Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 ins á Kirkjubraut 40, en sá samningur rennur út í árslok 2015. Húsið er orðið of lítið fyrir starfsemina, enda eru félagsmenn um 650. Skrifað var undir kaupsamning á húsinu 26. mars. Hætt við áform um sameiningu háskóla Ekkert varð af áformum um sameiningu Landbúnaðarhá- skóla Íslands og Háskóla Íslands, en menntamálaráðherra tók ákvörðun þar um í mars. Unnið hafði verið að því um nokk- urra mánaða skeið að LbhÍ yrði hluti af HÍ og í þeim breyting- um áttu að felast auknir fjármunir inn í rekstur starfseminnar til að efla hana og styrkja, sérstaklega á Hvanneyri og Reykj- um. Stefnubreytingin þýðir að LbhÍ verður áfram sjálfstæður skóli. Rektor skólans, Ágúst Sigurðsson, lýsti yfir vonbrigð- um sínum en sveitarstjóri Borgarbyggðar, Páll S. Brynjarsson, taldi um áfangasigur að ræða fyrir heimamenn. Þess má geta að þeir eru nú báðir horfnir til annarra starfa, Ágúst er sveit- arstjóri Rangárþings ytra en Páll var ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. LbhÍ hefur verið í tölu- verðum fjárhagserfiðleikum undanfarin ár og þurfti að grípa til aðgerða í starfsmannamálum. Undir lok árs fékk skólinn 55 milljón króna aukafjárveitingu, en enn er óvíst hvað verð- ur um sameiningaráform því þrátt fyrir tilkynninguna í maí stendur vilji menntamálaráðherra enn til sameiningar. Stærstu manngerðu ísgöng í heimi Framkvæmdir við gerð ísganga fyrir ferðamenn hófust í Langjökli í mars. Undirbúningur hef- ur staðið yfir í fjögur ár en fullgerð verða göngin einn stærsti manngerði ís- hellir í heimi. Göngin eru hátt á jöklinum og öflug- ir jöklabílar nýttir til að flytja gestina upp frá jök- ulrönd. Samið var við Byggingarfélagið Balta ehf. um vinnu við gerð ganganna en tæknimenn á vegum verkfræðistof- unnar EFLU hafa um- sjón með framkvæmdina. Til stendur að útbúa magnaða sýn- ingu fyrir innlenda og erlenda ferðamenn í ísgöngunum og er markmiðið að þarna verði stærstu manngerðu íshellar í heimi og verða herlegheitin opnuð fyrir ferðamönnum næsta sumar. Í október grófu verktakar þvert á stóra sprungu í jöklinum og eins og sjá má á myndinni er mannskepnan agnarsmá í miðju sjónarspili náttúrunnar. Fyrsti svæðisgarðurinn á Íslandi Sameiginleg sýn um auðlindir og þróun Snæfellsness var fest í sessi þegar samstarfssáttmáli um stofnun og rekstur Svæð- isgarðsins Snæfellsness var undirritaður 4. apríl. Um fyrsta svæðisgarðinn á Íslandi er að ræða, en að stofnun hans standa sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, félagasamtök í atvinnu- lífi; búnaðarfélög, ferðamálasamtök, félag smábátaeigenda og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu. Svæðisgarðurinn er framtak heimamanna og voru lögð drög að honum fyrir um tveimur árum. Afrakstur er samningur sem byggður er á langtímasýn og vilja til varanlegs samstarfs, en samstarfsaðil- ar gera sér far um að nýta sérstöðu Snæfellsness við uppbygg- ingu fjölbreyttara og styrkara atvinnulífs og þjónustu. HB Grandi í Kauphöll Um 27% af útgefnum hlutum í HB Granda voruð boðin út í apríl og skilaði það um 23 milljörðum króna. Félagið var í kjölfarið skráð í Kauphöll Íslands, en miðað við útboðið nem- ur virði allra hluta í félaginu um 50 milljörðum króna. Alls óskuðu um 3.000 fjárfestar eftir kaupum á hlutabréfum í HB Granda, en seljendur voru Arion banki hf., Vogun hf. og Fisk- veiðahlutafélagið Venus hf. Strandveiðar minnkuðu til muna Mun færri bátar hófu strandveiðar í ár en í fyrra og hefur bát- um farið fækkandi með