Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 90

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 90
90 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi óskar íbúum kjördæmisins og lesendum Skessuhorns gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið og stuðninginn á árinu sem er að líða. Gleðileg jól S K E S S U H O R N 2 01 4 Sendum félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og öðrum Vestlendingum hugheilar jóla- og nýárskveðjur SK ES SU H O R N 2 01 4 Væntanlega eru margir sammála um að eitt mesta og hollasta góð- gæti sem fólk lætur inn fyrir sínar varir, séu Dalaostarnir sem fram- leiddir eru í Búðardal. Einn þeirra sem nostrað hefur við það hand- verk um tíðina er Jóhannes Hauk- ur Hauksson ostameistari. Jóhann- es Haukur er Húsvíkingur og Þing- eyingur að ætt og uppruna en kom til starfa í Búðardal strax að loknu námi í mjólkurfræði í Danmörku 1992. Hann hefur starfað hjá MS í Búðardal frá þeim tíma eða í 22 ár. Hér á árum áður þegar afurða- stöðvarnar í landinu voru fleiri en þær eru í dag var keppt um titil- inn Ostameistari Íslands. Jóhann- es Haukur hlaut tvívegis þann titil og var sá síðasti sem bar hann, það var árið 1999. Þegar blaðamaður Skessuhorns hitti Jóhannes Hauk í spjalli á dögunum og spurði hvort hann bæri þá ekki ennþá þann titil að vera Ostameistari Íslands sagði hann: „Það mætti alveg heimfæra það þannig en væri kannski umdeil- anlegt,“ sagði húsvíski Dalamaður- inn í gamansömum tón. Lærði skák hjá gömlum meistara Jóhannes Haukur fékkst við ýmis- legt sem strákur þegar hann var á Húsavík bæði í starfi og leik. Fað- ir hans Haukur Haraldsson var mjólkurfræðingur og starfaði lengi í mjólkursamlaginu. Það var aðal- ástæðan fyrir því að Jóhannes sótt- ist eftir starfi í samlaginu þegar komið var að fullorðinsárunum og fór síðan í mjólkurfræðina. En Jó- hannes Haukur starfaði við margt annað og átti líka ýmsar tómstund- ir. Meðal annars var álitið á tíma- bili að hann yrði arftaki hins snjalla skákmeistara Hjálmars Theodórs- sonar sem oft varð Norðurlands- meistari í skák og tefldi í lands- liðsflokki á Íslandsmótum. „Ég fór til Hjálmars daglega á tímabili og hann kenndi mér að tefla. Skák- lífið var mjög öflugt á Húsvík þeg- ar ég var unglingur. Á Húsavíkur- mótinu þurfti ég að byrja að tefla í 1. flokki þó ég væri orðinn tals- vert öflugur skákmaður. Ég vann þann flokk strax á fyrsta ári og sigr- aði síðan í meistaraflokknum árið eftir. Meðal annars vann ég Hjálm- ar og karlinn var ekki lítið ánægður með nemanda sinn. Ég lagði marg- an sterkan skákmanninn að velli á þessu móti.“ Safnaði auglýsingum í Víkurblaðið Jóhannes starfaði í nokkur ár við að selja auglýsingar í héraðsfréttablað- ið Víkurblaðið á Húsavík, sem bar þann hófsama undirtitil „blað alls mannkyns“. Þetta var á fyrstu árum blaðsins þegar auk Jóhannesar Sig- urjónssonar blaðamanns Húsavíkur í áratugi voru þar líka stofnendur blaðsins Arnar Björnsson íþrótta- fréttamaður og Kári Arnór Kára- son. „Ég var á prósentum í auglýs- ingasöfnuninni, fékk tíu prósent af sölunni, og gekk bara skratti vel. Svo harðnaði á dalnum í útgáfunni og mér var sagt upp starfi. Ég var náttúrlega ekki sáttur við það og fylgdist með hvernig