Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 50

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 kærumála sem upp komu. Bugavirkjun getur framleitt 40 kílóvött af rafmagni. Sú orka á að nægja til lýsingar og rekst- urs á bæjunum á Leirárgörðum. Umframorka verður seld inn á kerfi Rarik og bæirnir á Leirárgörðum fá orku miðlað um netið í báðar áttir verði truflanir á framleiðslu Bugavirkjunar. Með aflsetningu á Bugavirkjun er að baki margra ára barátta bændanna á Eystri- og Vestari-Leirárgörðum og segir Magn- ús Hannesson á Eystri-Leirárgörðum að ótrúlegan fjölda leyfa þurfi til að byggja jafn litla vatnsaflsvirkjun og Bugavirkjun er. Já, eftirlitsiðnaðurinn stendur fyrir sínu! Tré ársins, baldursbrá og brandugla Branduglan er einkennisfugl Vesturlands, en hún varð hlut- skörpust í vali aðstandenda sveitamarkaðarins Ljómalind- ar í Borgarnesi. Þá var baldursbrá valin einkennisblóm Vest- urlands. Aðstandendur sveitamarkaðarins ráðfærðu sig við Markaðsstofu Vesturlands og Náttúrustofu Vesturlands áður en fólki gafst færi á að taka þátt í valinu. Þá útnefndi Skóg- ræktarfélag Íslands Tré ársins í september og varð evrópulerki í skógarlundi skammt norðvestan við bæjarhúsin á Arnarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði fyrir valinu. Talið er að tréð sé 105 ára, gróðursett fyrir tilstilli Sigurðar Þórðarsonar sýslu- manns árið 1909. Kirkjufell á lista yfir fallegustu fjöll jarðar Kirkjufell við Grundarfjörð komst á lista vefsíðunnar Mas- hable yfir fallegustu fjöll á jörðinni. Á listanum eru 17 fjöll sem þeir á vefsíðunni telja að séu þau fallegustu. Ekki er gert upp á milli fjallanna á listanum en þar má einnig finna fræg fjöll eins og Ben Nevis í Skotlandi, Sugar Loaf Mountain í Brasilíu og Mont Blanc í Frakklandi. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að umgengni í kringum Kirkjufell væri ábótavant. Fjallið er orðið svo frægt að náttúruunnendur og ljósmyndarar þyrpast að því, þannig að graslendið í kringum Kirkjufellsfoss lá und- ir skemmdum af ágangi. Í ágúst hófust síðan framkvæmdir við bílastæði við fossinn. Hótel Glymur fékk Óskarinn í ferðaþjónustu Hótel Glymur í Hvalfirði fékk 2. ágúst verðlaun í flokki lít- illa nýmóðins hótela í Evrópu, en það er World Travel Awards sem hefur síðastliðið 21 ár staðið fyrir þessum verðlaunaveit- ingum. World Travel Awards kallast Óskarinn í ferðaþjón- ustu og er fremsta viðurkenning sem ferðaþjónustufyrirtækj- um getur hlotnast. Hótel Glymur hlaut verðlaunin í flokki lít- illa nýmóðins hótela, eða „Iceland’s Leading Boutique Hot- el,“ eins og það er kallað á ensku. Þriggja fasa rafmagn Dreifikerfi Rarik í Borgarfirði og Dölum var endurnýj- að í sumar og lauk framkvæmdum í ágúst í Miðdölum. Til verkefnisins var varið vel á annað hundrað milljónum króna. Lagður var jarðstrengur í stað loftlína á þessum svæðum og um leið kemur þriggja fasa rafmagn í stað eins fasa og fagna bændur því að fá þrjá fasana til reksturs tækja og búnaðar á búum sínum. Ferjurúta frá Brjánslæk Fyrstu áætlanaferðir nýrrar ferjurútu voru farnar í ágúst, en ætlunin er að þær standi allt árið. Það er Ferðaþjónusta Vest- fjarða ehf. á Patreksfirði sem sér um aksturinn og verður leið- in tvískipt; annars vegar milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar og hins vegar milli Ísafjarðar og Brjánslækjar. Fyrirtækið mun sinna verkefninu í samstarfi við Vestfjarðaleið ehf. og Sæferð- ir hf. í Stykkishólmi, enda um að ræða tengingu allt árið við ferðir flóabátsins Baldurs. Engar almenningssamgöngur voru í sumar milli Ísafjarðar og Brjánslækjar-Patreksfjarðar og því var þessum tíðindum tekið sérstaklega fagnandi. Geitur söfnuðu 11 milljónum Söfnun til stuðnings geitunum á Háafelli í Hvítársíðu gekk vonum framar, en alls söfnuðust 92.477 dollara í gegnum síð- una indiegogo.com. Rekstur geitabúsins á Háafelli stóð illa og stefndi í gjaldþrot 18. september og því var söfnuninni hrint af stað. Markmiðið var að safna 90.000 dollurum, en það náðist og gott betur 8. september. Einkum voru það er- lendir velunnarar geitanna sem lögðu söfnuninni lið, en geit- urnar komu m.a. við sögu í þáttaröðinni Game of Thrones. Undir þeim formerkjum var söfnunin kynnt og lögðu margir sjónvarpsstjörnunum ferfættu lið. Plastpokar kvaddir í Hólminum Plastpokakveðjudagur var haldinn í september þegar Stykk- ishólmur hóf tilraun til að verða fyrsta burðarplastpokalausa sveitarfélagið á Íslandi. Umhverfishópur Stykkishólms fékk í ársbyrjun styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að ráðast í verkefnið, en Theódóra Matthíasdóttir er starfsmað- ur verkefnisstjórnar. Í árslok verður gefin út greinargerð um framvindu og árangurs verkefnisins, en til þess er stofnað í samvinnu við fjölda aðila. Bæjarbúum voru kynntar mismun- andi gerðir af pokum; maíspokum, bréfpokum og fleiri um- hverfisvænum pokum, auk þess sem sorpflokkun og nýjung- ar þar að lútandi voru kynntar. Ef allt gengur upp geta íbúar Stykkishólms ekki kyrjað með Megasi: „Ég er plastpokamað- ur og plastpoka syng ég blús.“ Reykhólahreppur tekur við Flateyjarhöfn Viðræður hófust um að Reykhólahreppur tæki við Flateyjar- höfn, en stækkun og viðhald smábátahafnarinnar þar er orð- in aðkallandi. Aðsóknin út í eyjuna eykst með ári hverju og smábátum við bryggjuna hefur einnig farið fjölgandi. Fyr- ir nokkrum árum var ráðist í hönnun mannvirkisins, en ekki fékkst fjárveiting til að ljúka þeirri vinnu. Vegagerðin sendi Reykhólahreppi fyrirspurn um hvernig best væri að flytja höfnina til sveitarfélagsins á sem bestan hátt. Með því hættir hún að vera ferjuhöfn á vegum Vegagerðarinnar. Til að hægt sé að sækja um styrki til framkvæmda þarf að fara í skipulags- vinnu á höfninni. Landbúnaðarsafn í Halldórsfjós Landbúnaðarsafn Íslands var opnað fyrir gestum og gang- andi 2. október, en safnið er í Halldórsfjósi á Hvanneyri. Hið myndarlega fjós var byggt árið 1928 yfir 70 kýr á básum á skólastaðnum á Hvanneyri. Ákveðið var fyrir nokkrum árum að fjósið mundi hýsa safnið og hefur gríðarlega mikið verk verið unnið í því síðan. Safnið var til húsa í Gamla bútækni- húsinu og lögðu margir gjörva hönd á plóg til að færa plóga Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.