Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 68

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Eiga von á öðruvísi jólum en öllu jafnan Elsa Fanney Grétarsdóttir í Grundarfirði býst við sínu fjórða barni yfir hátíðirnar Íbúar á jarðhæð hússins núm- er 4 við Hrannarstíg í Grundar- firði geta átt von á öðruvísi jólahá- tíð í ár en alla jafnan. Það er von á barni í lok ársins, það gæti orð- ið jólabarn og það gæti líka orð- ið nýársbarn, kannski fyrsti Vest- lendingur ársins? Það var þó ekki af þessari ástæðu sem ábending barst um að gott væri að spjalla við Elsu Fanneyju Grétarsdóttur fyr- ir jólablaðið. Heldur hitt að hún þykir mjög drífandi í samfélaginu, er listhneigð manneskja og með- al annars mjög áhugasöm um starf víkingafélagsins Glæsis í Grund- arfirði. Þegar blaðamaður Skessu- horns var á ferðinni var kominn svolítill jólabragur á Grundar- fjarðarbæ, með Kirkjufellið trón- andi í nágrenninu, en nokkur svali samt þennan dag eins og verið hef- ur í vetrarríkinu að undanförnu. Það var hins vegar hlýlegt að koma inn í anddyrið á Hrannarstíg 4 þar sem sheffer tíkin Pæja tók á móti blaðamanni af einstakri kurteisi og ljúfleika eins og hefðarfrú sæmir. Hún kann sig vel hún Pæja. Þarna rétt innan við var svo yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn, hinn 19 mán- aða gamli Benjamín Æsir að leika sér að dótinu sínu. „Já það er nú ekki vesenið í kringum hana Pæju, enda fær hún líka að gista á hóteli þegar við þurfum að bregða okkur í burtu. Það er að segja á hundahót- elinu hjá tengdó, Önnu Dóru og Jóni Bjarna hérna inn á Bergi,“ seg- ir Elsa. Markús maður Elsu er líka heima, hann er sjómaður, vélstjóri á togaranum Farsæli. Það viðr- aði ekki til að fara á sjó þarna um morguninn en átti að skoða hvort það gæfi þegar liði á daginn. Við Elsa ákváðum að setjast í eldhús- krókinn og spjalla þar. Kaffið var tilbúið á könnunni og blaðamað- ur hafði orð á því að þetta hljóti að vera afskaplega gott kaffi, lyktin af því sé svo góð. „Já þetta er grýlu- kaffi eins konar jólastemmari, kanil- kaffi og á að vera eitthvað voðalega fínt.“ Fjölmennur og hress árgangur Elsa er innfæddur Grundfirðingur. Fæddist næst síðasta dag maímán- aðar á því kalda og langa vori 1979. Annálar greina áreiðanlega frá því í úttekt á veðurfarinu frá síðustu öld, að þetta vor hafi verið það kaldasta á seinni hluta aldarinnar, meira að segja að meðtöldum ísavorunum á sjöunda áratugnum. „Já, ég hef eitthvað heyrt af því að þetta hafi verið svona vorið þegar ég fæddist. Það hefði þó frekar mátt halda að það hefði verði kalt langt fram eftir sumrinu árið áður, því þetta var stór árangur. Líka mjög hressir krakkar. Ég gæti alveg trúað því að kennar- arnir væru ennþá að tala um það og uppátækin í okkur,“ segir Elsa og hlær. „Svo þegar við útskrifuðumst hér fórum við í framhaldsdeild í Stykkishólmi. Það var svona tilraun með deildina í Hólminum og við vorum send héðan nokkur sem til- raunadýr,“ bætir Elsa við í gaman- sömum tón. Stutt stopp í Danmörku – En fór snemma að bera á lista- áhuga hjá henni? „Já, ég var oft eitthvað að gera og mikið að teikna og þetta virtist liggja nokkuð vel fyrir mér. Eftir veturinn í Hólm- inum innritaðist ég á listabraut í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og lauk þaðan stúdentsprófi. Nokkru seinna flutti ég til Danmerkur og hugmyndin var að fara þar í lista- skóla. Til að komast betur inn í málið ákvað ég að byrja á því að vinna og fékk vinnu á veitingastað í Nýhöfn. Ég vann þar í nokkra mánuði og var búinn að finna mér listaskóla til að fara í. Ég ákvað að skreppa heim og ná í dótið mitt en þá tók lífið aðra stefnu hjá mér.