Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 84

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 84
84 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Kveðjur úr héraði Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en það er nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Þar er auk þess að senda kveðju, sagðar frétt- ir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði til nokkurra valinkunnra kvenna af Vesturlandi og bað þær að senda lesendum Skessuhorns jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Kveðja úr héraði Aðventan er gengin í garð og marg- ir á fullu að undirbúa jólin; skreyta, baka, þrífa, fara á tónleika, aðventu- kvöld og hvað það nú er sem fólk gerir á þessum tíma. Mér finnst að- ventan alltaf skemmtilegur tími. Setja upp skraut, sumt af því gam- alt og vekur upp minningar. Kerta- stjakar sem börnin föndruðu í skól- anum fyrir löngu, sumir farnir að láta á sjá og á hverri aðventu er því heitið að eftir þessi jól verði þeim hent. En svo er þeim pakkað nið- ur aftur og sama sagan endurtekur sig næstu jól. Eins er um jólapóst- pokann, ekkert sérstaklega fallegur en minnir á yndislegu frænku sem gerði hann. Það er ekki bara feg- urðin sem felst í skrautinu heldur tilfinningin sem fylgir því að hand- fjatla þessa hluti. Öllum hlutunum fylgir einhver notaleg minning. Einnig rifjast upp hlutir síðan í æsku. Að fara í kaupfélagið og kaupa nokkur kíló af eplum sem voru af- greidd í stórum bréfpoka. Og lykt- in af eplunum, jólalykt. Mamma að gera ís og pabbi að bakstra úti í garði í snjónum. Gera einhverja blöndu af salti og snjó sem ísinn var svo settur í og geymdur upp á lofti. Enginn frystir til. Fara í bæ- inn á Þorláksmessu með pabba og mömmu. Líklega í eina skipt- ið á árinu sem ég fór með pabba í búðir. Og í bænum voru fleiri karl- ar að versla, jafnvel smá kaupstað- arlykt af sumum. Svo var það nátt- úrulega skatan. Skötuilmurinn lá yfir öllu og var fyrsta merkið um að það væri bara örstutt í jólin. Lykt- in af hangikjöti fylgdi svo í kjölfar- ið. Ilmur jólanna er ilmur af eplum, skötu og hangikjöti. Aðventan er góður tími til að horfa til baka yfir árið. Árið 2014 var Skagamönnum gott og ýmislegt hefur verið gert. Fastir liðir eins og venjulega; þorrablótið sem árgang- ur 1971 stendur fyrir er greinilega orðinn fastur liður hjá stórum hluta bæjarbúa. Bæjarhátíðin Írskir dag- ar fór vel fram í rigningu og roki og Vökudagar voru haldnir í lok októ- ber. Menningarlífið hefur verið öfl- ugt að venju, mikið af tónleikum, sýningum og viðburðum af öll- um stærðum og gerðum árið um kring. Alltaf nóg um að vera og við- burðirnir verða stöðugt fjölbreytt- ari enda eigum við stóran hóp af öflugu fólki sem gerir þetta allt að veruleika. Bærinn sjálfur hefur aldeilis lifn- að við á árinu. Þar ber hæst að Akra- torgið var tekið í gegn og vígt með pompi og prakt 17. júní. Vel tókst til með þessa breytingu á torginu og er enginn vafi á að þetta eflir miðbæinn og bæjarlífið almennt. Torgið býður upp á ýmsa mögu- leika til samkomuhalds og samveru. Dæmi um það er markaðurinn sem var á torginu flestar helgar í sumar og vonandi verður framhald á því. Og gosbrunnurinn sem einhverj- um fannst nú hálf lítilmótlegur hef- ur dregið til sín börn og ungmenni í leik. Er það ekki einmitt það sem við viljum? Líf og fjör. Tvö ný kaffihús voru opnuð á árinu og er það góð viðbót við þá veitingastaði sem fyrir eru. Gaman að sjá að ungt fólk hefur kjark og þor til að leggja sitt af mörkum til að efla líf í bænum. Það skilar sér líka til annarra fyrirtækja því auðvi- tað styður þetta allt hvert annað. Orkuveitan hefur minnt rækilega á sig og tekið heita vatnið af reglu- lega. Helst á kaldasta tímanum. Það eru ekki margir mér ótengdir sem hafa sent mér eins mörg sms á árinu. En það stefnir í að nýi tank- urinn verði tengdur mjög fljótlega og þá getum við bara verið nokkuð léttklædd heima. Fyrir mig persónulega er árið búið að vera mjög gott. Allir við góða heilsu og hafa nóg við að vera. Yngsta barnið útskrifaðist úr grunn- skóla í vor og þar með lauk 29 ára ferli mínum sem foreldri í grunn- skóla. Það var ánægjulegt en líka svolítið skrýtið. Ég fékk líka tæki- færi til að ferðast svolítið í sumar. Fór m.a. á