Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 111

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 111
111MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Síðastliðinn fimmtudagur var al- gjörlega dagur Vesturlandsliðanna í körfuboltanum. Öll unnu sig- ur í Dominosdeildinni og bættu þar með stöðu sína. Mikilvæg- asti sigurinn er án efa hjá Skalla- grími gegn ÍR-ingum í Borgar- nesi. Skallagrímsmenn hefðu nán- ast getað afskrifað sætið í úrvals- deildinni eftir þennan vetur ef þeir hefðu tapað leiknum, en með sigrinum eru þeir komnir í jafna stöðu við ÍR, Fjölni og Grinda- vík en öll eru liðin með 4 stig þeg- ar keppni í deildinni er að verða hálfnuð. Skallagrímsmenn voru grimmir og ákveðnir frá upphafi og höfðu 11 stiga forskot í hálf- leik 45:34. Þrátt fyrir að gestirn- ir næðu að minnka muninn niður í þrjú stig í þriðja leikhluta héldu heimamenn dampi til loka og sigr- uðu örugglega 76:68. Tracy Smith átti stórleik í liði Skallagríms, með 29 stig, 20 fráköst og fjögur varin skot. Páll Axel Vilbergsson skor- aði 13 stig og tók 8 fráköst, Sig- tryggur Arnar Björnsson 11 stig og 6 stolna bolta, Daði Berg Grétars- son 9 stig, Davíð Ásgeirsson 7 stig og aðrir minna. Snæfellingar hoppuðu upp í 6. sæti deildarinnar með sigri á Kefl- víkingum í Hólminum 93:88. Sig- urinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna. Heimamenn voru betri strax frá upphafi og voru með 12 stiga forskot í hálfleik 51:39. Sig- urður Þorvaldsson var atkvæða- mestur hjá Snæfelli með 24 stig og 16 fráköst, Austin Bracey kom næstur með 21 stig, Chris Woods 21 stig, 10 fráköst og 8 stoðsend- ingar, Stefán Karel Torfason 16 stig og 7 fráköst, Pálmi Freyr Sig- urgeirsson 9 stig og Sveinn Arnar Davíðsson 2. Snæfellskonur endur­ heimtu toppsætið Fresta þurfti leik kvennaliða Snæ- fells og Grindavíkur sem fram átti að fara á miðvikudagskvöldið og fór hann fram á fimmtudags- kvöld í Hólminum. Snæfellskon- ur endurheimtu toppsætið með sigri á Grindavíkurstúlkum. Það var aðeins í upphafi sem jafnræði var með liðunum. Snæfellskon- ur voru mun sterkari í leiknum. Þær voru með þrettán stiga for- skot í hálfleik 41:28 og bættu svo við í seinni hálfleiknum. Lokatöl- ur urðu 80:56. Kristen McCarthy var stigahæst með 30 stig, Hild- ur Sigurðardóttir 13, Berglind Gunnarsdóttir 12, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9 og þær Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Re- bekka Rán Karlsdóttir skoruðu 8 stig hvor. þá Frá því í byrjun október hafa eldri borgarar í Borgarbyggð æft pútt í húsnæði því sem Golfklúbbur Borg- arness hefur komið sér upp í gamla sláturhúsinu í Brákarey. Æfingar eru tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 14. Hafa æf- ingar verið vel sóttar, en þær eru öll- um þeim opnar sem vilja. Í haust var ákveðið að halda eitt mót í mánuði á haustönn og var síðasta mótið af þremur haldið síðasta fimmtudag.´ Úrslit urðu þau í kvennaflokki að Jytta Juul sigraði með 199 högg. Í öðru sæti varð Lilja Ólafsdóttir með 210 högg og Ásdís Geirdal þriðja með 212 högg. Í karlaflokki sigr- aði Þorbergur Egilsson á 191 höggi, Guðmundur Bachmann varð ann- ar með 192 högg eftir bráðabana við Ingimund Ingimundarson sem einnig var með 192 högg. fj KFÍA hefur samið við fjór- ar efnilegar knattspyrnukon- ur til viðbótar við þær ellefu sem þegar hefur verið sam- ið við fyrir komandi leik- tímabil. Þetta eru Skaga- stelpurnar Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir, Linda María Rögnvaldsdóttir og Heið- ur Heimisdóttir, en Heiður tekur fram skóna á ný eftir tveggja ára hlé. Síðast en ekki síst er það svo Borgnesingurinn Unnur Elva