hverju ári frá því veiðarnar hófust árið 2012. Alls sóttu 169 um leyfi frá svæði A í ár, en á því svæði má búast við að flestir geri út frá Snæfellsnesi. Þá sóttu 74 um á svæði D, en það nær frá Höfn, suður um og til og með Borg- arbyggð. Alls sóttu 350 um strandveiðileyfi á landinu öllu, í fyrra voru þeir 462, en árið 2012 sóttu 757 bátar um leyfi. Minni ásókn í strandveiðileyfi nú gæti helgast af því að marg- ir hugðust frekar gera út á makrílveiðar. Þá gengu strandveið- arnar fremur illa í fyrrasumar og kann það að hafa fælt menn frá veiðunum. Veiðarnar í ár gengu ágætlega, þó enn ríki óánægja hjá sjómönnum um misskiptingu kvóta eftir svæðum, að meiri kvóta ætti að úthluta á svæði A. Sólarhringsvakt hjá lögreglunni að nýju Mánudaginn 12. maí hófst sólarhringsvakt að nýju hjá lög- reglunni á Akranesi, en rúm þrjú ár voru þá liðin síðan hætta þurfti sólarhringsvakt hjá embættinu sökum skertra fjárveit- inga. Innanríkisráðherra veitti 500 milljónum króna til efling- ar lögregluembætta fyrr á árinu. „Nú teljum við okkur geta eflt lögregluna að nýju með fjölgun lögreglumanna sem ekki síst verður til þess að minnka álagið á mannskapnum,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir, sýslumaður á Akranesi, í sam- tali við Skessuhorn í tilefni af breytingunum. Undir árslok var tekin ákvörðun um hvar lögreglustjóri Vesturlands verði eft- ir að breytingar tóku gildi um umdæmi lögreglustjóraemb- ætta og sýslumanna. Eftir áramót verður sýslumaður Vestur- lands með aðsetur í Stykkishólmi en lögreglustjóri Vestur- lands verður í Borgarnesi. Atvinnuleikhús í Rifi Kári Viðarsson, leikari og leikhússtjóri, festi kaup á Frystiklef- anum gamla í Rifi, en þar hefur hann sett upp ýmsar leiksýn- ingar undanfarin ár. Miklar endurbætur voru gerðar á hús- inu, en þar er nú rekið menningarmiðstöð og farfuglaheimili. Með kaupunum færist Frystiklefinn frá því að setja upp eina atvinnuleiksýningu á ári yfir í tvær og jafnvel þrjár auk fjölda annarra viðburða. Húsnæðið sem um ræðir er 600 fermetr- ar og inniheldur nú meðal annars fyrirtaks farfuglaaðstöðu og þrjá sýningarsali. Þar á meðal stóran tónleikasal sem getur rúmað allt að 500 áhorfendur. Tvö frumkvöðlasetur á sama degi Svo skemmtilega vildi til að tvö frumkvöðlasetur, Hugheimar og Matarsmiðjan, opnuðu sama dag, 7. maí, í Borgarnesi. Hugheimar, frumkvöðla- og nýsköpunarsetur, er til húsa í Borgarbraut 8 í fyrrum skrifstofurými Vesturlandsskrifstofu um málefni fatlaðra. Þar verður úthlutað skrifstofurýmum fyrir frumkvöðla gegn vægri leigu til að þeir geti stigið sín fyrstu skref frá þróun viðskiptahugmyndar til framkvæmdar. Matarsmiðjan er einnig frumkvöðlasetur en einungis hugsað fyrir þá sem vilja þróa vinnslu matvæla við vottaðar aðstæð- ur. Báðum er þessum frumkvöðlasetrum ætlað að skapa dríf- andi umhverfi fyrir framþróun hugmynda og örva nýsköpun á Vesturlandi. Snæfellsjökull í kvöldsólinni Snæfellsjökull er eitt helsta tákn Vesturlands og hann var tign- arlegur á að líta í kvöldsólinni í byrjun mars. Þá tók Borg- nesingurinn Ólafur Ingi Ólafsson þessa mynd af jöklinum, en myndin er tekin frá Grafarvogi. Lúkasar um allt Hjartahnoðtækið Lúkas kom í hús hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal í maí. Sjúkraflutningamenn stofnun- arinnar höfðu staðið fyrir söfnun á tækinu, ásamt Lionsklúbbi Búðardals. Söfnunin tókst með eindæmum vel og gaf kvenfé- lagið Fjólan t.a.m. 1,5 milljón króna til kaupanna, ásamt því að Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.