vinabæjarmót norrænu félaganna í Tönder í Danmörku. Skemmtilegt mót og afar mikil- vægt að vinna að þessum tengslum milli landa. Norðurlöndin eiga svo margt sameiginlegt og við getum lært margt hvert af öðru. Í haust var svo ungmennamót norrænu félag- anna haldið hér á Akranesi. Hing- að komu ungmenni frá vinabæj- um Akraness á Norðurlöndunum, dvöldu hér í 10 daga, heimsóttu skóla og fyrirtæki og skoðuðu sig um. Þau bjuggu hjá jafnöldrum og þarna mynduðust góð kynni sem vonandi efla áframhaldandi sam- starf milli vinabæjanna. Kæru Vestlendingar. Njótið að- ventunnar og jólanna og að búið til góðar minningar með þeim sem ykkur finnst vænt um. Þær fel- ast ekki bara í gjöfum og hlutum heldur ekki síður í hinu smáa sem við gerum saman; leika í snjónum, skoða jólaljósin, spila og njóta sam- veru hvert við annað. Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi ár. Hjördís Hjartardóttir, Akranesi. Hugvekja úr Hvalfjarðarsveit Grettistak við Höfða. Ljósm.: Áskell Þórisson. Nú líður óðum að helgustu há- tíð kristinna manna, jólunum. Jól- in eiga sér ævaforna sögu á norræn- um slóðum, tengda vetrarsólhvörf- unum. Nafnið er norrænt og finnst einnig í fornensku. Frummerk- ing þess er ekki ljós. Líklegt er tal- ið að jól hafi verið haldin í heiðn- um sið sennilega með fullu tungli í skammdeginu. Norræn jól féllu síðan saman við kristna hátíð en sú venja komst á 4. og 5. öld að minn- ast fæðingar Jesú þann 25. desemb- er en skírnarinnar og tilbeiðslu vitringanna þann 6. janúar. Dag- arnir milli þessara hátíða urðu síðar jóladagarnir 13. Jól bernsku minnar voru á Sauð- árkróki. Þegar kveikt var á krossin- um sem stendur á Nöfunum svo- kölluðu ofan við bæinn, var enginn vafi á því að jólin væru á næsta leiti. Jólalyktin í mínum huga er lykt- in sem fyllti húsið þegar verið var að elda rjúpurnar á aðfangadag. Þá var ekkert skreytt fyrr en rétt fyrir jólin, jafnvel ekki fyrr en á Þorláks- messu. Jólabaksturinn, laufabrauðið og jólakortin sem við vinkonurn- ar bárum út á aðfangadag, allt þetta var órjúfanlegur hluti jólanna. Síð- an var farið í messu klukkan sex á aðfangadag. Í minningunni var þessi messa löng því eftirvænting- in var mikil að koma heim, borða og opna pakkana. Margir vilja gagnrýna jólahald nú á dögum vegna gerviþarfa og kaup- mennsku og segja að fólk hafi misst sjónar á boðskap jólanna. Þetta um- stang sé alls ekki nauðsynlegt og byrgi mönnum sýn á það sem skipt- ir máli og dýrmætast er. Við megum ekki gleyma innihaldinu á kostnað umbúðanna. En er ekki þegar upp er staðið sami kjarni í jólahaldinu í dag og var fyrr á öldum? Af hverju hlökkum við til jólanna? Auðvi- tað er gaman að fá gjafir og borða góðan mat en eru það ekki fyrst og fremst samveran, hátíðleikinn og hlýjan sem gerir jólin svona eftir- sóknarverð? Jólin eru oft kölluð há- tíð ljóssins. Þó dimmt sé úti birtir gjarna í sálum okkar og við leiðum hugann að því sem máli skiptir. Við leiðum gjarna hugann að þeim sem eiga um sárt að binda einhverra hluta vegna og upplifa sorg í stað gleði og friðar á þessari ljóssins há- tíð. Einnig þeim sem vegna fátækt- ar geta ekki veitt sínu fólki þá jóla- gleði sem þeir myndu óska. Við komumst ekki hjá því þeg- ar við heyrum eða lesum frétt- ir að sjá að við búum í hættulegum heimi þar sem glæpir og hryðju- verk marka mannlífið. Saklaust fólk er oftar en ekki skotspónn valda- tafls og græðgi. Oft er erfitt að trúa á hið góða í manninum við að- stæður sem þessar. Við þurfum öll að spyrja okkur þeirrar spurning- ar hver séu okkar helstu siðferðis- legu gildi? Er græðgin hvort sem hún snýst um auð eða völd að taka völdin. Hvað er það sem skiptir máli. Grunnstoðir samfélags okkar standa á brauðfótum, okkar marg- rómaða velferðarkerfi virðist vera í molum og við skulum velta fyrir okkur hverjir eru þolendurnir. Um leið og ég óska sveitungum mínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs óska ég þess að umburðarlyndið og virðingin fyrir lífinu, því æðsta sem við eigum, fái að skína í gegn í samskiptum manna á milli. Ekki bara um jólin heldur alla daga. Helga Stefanía Magnúsdóttir, Hvalfjarðarsveit Í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Ljósm. Magnús Þór Hafsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.