Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 89

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 89
89MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 545 6000 Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. SKESS U H O R N 2 01 4 Landbúnaðarháskóli Íslands óskar nemendum, starfsfólki og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Síðastliðinn miðvikudag var hald- inn Malaví markaður í Grunda- skóla á Akranesi. Þar var hægt að kaupa ýmsan varning sem nem- endur skólans hafa framleitt undir leiðsögn kennara síðastliðnar vikur. Fjölmargir litu við í Grundaskóla og styrktu málefnið. Vörurnar á markaðinum seldust vel og var lít- ið eftir á borðunum þegar yfir lauk. Öll innkoma af markaðinum renn- ur óskipt í söfnun fyrir hjálparstarf Rauða krossins í Malaví. Í áraraðir hefur það verið jólasiður í Grunda- skóla að nemendur og starfsmenn gefi ekki hvort öðru jólagjafir held- ur sameinist um stóra jólagjöf til þeirra sem eru fátækastir í veröld- inni. Malaví er eitt af fátækustu ríkjum heims og hefur Grundaskóli staðið í samstarfi við Rauða kross- inn að umfangsmikilli uppbygg- ingu á skólastarfi fyrir fátæk börn. Hlutu viðurkenningu fyrir verkefnið Framlög frá Grundaskóla hafa fram til þessa farið í að styrkja fátækustu börnin í Chiradzulu og Mwanza. Mörg þeirra eru munaðarlaus vegna alnæmis og hafa þau verið styrkt til náms og lagt til umönnunar þeirra. Skólagjöld þeirra eru greidd, skóla- búningar og skólavörur keyptar auk þess sem þau fá félagslegan stuðn- ing frá sjálfboðaliðum Rauða kross- ins í þorpunum. Eins hefur verið haldið úti nokkurs konar leikskól- um þar sem yngstu börnin koma yfir daginn svo foreldrar eða for- ráðamenn þeirra komist til vinnu. Grundaskóli hefur styrkt börn í Malaví með þessum hætti frá árinu 2007. Nemendur og starfsmenn Grundaskóla hafa styrkt vel á ann- að þúsund börn til náms í Malaví og munu þeir halda áfram að breyta krónum í gull, líkt og verkefnið er nefnt í samtali hjálparfólks. Á síð- asta ári hlaut skólinn og nemendur þar sérstaka viðurkenningu frá al- þjóða Rauða krossinum fyrir þetta verðuga verkefni. grþ Fjölbreytt jólaskraut var til sölu á markaðinum, þar á meðal þessar fal- legu stjörnur sem nemendur skólans gerðu. Krónum breytt í gull fyrir börn í Malaví Nemendur úr 7. bekk í Grundaskóla voru meðal þeirra sem tóku þátt í Malaví markaðinum. Fjölmargir lögðu leið sína á markaðinn þar sem hægt var að gera góð kaup og styrkja málefnið um leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.