Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 63

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 63
63MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Óskum viðskiptavinum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða Baul an Staf holtstung um Borg ar firði Bók halds- og tölvu þjón ust an Böðv ars götu 11 Borg ar nesi Ensku hús in við Langá Borg ar byggð S. 437 1826 Fjöl rit un ar- og út gáfu þjón ust an Kveld úlfs götu 23, Borgarnesi Fótaaðgerðastofa Kristínar Brákarbraut 6, Borgarnesi S. 898 2213 Jarðmenn ehf. vélaleiga Borg ar byggð S. 435 1238, 894 3566 KB bíla verk stæði ehf. Sól völl um 5 Grund ar firði Raf nes sf. Heiða gerði 7 Akra nesi Smur stöð Akra ness Smiðju völl um 2 Akra nesi Sölu skáli Ó.K. Ó lafs braut 27 Ó lafs vík Vélaverkstæði Akraness Smiðjuvöllum 3 Akranesi Jörfi ehf. Hvann eyri Byssan Barónsnautur náði margri jólarjúpunni Nú í haust var Landbúnaðarsafn- inu á Hvanneyri færð forláta gjöf. Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferju- koti sem lést 18. nóvember síð- astliðinn kom færandi hendi með gamla tvíhleypta haglabyssu, fagr- an grip silfursleginn með dökk- brúnu skefti. Með byssunni fylgdi greinargerð þar sem sagt var frá sögu hennar í stuttu máli. Gefin af baróninum á Hvítárvöllum Greinargerðin sem fylgir byssunni er þessi: „Byssa þessi er ekki land- búnaðartæki eins og traktor eða rakstrarvél en var engu að síður notuð um langan tíma til að færa björg í bú hér við Hvítá. Baróninn á Hvítárvöllum, Charles Gould- rée-Boilleau, er þar bjó um fyrri aldamót, gaf Sigurði Fjeldsted í Ferjukoti byssuna árið 1900 fyr- ir dygga þjónustu en Sigurður var ráðsmaður barónsins þann tíma sem hann dvaldi hér á landi. Síðan eignaðist Kristján Fjeldsted bóndi í Ferjukoti, sonur Sigurðar, byss- una, og notaði hana mestalla sína búskapartíð til veiða. Síðasti um- ráðamaður byssunnar hefur ver- ið Sigurður Fjeldsted veiðimað- ur, sonur Kristjáns, og var byssan notuð til ársins 1985. Með henni hafa verið skotin hundruð sela hér í Hvítá og út Borgarfjörð allt út í Þormóðssker úti fyrir Mýrum. Til gæsaveiða var byssan notuð sem og til rjúpnaveiða en á síðustu öld var rjúpnaveiði þýðingarmikil at- vinnugrein hér í Borgarfirði. Byss- unni fylgir burðarband, byssubelti og haglaskammtari auk mjög vand- aðrar tösku, merkt S.F. [Sigurður Fjeldsted].“ Undir greinargerðina ritar fjölskyldan í Ferjukoti, dags. 30. september 2014. Mikið notuð til rjúpnaveiða Sigurður Fjeldsted bróðir Þorkels heitins þekkir vel þennan kosta- grip. „Ég átti hana og er búinn að nota frá því ég var eitthvað níu ára gamall. Þá var ég að skjóta hrafna og varð að hafa skeftið undir hand- leggnum þegar ég hleypti af svo hún myndi ekki rota mig. Þetta var alveg hörku byssa. Þetta er fyrsta haglabyssan sem kemur til lands- ins sem var með lokuðum lás sem kallað er. Hún er silfurslegin og öll fallega leturgrafin. Baróninn á Hvítárvöllum gaf afa hana. Hann var ráðsmaður á Hvítárvöllum og fékk þessa byssu sem þakklætisvott fyrir góða þjónustu. Svo átti pabbi hana og notaði hana mikið. Síðar skaut ég alveg ofboð með henni, sérstaklega rjúpur. Mér þótti meira sport að vera með tvíhleypu heldur en margskota haglabyssu á rjúpna- veiðunum, en svo óx ég nú upp úr því,“ segir Sigurður og hlær við. Brotin í baráttunni við selinn Sigurður hefur um margra ára skeið starfað sem veiðimaður og leiðsögumaður í laxveiði. Sem slíkur kann hann margar góðar veiðisögur. Ein þeirra er af þessari byssu. Hún tengist selveiðum en það var eitur í beinum laxabænda við Hvítá að sjá til sela í ánni. Þeir átu laxinn. „Það er nú saga að segja frá því þegar ég var stráklingur. Þá kemur Hannes frá Hvítárvöllum æðandi inn í kjallara heima í Ferjukoti. Hann grípur byssuna og þrjú skot og öskrar; „selur, selur!“ Svo þýtur hann út í bátinn þarna fyrir neð- an Hvítárbrúna. Í óðagotinu hafði hann tekið með sér einhver smá- fuglahögl svo hann blindar bara selinn þegar hann skýtur. Drepur hann ekki. Þá hleypur hann fram í bátinn og lemur selinn í hausinn með byssunni og rotar hann en brýtur um leið á henni skeftið.“ Vel geymd á safninu Byssan góða var þó ekki látin liggja lengi óbætt hjá garði. Hún var nauðsynlegt tæki í baráttu Ferju- kotsfólksins fyrir lifibrauðinu. Sigurður fór til lækninga í Skot- landi þegar hann var 14 ára. Pilt- urinn var látinn taka byssuna með sér til að fá gert við hana. „Skeftið var límt en svo brotnaði það aftur og þá fékk ég smíðað nýtt skefti í Noregi sem hefur dugað vel síðan. Byssan lítur mjög vel út í dag þó það sé búið að skjóta óhemju með henni. Bæði venjulegar rjúpur og svo endur og gæsir og slatta af sel.“ Sigurður segir að byssan hafi verið í notkun alveg fram á seinni ár þó hún sé ríflega hundrað ára göm- ul. „Ég notaði hana síðast í hitteð- fyrra til að skjóta á leirdúfur.“ Þessi gamla byssa er nú í tryggri vörslu á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Af öryggisástæðum verður hún um sinn ekki höfð uppi við, hvað sem síðar verður, enda full brúkleg enn þann dag í dag. Á safninu hefur henni verið gefið heitið Barónsnautur og mun það sjálfsagt festast við hana. mþh Tvíhleypta haglabyssan Barónsnautur á langa sögu að baki. Hér hvílir hún á tösku sinni ásamt fylgihlutum á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri þar sem hún er geymd í dag. Byssan er af gerðinni Greener en það eru frægar veiðibyssur fram- leiddar í Englandi enn í dag. Sigurður Fjeldsted fyrir miðju ásamt vinum sínum þeim frændunum Þorsteini Þor- steinssyni á Skálpastöðum og Hólmsteini Arasyni úr Borgarnesi t.h. Bjarni Guðmundsson á Landbúnaðarsafninu með Barónsnaut milli handa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.