Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 91

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 91
91MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Sendum félagsmönnum, ölskyldum þeirra og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Verkalýðsfélag Akraness SK ES SU H O R N 2 01 4 unum og fór margar helgar norð- ur. Lét mig ekki muna um að skutl- ast norður seinni part föstudags og koma til baka á sunnudegi. Um tveimur árum eftir að ég kom hing- að kynntist ég svo seinni konunni minni Ásdísi Kristínu Melsteð frá Hólum í Hvammssveit. Fyrir átti hún Aron Snæ en saman eigum við þrjú börn, Elínu Huld 17 ára, Sig- rúnu Ósk 13 ára og Hauk Atla 7 ára.“ Margt breyst í samlaginu Jóhannes Haukur hefur starf- að með þremur mjólkursamlags- stjórum í Búðardal, Sigurði Rúnari Friðjónssyni, Sævari Hjaltasyni og Lúðvík Hermannssyni. Hann segir að margt hafi breyst í samlaginu á þessum 22 árum. „Þegar ég byrjaði voru starfsmenn innan við tuttugu en þeim fjölgaði síðan upp í tæp- lega fimmtíu þegar mest var. Það var eftir að samlagið í Borgarnesi var lagt niður og við bættust marg- ir vöruflokkar hjá okkur. Vöruþró- un hefur verið mikil í samlaginu hjá okkur um tíðina og núna seinni árin hefur megináherslan verið lögð á mygluostana, kryddostana og Dala- fetaostinn. Starfsfólki hefur fækkað aftur og núna erum við rúmlega 20 sem vinnum hjá MS í Búðardal.“ Slökkviliðsstjórinn Snemma segist Jóhannes Haukur hafa fengið áhuga fyrir slökkviliðs- málum, enda forfeður hans sinnt starfi slökkviliðsstjóra á Húsa- vík. Hann fór því ungur að starfa í slökkviliðinu. „Þegar staða slökkvi- liðsstjóra hér í Búðardal var auglýst 1995 sótti ég um stöðuna og fékk. Þegar ég tók við starfinu var að- búnaður slökkviliðsins hérna harla bágborinn. Mjög lítið til af tækjum og tólum. Það kostaði mikið átak að byggja slökkviliðið upp af bún- aði og núna er hann orðinn mjög góður. Það varð algjör bylting á nokkrum árum. Við erum til dæm- is með þrjá slökkvibíla, þar á meðal fengum við fyrsta One-seven bílinn á Íslandi þann næsta á undan þeim sem kom á Akranes.“ Oddviti í núverandi sveitarstjórn Síðustu árin hefur Jóhannes Hauk- ur haft mikil afskipti af sveitar- stjórnarmálum í Dalabyggð og er núverandi oddviti sveitarstjórnar. „Ég hef alltaf haft talsverðan áhuga á sveitarstjórnarmálum og félags- málum. Meðan ég var að berjast fyrir því að fá peninga til að byggja slökkviliðið upp fannst mér ekki rétt að taka þátt í sveitarstjórnar- málunum. Ég var þó á lista hérna hjá framboðum meðan hér voru boðnir fram listar, er var ekki ofar- lega. Þegar síðan persónubundna kjörið byrjaði hérna vorið 2010 gaf ég kost á mér í sveitarstjórnina. Ég var kosinn í sveitarstjórn, var einn af fjórum nýjum fulltrúum sem kosn- ir voru. Ég var svo endurkjörin síð- asta vor en þá urðu skipti á tveimur fulltrúum í sveitarstjórn, tveir nýir komu inn.“ Ágætur árangur í fjármálunum Þegar Jóhannes Haukur er spurð- ur hvort hann telji að það hafi ver- ið til bóta að taka upp persónukjör í stað listakosninga svarar hann: „Þetta hefur allavega reynst vel hjá okkur en það er náttúrlega ekk- ert kerfi gallalaust. Það getur til dæmis myndast meirihluti í svona persónukjörinni sveitarstjórn ef að þannig skipast. Það hefur ekki gerst hjá okkur en vitaskuld getur kom- ið upp skoðanaágreiningur um ein- stök mál. Sveitarstjórnin hefur ver- ið ágætlega samstíga og okkur hef- ur tekist að ná ágætis árangri. Eft- ir hrun var það aðalverkefnið að ná jafnvægi í fjármálunum og okk- ur hefur tekist það. Rekstur sveit- arsjóðs hefur verið réttu megin við núllið síðustu árin og skuldahlut- fallið haldist í kringum 70%. Þetta hefur tekist samhliða því sem sveit- arfélagið hefur staðið í talsverð- um framkvæmdum og varið hefur verið til þeirra 40-50 milljónum á ári. Við stækkuðum leikskólann og höfum unnið að endurbótum bæði í félagsheimilinu Dalabúð og á stjórnsýsluhúsinu. Núna um þessar mundir erum við einmitt að vinna að framkvæmdaáætlun til næstu þriggja ára eins og skylt er.“ Annarleg sjónarmið í Núpómálinu Hulda Karlsdóttir móðir Jóhann- esar Hauks var frá Grímsstöðum á Fjöllum. Jóhannes og Guðný syst- ir hans eiga saman helminginn í jörðinni. Þau áttu því hagsmuna að gæta þegar sá kínverski Núpó vildi kaupa Grímsstaði. Það mál strand- aði vegna afstöðu stjórnvalda, ekki síst þáverandi innanríkisráðherra Ögmundar Jónassonar. Jóhannes Haukur segir að þetta mál sé í sjálfu sér svo stórt að það sé lítið hægt að tjá sig um það. Greinilegt er að hann varð fyrir vonbrigðum með hvernig málið þróaðist. „Það hafa útlendingar áður keypt land á Ís- landi. Við vissum að þyrfti undan- þágu fyrir aðila utan Evrópu. Mér skilst að þetta sé eina undanþágan sem hafnað hefur verið. Það sem ég skil ekki er hvers vegna menn töldu hættu á því að þessi maður myndi ekki fara eftir lögum frekar en aðr- ir. Var það kannski eingöngu vegna þess að maðurinn var Kínverji? Mér sýnist annarleg sjónarmið hafa ráðið ferðinni í þessu máli.“ Sáttur í Dölunum Jóhannes Haukur segist fyrir löngu vera orðinn mjög sáttur við það að búa í Dölunum og er ekkert á för- um þaðan. Það sé að verða álita- mál hvort hann sé meiri Húsvík- ingur eða Dalamaður. Hvað öðrum félagsmálum líður, en sveitarstjórn- armálum, er hann félagi í Lions- klúbbi Búðardals. „Það er mjög góður félagsskapur,“ segir Jóhann- es Haukur. Á dögunum fékk hann einmitt Melvil Jones sem er æðsta orða lionshreyfingarinnar í heimin- um. þá Á villisvínaveiðum í Eistlandi 1998. Jóhannes Haukur búinn að veiða Oryx, sem er antilóputegund, í Namibíu árið 2000. Í stangveiði við Laxá í Dölum 2010. Barnabörnin Stefán Haukur og Ólöf Halla. SK ES SU H O R N 2 01 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.