Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 60

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Við tölum oft um áhrifamenn í þjóðfélaginu. Gjarnan eru það stjórnmálamenn hvort sem er á hinu háa Alþingi eða í sveitarstjórn- um. Reyndar líka einstaka verka- lýðsforingi eða jafnréttisfrömuð- ur. Rithöfundar hafa varla ver- ið nefndir til áhrifamanna, jafnvel ekki Nóbels skáldið sjálft. Um þess- ar mundir fagnar að minnsta kosti einn rithöfundur landsins stóraf- mæli. Það er Ólafsvíkingurinn Þor- grímur Þráinsson sem er núna að senda frá sér tvær bækur, unglinga- bókina Hjálp og barnabókina um Núa og Níu sem er skrifuð út frá myndum Línu Rutar Wilberg. Þor- grímur hefur átt velgengni að fagna sem unglinga- og barnabókahöf- undur og reyndar einnig í störfum sínum. Bækurnar hans eru orðnar 28. Þorgrímur hefur lagt sig eftir að skrifa fyrir þann aldurshóp sem fáir eru að skrifa fyrir, frá ferming- araldrinum og upp að fullorðinsár- unum. Þorgrímur er gömul fótbolta- hetja úr Víkingi Ólafsvík og Val. Hann er líka þekktur fyrir störf sín fyrir unglinga og að lýðheilsumál- um. Í hugum margra er hann án efa tákngervingur um það jákvæða og heilbrigða. Þorgrímur hefur á tím- um verið umtalaður jafnvel um- deildur, ekki síst á því árabili sem hann var framkvæmdastjóri Tób- aksvarnarráðs, 1996-2004. Örugg- lega hefur enginn maður haft jafn mikil áhrif á tóbaksvenjur Íslend- inga og Þorgrímur Þráinsson. Hann var einn þeirra sem m.a. kom því í gegn að reykingar voru aflagð- ar á veitingahúsum í landinu. „Það er ennþá þannig að ef ég mæti fólki sem er að reykja þá ber það við að setja vindlinginn fyrir aftan bak,“ segir Þorgrímur og hlær. Þorgrím- ur Þráinsson er einn af áhrifamönn- unum í þjóðfélaginu. Feiminn og faldi sig Þorgrímur hefur að undanförnu verið á ferðinni að kynna nýju bæk- urnar sínar. Meðal annars kom hann á Akranes fyrir skömmu, á bókakynningu sem haldinn var í Bókasafni Akraness á menningar- hátíðinni Vökudögum. Blaðamað- ur Skessuhorns mælti sér þá mót við hann í viðtal í jólablaðið. Þegar við hófum að ræða um upp- runann kom í ljós að fyrstu ár æv- innar átti Þorgrímur heima í Vest- urbænum í Reykjavík, í KR-hverf- inu. Foreldrar hans eru Þráinn Þor- valdsson múrarameistari og Soffía Margrét Þorgrímsdóttir kennari. „Við fluttum svo í Kópavoginn og þar átti ég heima til tíu ára ald- urs. Þá var það sem við fluttum til Ólafsvíkur og ég lít alltaf á mig sem Ólsara og verð það alltaf. Bernsku- árin voru dásamleg og í minning- unni samfelldur leikur. Í Kópavogi minnist ég stórfiskaleikja, brennó og fótbolta. Á sumrin var ég svo í sveit hjá afa og ömmu á Staðarstað, séra Þorgrími og Áslaugu. Ég man að ég var mjög feiminn fyrst eftir að við fluttum til Ólafsvíkur. Þeg- ar fyrsti strákurinn kom að spyrja eftir mér faldi ég mig inni í skáp. Minningarnar frá bernsku- og ung- lingsárunum þar voru fótbolti, fjöll, skóli, frelsi og fiskvinnsla. Við vin- irnir vorum yfirleitt í fótbolta langt fram yfir sólsetur.