Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 105

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 105
105MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 SK ES SU H O R N 2 01 4 Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða maður var hann góður og starfaði með kórnum Söngbræður. Ég söng einnig með þeim, þegar ég kom því við. Magnús ýtti sér hvergi fram, en var alltaf hlaðinn störfum fyrir aðra. Samt var hann framúrskarandi bú- höldur. Það sást á öllu, að fjölskyld- an var hörkudugleg og samhent. Kona hans Ragnheiður Kristófers- dóttir frá Kalmanstungu, hlý í við- móti og gestrisin eins og hann. Það var unun að heimsækja Gilsbakka. Jakob Jónsson á Varmalæk Það voru margir fleiri listelskir og hagmæltir snillingsmenn í Borg- arfirði. Einn þeirra var Jakob á Varmalæk. Þangað fór ég oft, enda var Jakob með stórt bú og margt fé og þurfti stundum á dýralækn- isþjónustu að halda. Kona Jak- obs var Jarþrúður Jónsdóttir, ætt- uð af Kjalarnesi en fædd og uppal- in á Grímsstaðaholtinu í Reykjavík. Hún var hlý, vel gerð og gestris- in kona. Í fyrsta sinn, sem ég kom að Varmalæk, var Jakob við píanóið og lék undurvel lög eftir stórmeist- ara tónlistarinnar. Ég komst að því síðar, að hann samdi sjálfur falleg lög, auk þess sem hann orti ljóm- andi kvæði og þó sérstaklega lausa- vísur, sem flugu um héraðið. Sumar þeirra urðu landfleygar strax. Jak- ob lét þó lítið yfir kveðskap sínum. Hann sagði við mig: „Sá er hólp- inn, sem gerir þannig vísu, að hún lifi lengur en höfundurinn.” Jakob gerði margar vísur, sem lifa hann. Flestar voru þær hlýjar og fullar af gleði og þjóðlegheitum eins og þessi ljóð um vísuna: Íslensk þjóð, sem ávallt bjó við arfleifð sagna og ljóða, var rúin flestu, en reyndist þó ríkust allra þjóða. Við eigum stöku og stuðluð ljóð, sterk í formi og línum. Það sem engin önnur þjóð á í fórum sínum. Aldrei verður vinasnauð vísan hljómasnjalla. Menn láta ei þennan þjóðarauð í þögn og gleymsku falla. Jakob á Varmalæk gat líka beitt gamansemi. Það var landsmót hag- yrðinga á Flúðum 1994 og ekið með mótsgesti um uppsveitir Ár- nessýslu í yndislegu veðri. Þeg- ar ekið var yfir Brúará vestan Skál- holts minntust menn ýmissa Jóna, sem voru ofarlega í huga um þær mundir. Danski biskupinn Jón Gerreksson hafði áður verið erki- biskup í Uppsölum. Hann var sett- ur af vegna saurlífis. Páfinn sjálfur veitti honum þó Skálholt á árinu 1426 með þeim ummælum, að ekki væri mikið í húfi, því að íbú- ar biskupsdæmisins væru hálfgerð- ir villimenn. Í störfum sínum varð Jón Gerreksson biskup þekktur fyr- ir margs konar yfirgang. Það lauk með því, að Íslendingar gerðu upp- reisn gegn honum og sveinum hans 20. júlí 1433, handsömuðu hann, stungu í sekk, líklega ullarballa, og drekktu í Brúará. Ekki var þá hægt að segja, að þeir hefðu úthellt blóði biskupsins. Ekrarnir eru álagablett- ur við Hvítá í landi Hamra í Gríms- nesi. Þar sem Ekrar skaga lengst í austur er Ullarklettur. Í víkinni við klettinn rak upp pokann með bisk- upnum. Á þessum tíma var Jón Sig- urðsson seðlabankastjóri frá Ísafirði kominn á 5 milljón króna fjallabíl til að aka eftir ströndinni af Sel- tjarnarnesi að Arnarhóli. Það þótti vel í lagt. Jón Baldvin Hannibals- son var að brjótast í því að koma Íslendingum í Efnahagsbandalag- ið. Ýmsum fannst hann bjóða full- veldisafsal fyrir erlend áhrif og að- göngumiða að Evrópska efnahags- svæðinu, EES. Að dómi Jakobs jafnaðist slíkt á við föðurlandssvik. Hann orti: Sunnlenskar byggðir blasa við allra sjónum, bera af flestu, verður ei lýst með orðum. Hér eru allir hættir að drekkja Jónum. Ég held samt, að þörfin sé við- líka brýn og forðum. ...Um Jón Sigurðsson orti Jakob: Það þarf að bæta bankastjór- ans kjör og bíllinn þarf að vera í góðu standi, svo ekkert hamli áríðandi för í útibúin á Kili og Sprengi- sandi. ...og þegar stjórnsemi og ýmsar aðrar athafnir Davíðs Oddssonar féllu Jakobi illa orti hann: Íslendingar Davíð dá og dyggðir mannsins prísa, en þetta er eins og allir sjá öfugmælavísa. Eftir ágenga heimsókn rukkara eða trúboða orti Jakob: Leitt er mjög, en samt er satt að sumir geta bara vakið yndi og aðra glatt, er þeir kveðja og fara. Sigurður dýralæknir í við sýnikennslu í krufningu unglamba á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Skreytt fyrir jólin Fólk hefur verið duglegt að skreyta hús sín í aðdraganda jóla. Þessar mynd- ir voru teknar í nýverið. Önnur sýnir Gauja litla skreyta í Hernámssetrinu á Hlöðum en hin er af hús á Hellissandi. mþh Leikið í snjónum Ekki hefur verið mikill snjór í Ólafsvík í haust en þó brá til betri tíðar fyrir börnin nýlega er snjórinn lét loks sjá sig. Ekki leið á löngu áður en börnin tóku fram snjósleða og önnur leiktæki. Fjölmörg börn léku sér í snjónum á sunnudaginn í Sjómannagarðinum í Ólafsvík, sem er vinsæll meðal barna enda einn glæsilegasti Sjómannagarðurinn á landinu. af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.