Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Ilm- og snyrtivörur fyrir dömur og herra Ilmandi gjafapakkningar Maskaraöskjur Mörg girnileg jólatilboð þar sem þú borgar fyrir ilminn, kremið eða snyrtivöruna og færð flotta kaupauka með, sem afhent er í tösku eða öskjuHerrafatnaður Jakkaföt, nokkur snið Stakir jakkar, nokkur snið Buxur, peysur & skyrtur Náttföt & sloppar Húfur & sixpenserar Hanskar & skór JBS & Cristiano Ronaldo skyrtur, nærföt & sokkar Skinn Fallegar og vandaðar íslenskar vörur sem unnar eru úr ekta refa-, úlfa- og kanínuskinnum. Skinnkragar – Skinnreflar - Skinnhúfur Skinnvesti - Mokkahanskar Leðurhanskar & lúffur Dömufatnaður Kjólar & mussur Bolir & toppar Buxur & pils Jakkar & yfirhafnir Náttföt & sloppar Skart Leðurtöskur og hanskar margar gerðir Opið frá 18. des kl. 10:00-22:00 Þorláksmessu kl. 10:00-23:00 Aðfangadag kl. 10:00-12:00 S K E S S U H O R N 2 01 4 Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Minnum á flottu gjafabréfin Þú finnur okkur á Facebook Seinni umræða um fjárhagsáætl- un Borgarbyggðar fyrir árið 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2018 fór fram á fundi sveitarstjórnar sl. mánudag. Í fjárhagsáætluninni er m.a. gert ráð fyrir að 102 milljónum verði varið til framkvæmda og fjár- festinga. Lagðar eru til hækkanir á fasteignaskatti úr 0,36% í 0,49% á íbúðarhúsnæði og atvinnuhús- næði úr 1,5% í 1,65%. Gjaldskrá leikskóla verður óbreytt. Fjárhags- áætlunin var samþykkt með sex at- kvæðum, þrír sátu hjá en tillögur um gjaldskrárbreytingar voru sam- þykktar af öllum fulltrúum í sveit- arstjórn. Í tilkynningu frá meirihluta sveit- arstjórnar, sem skipaður er fulltrú- um Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, segir að sveitarfélagið standi frammi fyrir miklum launa- hækkunum og kröfu um rekstrar- jafnvægi vegna halla í rekstri frá árinu 2013. Fjárhagsáætlunin er lögð fram með 4,5 miljóna króna afgangi af rekstri. Rekstrarjafnvægi næst ekki á þriggja ára grunni eins og sveitarstjórnarlög gera ráð fyr- ir. Eftirlitsnefnd um fjármál sveit- arfélagaverði verði gert kunnugt um þá stöðu. Þegar sé hafin vinna við að greina hagræðingarmögu- leika í rekstri og haldi sú vinna áfram á árinu 2015. „Árangur hef- ur náðst varðandi lækkun skulda á undanförnum árum og verð- ur það haft að leiðarljósi áfram að halda skuldaviðmiði Borgarbyggð- ar vel undir 150% markinu. Sam- staða hefur verið í sveitarstjórn, í vinnu við fjárhagsáætlun, um að standa vörð um grunnþjónustuna og halda áfram að bjóða uppá góða þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Þrátt fyrir hagræðingu og aðhald í rekstri Borgarbyggðar er bjart yfir samfélaginu. Mörg atvinnutengd verkefni eru í farvatninu í héraðinu og næsta nágrenni. Því þarf að vera eitt af höfuðverkefnum sveitar- stjórnar að skapa áfram þá umgjörð í þjónustu sinni að áfram sé Borg- arbyggð eftirsóttur búsetukostur fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, seg- ir m.a. í tilkynningunni frá meiri- hlutanum í sveitarstjórn. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að framlegð frá rekstri verði 11,2% og veltufé frá rekstri er áætlað 7,9%. Samkvæmt áætlun- inni er gert ráð fyrir að afborganir skulda verði 223 milljónir á næsta ári og gert ráð fyrir 90 milljónum króna í nýja lántöku, skuldir lækka því sem nemur 133 milljónum króna. Varðandi framkvæmdir eru áætlaðar endurbætur á skólahús- næði í Borgarnesi og unnið verð- ur að undirbúningi þess verkefnis á árinu, auk þess sem leysa þarf hús- næðisþörf leikskólans Hnoðrabóls. Í umræddri tilkyninningu segja fulltrúar meirihluta sveitarstjórn- ar að starfsmenn Borgarbyggðar eigi þakkir skildar fyrir þá miklu vinnu sem liggur í framlagðri fjár- hagsáætlun. „Við þökkum sveit- arstjórn allri fyrir gott samstarf,“ segir meirihlutinn. þá Þrjár kindur fundust inni í Skeggja- dal í Hvammssveit í Dölum síðast- liðinn mánudag. Á fréttasíðunni budardalur.is skrifar Sigurður Sig- urbjörnsson um björgun kindanna: „Það var Halldór bóndi í Rauð- barðaholti á Fellsströnd sem sá til kindanna. Úr varð að nágrannarn- ir Hjalti Kristjánsson bóndi í Hól- um og Jón Egill Jóhannsson bóndi á Skerðingsstöðum í Hvammssveit fóru á vélsleðum til þess að sækja kindurnar. Um var að ræða tví- lembu í eigu Hjalta bónda í Hól- um en kindin og lömb hennar voru komin lengst inn í Skeggjadal sem fyrr segir, nánast upp undir Skeg- göxl sem er 815m á hæð. Kindurn- ar voru nokkuð vel á sig komnar en þó nokkuð þungar af klaka og snjó enda búnar að vera úti í hríðarveðr- inu undanfarið. Meðfylgjandi ljós- mynd tóku Jón Egill og Bjargey, bændur á Skerðingsstöðum.“ mm Kindurnar þrjár uppi á fjalli. Ljósm. Jón Egill og Bjargey. Þrjár kindur sóttar á Skeggjadal Erfitt að ná jafnvægi í fjárhags­ áætlun Borgarbyggðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.