“ Besti skólinn Einna minnisstæðast finnst Þor- grími þó frá Ólafsvíkurárunum vertíðarstemningin sem þar mynd- aðist. „Þá tíðkaðist eins og sjálfsagt í fleiri sjávarþorpum að það lögðust allir á eitt með að bjarga verðmæt- um þegar landburður var af fiski. Skólanum var lokað. Við krakkarn- ir unnum frá átta á morgnana og fram undir miðnættið. Í dag myndi þetta kallast barnaþrælkun. Á þessu lærði ég, ásamt öðrum, að hafa fyrir hlutunum. Svei mér þá ef þetta var ekki einn besti skólinn sem ég hef fengið í lífinu,“ segir Þorgrímur. En það voru fleiri íþróttir en fót- bolti í Ólafsvík. Frjálsíþróttastarf- ið var öflugt á þessum árum, með leiðtogana Kristófer Jónasson og Gylfa Magnússon. „Ég æfði spjót- kast og spretthlaup. Barnablaðið Æskan og Frjálsíþróttasamband Ís- lands stóðu fyrir þríþrautarkeppni. Ég sigraði í mínum landsfjórðungi í 60 m hlaupi og var sendur einn til Reykjavíkur því úrslitakeppn- in fór fram á gamla Melavellinum. Þar varð ég í öðru sæti í 60 metra hlaupi í undanúrslitum en einhver góðhjartaður bauðst til að lána mér gaddaskó fyrir úrslitahlaupið sem skilaði mér gullinu. Mér þótti mest spennandi að heyra nafnið mitt les- ið upp í útvarpinu.“ Komu sjálfum sér á óvart í 3. flokki Fótboltinn varð svo aðalíþrótt- in hjá Þorgrími þótt hann tæki svo seinna fram spjótið, sumarið 1988 þegar hann varð bikarmeistari með FH. „Við vorum með allsterka ár- ganga í fótboltanum í Ólafsvík. Í 3. flokki komust við í úrslitakeppn- ina í Reykjavík og byrjuðum á því að spila við Þór frá Akureyri. Við bjuggumst frekar við að tapa og fara heim að leik loknum. Með því að vinna Þórsara komum við svo sjálf- um okkur á óvart, einnig tvo næstu leiki og að komast alla leið í úrslita- leikinn. Þar mættum við gríðar- sterku liði Breiðabliks og töpuðum 4:0. Við vorum mjög stoltir af þess- um árangri. Ferðin til Reykjavíkur lifir vel í minningu okkar allra.“ Komst varla á bekkinn fyrsta sumarið Þorgrímur byrjaði að spila með meistaraflokki Víkings strax og hann hafði aldur til, sautján ára gamall. Þrjú sumur spilaði hann með Víkingi. Þar á meðal lék hann með liðinu sem keppti fyrir HSH á landsmóti UMFÍ á Selfossi 1978 og sigraði þar Keflvíkinga í undanúr- slitaleik. „Þegar ég ákvað að reyna fyrir mér hjá Val töldu félagar mín- ir það brjálæði. Kannski ekki að undra þar sem þá voru landsliðs- menn í flestum stöðum í liðinu. Fyrsta sumarið mitt með Val, 1979, var líka mjög strembið. Við vorum eiginlega ekki nema 17 í leikmanna- hópnum og sextán á skýrslu í hverj- um leik. Alltaf vorum við samt all- ir boðaðir í leikina. Það var undan- tekningalítið ég sem var sendur upp í stúku. Oft þurfi ég að bíta á jaxlinn þetta sumar. Þó fékk ég að spila örfáa leiki vegna meiðsla leik- manna í aðalliðinu. Mótlætið gerði mig sterkan og næsta sumar gekk mun betur. Eftir sjö leiki í byrjun- arliðinu var ég valinn í landsliðs- hóp. Leiðin lá bara upp á við í bolt- anum eftir þetta,“ segir Þorgrímur. Hann lék alls 179 leiki í efstu deild og 17 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þrisvar sinnum varð hann Íslands- meistari með Val og tvisvar bikar- meistari. Tvö síðustu árin þau bestu Þorgrímur var fyrirliði síðustu fimm tímabilin með Val. „Það var gríðarlega sterkur hópur hjá