“ Brasilíuferð sem rigndi niður Elsa var einmitt búin að segja blaða- manni þegar hann ræddi við hana fyrst í gegnum síma að hún hefði flækst þó nokkuð, búið meðal ann- ars í Danmörku, Ólafsvík og Brasi- líu. „Þegar ég kom heim voru vinir mínir að plana heilmikið ævintýri. Hugmyndin var að fara til Brasi- líu og koma upp skemmtistað þar. Þetta voru Silvía vinkona mín hérna í Grundarfirði, Siggeir í Hólm- inum og strákur í Kópavogi sem heitir Ásgeir og er atvinnu ævin- týramaður með meiru. Ég ákvað að fara frekar með þeim til Brasi- líu en fara aftur til Danmerkur, það væri hægt að fara þangað seinna. Þetta var hafnarbær í Brasilíu sem við fórum til og heitir Maceio. Þar lentum við í því að stuttu eftir að við opnuðum skemmtistaðinn kom hellirigning og hafði ekki rignt jafn mikið í Maceio í fimm ár og allt fór á bólakaf. Við settum þá allt á pásu þarna og fórum heim. Ég flutti stuttu seinna inní Ólafsvík en þau héldu áfram í ævintýrum og opn- uðu matsölustað á Spáni.“ Ágætt að búa í Ólafsvík Elsa segir að þetta hafi verið á árinu 2004. „Þegar ég kom til baka lang- aði mig að vera aðeins heima. Ég fór að vinna hérna í grunnskólan- um og svo var ég líka að vinna hjá honum Geira pípara í vinnslu sem hann kom upp og fólst í að verka og vinna beitikóng. Þannig að það er ýmislegt sem ég hef unnið við. Frá þessum tíma hef ég þó mest unnið í leikskólum. Ég bjó í Ólafs- vík í sjö ár og þar vann ég í leik- skólanum. Ég hef svo unnið á leik- skólanum Sólvöllum hér í Grund- arfirði frá því ég kom flutti hingað aftur. Er nýlega byrjuð í fæðingar- orlofi.“ -Hvernig var að búa í Ólafsvík, er ekki svolítill rígur milli Grund- firðinga og Ólsara? „Það var fínt að búa í Ólafsvík. Ég held það sé löngu liðin tíð að sé rígur á milli staðanna, kannski að einstaka ung- lingur sé að reyna að viðhalda hon- um. Annars held ég að fjölbrauta- skólinn sé að sameina unglingana hérna á svæðinu, það séu allir vinir hérna á Snæfellsnesi.“ Mest verið í málverkinu Spurð um listsköpunina, segist Elsa Fanney mest hafa verið í mál- verkinu. Um árabil hafi hún mál- að mikið figuratift myndir eftir pöntun, svo sem fjölskyldumyndir. Eina einkasýningu hafi hún haldið í sýningarsal á Skólavörðustígnum í Reykjavík og tekið þátt í nokkr- um samsýningum. „Ég var í svona svipuðu og Sossa en samt allt öðru- vísi. Núna í seinni tíð hef ég verið meira í sprey listinni og þá ekkert frekar verið að vinna myndir held- ur notað annan efnivið. Ég hef líka verið að mála kindur,“ segir Elsa og bendir blaðamanni á verk í skál- anum innan við eldhúskrókinn. Þar eru meðal annars dökkbrons- aðir munir, bæði hrútskúpa og höf- uðbein hests og máluð kind á vegg innrömmuð í fánalitina. Mikill áhugi fyrir víkingastarfinu Fljótlega eftir að Elsa flutti til Grundarfjarðar frá Ólafsvík vakn- aði áhuga fyrir víkingastarfi í firð- inum og stofnun félags. Hún þakk- ar það að miklu leyti manni sínum Markúsi Karlssyni, sem kynnt- ist víkingastarfinu þegar hann var í Vélskólanum. Víkingafélag- ið Glæsir í Grundarfirði er dótt- urfélag Víkingafélagsins Rimmu- gígs í Hafnarfirði. „Það vorum við Markús og Toggi listamaður hérna sem höfðum forgöngu um að vík- ingafélagið var stofnað í janúar 2012. Þetta er búið að vera alveg frábært. Sérstaklega eru það sjó- ararnir hérna sem eru virkir í fé- laginu. Í stað þess að kíkja á bar- inn um leið og þeir komu í land eins og þeir gerðu kannski áður, þá setjast þeir frekar núna við að sauma í leður. Þeir eru mjög dug- legir og áhugasamir og fóru meðal annars síðasta sumar nokkrir strák- ar á víkingahátíðir í Danmörku, í Trelleborg og Moesgaard.“ Elsa segir að þeir Glæsis félagar ætli ekki að láta staðar numið með því að byggja upp víkingasvæði í Grundarfirði heldur sé á prjónun- um að byggja langhús í nágrenni bæjarins. „Við erum með sýning- ar bæði í samvinnu við Hjalta All- an þegar hann kemur hingað með ferðahópa og líka þegar skemmti- ferðaskipin koma. Ferðamennirnir virðast hafa mjög gaman af þess- um skylmingum og við útbúum armbönd og ýmsa muni. Við verð- um svo með sólstöðuhátíð í Sögu- miðstöðinni núna 21. desember og mikil stemning fyrir henni,“ segir Elsa sem greinilega hefur mikinn áhuga fyrir víkingastarfinu. Bráðþroska unglingur Elsa Fanney segist hafa verið bráð- þroska sem unglingur. Elsa var 18 ára þegar hún eignaðist fyrsta strákinn en það stefnir nú í að þeir verði fjórir áður en langt um líð- ur. „Er það ekki þannig að við viljum gjarnan verða fljótt full- Elsa Fanney Grétarsdóttir. Markús Karlsson og Benjamín Æsir. Strákarnir þrír ásamt heimilishundinum Pæju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.