesa og skrifa á ensku. „Ég læt þau fá lestrarprógramm þar sem þau lesa styttri texta og við erum með lesstundir í tímun- um. Sumir eru með lesblindu og við höfum sér úrræði fyrir þá. Til að æfa enska ritun fá þau að skrifa blogg og dagbækur,“ segir hún. Kennir spænsku í gegnum matreiðslu Í spænskukennslunni notar Noemí enn óhefðbundnari aðferðir. Þeg- ar námsefnið gaf tilefni datt henni í hug að fara með spænskuhópinn í skólaeldhúsið og kenna nemend- unum að elda spænskan mat. Til- gangurinn var þó ekki að kenna þeim matreiðslu, heldur notar hún matreiðsluna til að kenna þeim orðaforða varðandi eldhús, elda- mennsku og matvæli. „Mamma mín var kokkur í tíu ár og ég lærði mikið af henni. Eins hef ég sjálf starfað á veitingastöðum og þekki næringar- fræði ágætlega. Það er mikilvægt að læra tungumálið þannig að þú lær- ir orðin á raunverulegan hátt, með því að tala spænsku. Í eldhúsinu elda þau sjálf, á meðan ég leiðbeini. Við réttum hvort öðru til dæm- is hluti og ég bíð róleg þar til þau skilja mig,“ útskýrir hún. Nú þegar hefur hópurinn eldað með henni í tvígang. Í fyrra skiptið elduðu þau spænska tapas rétti. Í þar síðustu viku elduðu þau svo fyrir alla nem- endur og starfsfólk skólans. „Þau styðjast við uppskriftir á spænsku. Þau elduðu rétt sem heitir Lentejas con arroz y chorizo og er spænskur pottréttur með linsubaunum, kjöti og hrísgrjónum. Í eftirrétt var hefð- bundinn spænskur eggjabúðingur með karamellu. Þetta gekk vel hjá þeim og maturinn heppnaðist vel,“ segir Noemí sem hyggst endurtaka kennslu í eldhúsinu á önninni. Finnst Íslendingar lokaðir Noemí segir að til að læra nýtt tungumál þurfi að læra meira en málfræði og orð. Hún legg- ur áherslu á að nemendur sínir skilji mismunandi menningu þeirra þjóða sem tala tungumálið. „Ég hef því kennt þeim um sex spænsku- mælandi lönd, þar sem þau þurftu að læra muninn á milli landanna. Fyrir mér snýst þetta um að opna glugga frá Íslandi og út í heim- inn, þar sem þau sjá mismunandi menningu landanna.“ Hún segir að einnig sé mikilvægt að krakkarn- ir tileinki sér að skrifa í glósubæk- ur. „Nú til dags kann fólk á þess- um aldri varla að skrifa með hönd- unum. Þau nota tölvurnar meira og minna við allt og þeim vantar þjálfun við að skrifa með penna. Ég læt þau nota hendurnar og skrifa í spænskunni. Þar eiga þau að taka glósur. Þegar við förum út að labba eða erum að elda, þá taka þau nið- ur glósur og skrifa orðin á spænsku. Þau gætu viljað læra meiri spænsku seinna meir og þá vilja þau kannski fletta upp í þessum bókum,“ segir hún og brosir. Nemendur Noemí starfa ýmist í hópum eða vinna einstaklingsverkefni. Henni þykir mikilvægt að þau vinni í hópum og reynir að gera sitt besta til að hjálpa þeim við að byggja upp sambönd og tengsl sín á milli. „Ég reyni því að fylgjast með nemendum mín- um, líka utan kennslustunda, og hvet þau til þess að eiga samskipti og brosa meira. Ég kem úr opnu samfélagi þar sem fólk talar mik- Noemí Cubas Martín er ófeimin við að nota óhefðbundnar aðferðir við tungumálakennslu. Fjölskyldan flutti til Íslands í fyrra. Hjónin telja að hvergi sé betra að ala upp börn. Ljósm. úr einkasafni. Noemí ásamt spænskunemendum sínum í MB, eftir að hafa eldað spænska smá- rétti. Ljósm. MB

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.