Val á þessum árum sem ég spilaði með Hlíðarendaliðinu, 1979-1990. Flestir strákanna sigurvegarar fram í fingurgóma. Í hjarta varnarinnar spilaði ég með Guðna Bergssyni og Sævari Jónssyni og við gerðum slíkt hið sama með landsliðinu, báðir frábærir. Við leikmenn frá þessum árum höldum vel hópinn. Því oft- ar sem sömu sögurnar eru sagð- ar þeim mun nær lygasögum verða þær. Ég held að tvö síðustu tíma- bilin hafi verið þau bestu hjá mér. Þá breytti ég til á undirbúnings- tímabilinu. Ég æfði frjálsar íþrótt- ir, hopp og ólympískar lyftingar undir stjórn Stefáns Jóhannssonar sem hefur mótað marga af fremstu íþróttamönnum þjóðarinnar. Ég hvet fótboltamenn til að breyta um og æfa frjálsar á tímabilinu frá október til desember. Fjölbreyttar æfingar gera öllum gott. Þegar leið á sumarið 1990 fann ég að neistinn var farinn að minnka og lét þjálfar- ann, sem þá var Ingi Björn Alberts- son, vita að tímabilið yrði mitt síð- asta.“ Á ferð og flugi í blaðamennsku Spurður um námsferilinn seg- ir Þorgrímur að kannski hefði mátt ætla að hann væri með fótbolta í höfuðstað þegar hann féll í íslensku og veturnir urðu því fimm í MR. „Ég ætlaði að verða viðskiptafræð- ingur, keypti mér skjalatösku, en ákvað að fara þess í stað til Parísar að læra frönsku. Seldi bílinn og fór út, æfði fótbolta með 3. deildarliði og sótti námi í Svartaskóla, Sor- bonne, líkt og Ari fróði og Vigdís Finnbogadóttir gerðu. Eftir vetur- inn í Frakklandi fór ég svo í blaða- mennsku og var á kafi í henni al- veg frá 1984-1998. Ég starfaði hjá fyrirtækinu Frjálsu framtaki, sem gaf út fjölda tímarita. Ég var rit- stjóri Íþróttablaðsins í átta ár sem er eitt skemmtilegasta starf- ið sem ég hef fengist við. Vinnan hjá Frjálsu framtaki var mjög fjöl- breytt. Þar kynntist ég eðalfólki, m.a. Steinari J. Lúðvíkssyni aðalrit- stjóra sem ég lít alltaf á sem minn velgjörðarmann. Ég fór út á land og tók kannski fimm viðtöl í túrn- um í hin ýmsu blöð. Einu sinni fór ég til Bandaríkjanna að skrifa fyr- ir tímaritið „Við sem fljúgum“. Ég nýtti ferðina til að sjá körfubolta- leik með Chicago Bulls og skrifaði um Michael Jordan sem var skær- asta íþróttastjarna heims á þeim Bendir unglingum fyrst og fremst á tækifærin í lífinu Spjallað við unglingabókahöfundinn og Ólsarann Þorgrím Þráinsson Þorgrímur Þráinsson í faðmi fjölskyldunnar síðasta sumar. Ragnhildur Eiríksdóttir heitir eiginkonan, dóttirin Kolfinna og synirnir Þorlákur Helgi og Kristófer. Þorgrímur dvaldi öll sumur sem ungur drengur hjá afa sínum og ömmu á Staðarstað á Snæfellsnesi, sr. Þor- grími Vídalín Sigurðssyni og Áslaugu Guðmundsdóttur. Heimalningurinn í öruggum höndum Þorgríms sem var sjötta ári þegar myndin var tekin. Þorgrímur spilaði sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd árið 1990. Aftari röð frá vinstri: Sigurður Grétarsson, Guðni Bergs- son, Þorgrímur Þráinsson, Sævar Jónsson, Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. Fremri röð frá vinstri: Þorvaldur Örlygsson, Pétur Ormslev, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson og Arnór Guðjohnsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.