Traustadóttir sem tekur strætóinn á Skagann nokkrum sinnum í viku til að stunda æfingar af kappi með ÍA. Á heimasíðu knattspyrnufélag- ins segist Þórður Þórðarson þjálf- ari stúlknanna ánægður með að fé- lagið sé búið að ganga frá samn- ingum við þessar 15 stelpur sem munu mynda leikmannahópinn fyrir næsta tímabil. „Þetta er mik- ið af ungum og efnilegum stelp- um sem eiga framtíðina fyrir sér og það verður spennandi að vinna með þeim í þeirri uppbyggingu á liðinu sem er framundan. Hópur- inn er nánast klár fyrir utan það að við erum að leita okkur að góðum markmanni með reynslu fyrir kom- andi tímabil,“ segir Þórður þjálfari. þá Snæfellingar áttu í brasi með 1. deildarlið Vals- manna í 16-liða úrslit- um Powerade bikarsins í körfu þegar liðin mættust á Hlíð- arenda í síðustu viku. Lokatöl- ur urðu 80:69 fyrir Snæfell en það var ekki fyrr en í lokafjórðungn- um sem gestirnir náðu afgerandi stöðu. Engu var líkara en Snæfell- ingar væru ekki mættir til leiks í upphafi þar sem heimamenn voru mun betri og voru í stöðunni 28:14 eftir fyrsta leikhluta. Snæfellingum tókst að snúa taflinu við í öðrum leikhluta og voru komnir tveimur stigum yfir þegar blásið var til hálf- leiks. Þá var staðan 38:36 fyrir Snæ- fell. Snæfellingar voru fimm stigum yfir fyrir lokafjórðunginn og náðu síðan að sigla nokkuð öruggum sigri í höfn. Chris Woods skoraði 30 stig fyrir Snæfell, Sigurður Þor- valdsson 15, Stefán Karel Torfason 14, Snjólfur Björnsson 13 og aðrir minna. Snæfellingar fá annað efsta liðið í Dominsdeildinni, Tindastól, í heimsókn í 8-liða úrslitum Power- ade bikarsins sem fram fer upp úr miðjum janúar. þá Snæfellskonur eru hressi- lega á sigurbraut um þessar mundir í Dom- inosdeildinni í körfu- bolta og sitja sem fast- ast á toppi deildarinnar. Þær fóru í Hveragerði sl. sunnudag og unnu þá stórsigur á heimastúlkum í Hamri 96:54. Það var aðeins til að byrja með sem Hamarsstúlkur héldu í við gestina en þær voru yfir eftir fyrsta leikhluta 18:17. Snæfellskonur voru tíu stigum yfir í hálfleik 44:34 en sigldu svo gjörsamlega fram úr í seinni hálfleiknum. Unnu síðasta fjórðunginn í leiknum 30:9. Krist- en McCarthy var langatkvæðamest með 36 stig, Gunnhildur Gunnars- dóttir var með 10 stig, Hildur Sig- urðardóttir, Helga Hjördís Björg- vinsdóttir og Anna Soffía Lárusdótt- ir skoruðu 8 stig hver, María Björns- dóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir 7 stig hvor, Hugrún Eva Valdimars- dóttir 4 og Alda Leif Jónsdóttir 2. Síðasti leikur Snæfellskvenna í Domnisdeildinni á þessu ári verð- ur í Hólminum í kvöld, miðviku- dagskvöld, þegar Breiðablik kemur í heimsókn. þá Dagur Vesturlandsliðanna Sigtryggur Arnar Björnsson sækir að körfu ÍR-inga í leiknum. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson. Grindavík og Snæfell áttust við í kvennadeildinni. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Úr leik Snæfells og Keflavíkur. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Haustmót FEBBNog FAB í pútti Snæfellingar í átta liða úrslitin Stórsigur Snæfellskvenna í Hveragerði ÍA semur við fjórar efnilegar stelpur í fótboltanum Magnús Guðmundsson formaður KFÍA ásamt stúlkunum fjórum þegar skrifað var undir. Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild karla Föstudaginn 19. desember kl. 19:15 ÍA - KFÍ Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! | www.flytjandi.is | sími 525 7700 | OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA 750KR.ALLT AÐKG45 Viðtakandi fær tilkynningu þegar sækja má sendingu. Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. ALLT AÐ 0,5 x 0,5 x 0,5 m KG45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.