auglýsingasal- an gekk í blaðinu. Þegar ég sá að auglýsingunum snarfækkaði eftir að ég hætti benti ég þeim á það. Hins vegar má segja að það hafi bara ver- ið gott að ég hætti í auglýsingasöl- unni og sneri mér að öðru. Það var einmitt rétt upp úr þessu árið 1984 sem við Jónas Hallgrímsson og Óskar Axelsson stofnuðum Hlað og fórum að framleiða og selja veiði- skotin. Óskar hætti svo 1996 og þá gerðist meðeigandi okkar Jónasar í fyrirtækinu Hjálmar Ævarsson. Hann veitir verslun Hlaðs á Bílds- höfða 12 í Reykjavík forstöðu en Jónas starfrækir verslunina á Húsa- vík. Það gengur meira að segja svo vel hjá okkur að það er viðbúið að við þurfum að bæta við fólki,“ segir Jóhannes Haukur. Hlað framleið- ir hálfa milljón af veiðiskotum á ári og selur auk þess ýmsar aðrar vörur fyrir veiðimanninn. Forfallinn veiðimaður Jóhannes Haukur hefur verið for- fallinn veiðimaður í meira en 30 ár, bæði í skotveiði og stangveiði. Meðan hann var í námi í Danmörku skaut hann dádýr og fugla, „fasana og þetta dót,“ segir Jóhannes og einnig hefur hann farið í veiðiferðir erlendis. Meðal annars hefur hann farið á villisvína- og elgsveiðar til Eistlands oftar en einu sinni og fyr- ir 15 árum fór hann til Namibíu, skaut þar aðallega antilópur. Þeg- ar Jóhannes er spurður um minn- isstæðar veiðisögur kemur saga frá Húsavík upp í hugann. „Þá var ég reyndar ekki í veiðiferð. Þetta var stuttu eftir að við Jónas voru búnir að stofna Hlað. Þá gerðist það í slát- urtíðinni þegar kom að því að slátra stórgripum að naut frá frænda mín- um Bjarna á Héðinshöfða brjálað- ist. Það reif sig frá eiganda sínum og rifbeinsbraut hann í leiðinni. Nautið var óviðráðanlegt og menn gripu til þess að kalla á okkur Jón- as og báðu okkur að koma og skjóta nautið. Þá var það búið að ráðast í gegnum girðingar og fara alllanga leið frá sláturhúsinu upp á golf- völl. Þar sem boli stóð alblóðug- ur á bringunni á kvennateignum á þriðju braut skutum við hann.“ Hugurinn leitaði norður fyrst í stað Vorið 1992 þegar Jóhannes Hauk- ur kom nýútskrifaður mjólkurfræð- ingur frá Danmörku byrjaði hann í sumarafleysingum í samlaginu á Húsavík. „Ég var búinn að lofa mér í afleysingarnar en fékk þarna um veturinn boð um starf í mjólkur- samlaginu í Búðardal. Ég byrjaði að vinna hérna í Búðardal eftir versl- unarmannahelgi. Hugurinn var til að byrjað með stöðugt fyrir norð- an. Ég stóð á tímamótum, var ný- lega skilinn við Sigríði Árnadóttur frá Garði í Mývatnssveit sem ég bjó með á Húsavík. Saman áttum við tvo syni; Árna Hauk og Ingibjörn. Ég hafði reyndar áður á námsárun- um í Reykjavík eignast soninn Jó- hannes Hauk með Höllu Elíasdótt- ur, sá drengur er orðinn landsfræg- ur leikari. Til að byrja með fannst mér sem ég yrði ekki lengi í Döl- Síðasti Ostameistari Íslands er í Búðardal Spjallað við Jóhannes Hauk Hauksson mjólkurfræðing, slökkviliðsstjóra og oddvita Jóhannes Haukur Hauksson heima í Bakkahvammi í Búðardal. Jóhannes Haukur á stóra og myndarlega fjölskyldu. Efri röð frá vinstri: Elín Huld, Aron Snær, Ingibjörn, Árni Haukur, Jóhannes Haukur og kona hans Rósa Björk með Ólöfu Höllu. Fremri röð frá vinstri: Sigrún Ósk, Ásdís með Hauk Atla og Jó- hannes Haukur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.