Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 73

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 73
73MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Reykkofinn á Brekku í Norðurárdal nú um liðna helgi. Ljósm. þþ. að öll börnin voru sett í bað fyrir hver jól. „Þá var settur bali á gólf- ið í þvottahúsinu. Þetta var áður en pabbi lét breyta einu herberg- inu í baðherbergi og klósett. Okk- ur þótti gaman að fara í bað og það var mikill buslugangur í strákun- um,“ segir hún og brosir. Heimilið var svo skreytt á Þorláksmessu og segir Agnes að enginn hafi fengið að fara inn í stofuna fyrr en á að- fangadag, þegar allt var tilbúið. Kviknaði stundum í trénu Ríkar hefðir voru í matarvenjum á heimilinu. Líkt og víðast hvar á þessum tíma var boðið upp á skötu á Þorláksmessu en kjöt yfir hátíðirnar. „Á aðfangadagskvöld var hangikjöt á borðum. Svo bauð mamma upp á steik á jóladag, yfir- leitt læri eða annað lambakjöt. Ég minnist þess að sósan hennar mömmu var sérlega góð. Hún var góður kokkur og maturinn henn- ar var mjög góður, þó að ég hafi svo á mínum fullorðins árum eld- að öðruvísi jólamat en hún gerði,“ segir Agnes. Hún rifjar það upp að eftir matinn á aðfangadagskvöld hafi svo verið gengið í kringum jólatréð. „Við vorum með gamalt jólatré sem lýst var upp með kerta- ljósum. Kertin voru sett í sérstakt hulstur og við fylgdumst vel með trénu. Það kviknaði nú stundum í því en sem betur fer aldrei þann- ig að úr yrði bál,“ segir hún. Ag- nes segir að fjölskyldan hafi farið í veislur og jólaboð hina dagana yfir hátíðirnar. „Ég man að á borðun- um voru alltaf epli í skál og epla- hnífar til að skera þau með. Ég átti mjög góða æsku hjá foreldr- um mínum,“ segir Agnes Sigurð- ardóttir að endingu. grþ Helga Kristvaldsdóttir: Það var alltaf nóg að borða í Purkey Ein af heimilisfólki á Dvalarheim- ili aldraðra í Stykkishólmi er Helga Kristvaldsdóttir sem ólst upp frá sjö ára aldri í Purkey á Breiðafirði. Helga bjó síðan í Stykkishólmi frá 25 ára aldri og fluttist síðasta sum- ar af Skúlagötunni, þar sem hún bjó lengi, á dvalarheimilið. „Ég fæddist suður í Keflavík en missti móður mína þegar ég var sjö ára gömul. Þá var mér komið í fóst- ur til þriggja systkina sem bjuggu í Purkey, Hólmfríðar, Jónínu og Jóni Jónsbörnum. Mér leið vel hjá þeim enda voru þau indælt fólk,“ segir Helga. Hún segir að alltaf hafi verið mikil tilhlökkun til jólanna í sinni bernsku. „Þótt tilbreytingin væri í sjálfu sér ekki mikil hjá okkur þá var tilhlökkunin samt alltaf mik- il. Það var alltaf saumuð einhver ný flík fyrir jólin og hugsað fyrir því að mikið væri að borða. Stund- um var slátrað kind á jólaföstunni og byrjað á því að elda súpukjöt og kjötsúpu. Svo var útbúin steik í ofnum á eldavélinni og kynt vel undir með taði, mó og sprekum. Aðaljólamaturinn var samt hangi- kjötið. Annars var alltaf nóg að borða hjá okkur í Purkey eins og til dæmis selkjöt, lundi, skarfur og kofa,“ segir Helga. Bara vírinn eftir af jólatrénu Spurð um jólagjafir segir Helga að það hafi verið meira en kerti og spil sem hún fékk. „Ég varð fljót- lega læs og það þótti hápunkt- urinn að fá nýja bók í jólagjöf. Á fyrstu jólunum mínum í Pur- key fékk ég bókina Stúlkan í bláa kjólnum. Um næstu jól fékk ég svo bókina Stautadrottningin, en svo man ég ekki hvað sú næsta hét. Þetta voru ofsalega skemmtilegar bækur.“ Helga segir jólalýsinguna ekki hafa verið mikla. „Til viðbót- ar við lampalýsinguna hjá okkur voru það bara kertaljósin á jóla- trénu. Gallinn við hana var að það kviknaði um hver jól í jólatrénu út frá kertunum, það bara fylgdi. Það varð smám saman minna eftir af greinunum og að lokum var það eiginlega bara vírinn í þeim sem var eftir,“ segir Helga og hlær. Þegar blaðamaður spyr Helgu hvernig hafi yfirleitt viðrað hjá þeim í Purkey á aðventunni, hvort það hafi verið eitthvað svipað hríðarveðrinu núna síðustu dag- ana, svarar hún: „Blessaður vertu þetta er ekkert miðað við það sem þá var. Stundum gat verið bylur í tvo til þrjá sólarhringa þannig að ekki sást út úr augum.“ þá Helga Kristvaldsdóttir í Stykkishólmi. Ljósm. þá. Óskum viðskiptavinum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu. SK ES SU H O R N 2 01 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.