Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Umhverfisvæn jólalýsing hjá Borgarbyggð Hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð var núna fyrir aðventuna stigið stórt skref í þá átt að gera jólalýsinguna í þéttbýlinu bæði umhverfisvænni og orkusparandi. Í jólaskreytingarn- ar á ljósastaurum eru nú komnar svokallaðar ledperur sem eru mun sparneytnari og umhverfisvænni en venjulegar ljósaperur. Hver ledpera endist á við 3-5 glóperur eða í 20 þúsund tíma, að sögn Guðmund- ar Skúla Halldórssonar hjá HSS Verktaki sem hefur séð um jólalýs- inguna í Borgarbyggð síðustu ell- efu árin. Guðmundur Skúli segir að við þessa breytingu sé orkukostn- aðurinn við hverja stauraskreyt- ingu álíka mikill og ein pera kostaði í skreytinguna áður, slíkur sé sparn- aðurinn, auk þess sem endingin sé mun betri. Plasthús eru yfir ledper- unum sem hlífa þeim við hnjaski. „Það var mun minna sem Rarik- menn þurftu að skipta um perur í skreytingunni núna eftir hvassviðr- ið um helgina en jafnan, þannig að þetta kom strax vel út,“segir Guð- mundur Skúli. Hann segir að Borgarbyggð hafi leitað eftir samstarfi við Egilsson heildverslun um að útvega per- ur á hagkvæmu verði og verslun- in hafi látið framleiða góðar perur og á mun lægra verði en áður hefur þekkst fyrir fjöldíóða perur eins og ledperurnar eru. „Núna er fólk um- vörpum að setja þessar perur í jóla- seríurnar utanhúss í stað glóper- unnar,“ sagði Guðmundur Skúli. Hann segir að þetta verði reynd- ar síðustu jólin sem HSS Verktak sér um jólalýsingarnar fyrir Borg- arbyggð þar sem áformað er að það verði á könnu garðyrkjufræðings framvegis. Ljóst sé að þetta skref sem nú var stigið komi til með að minnka til muna kostnaðinn við lýsinguna hjá Borgarbyggð í fram- tíðinni. þá Svokallaðar ledperur eru nú í jólaskreytingunni í Borgarbyggð. Ljósm. gsh. Vinahúsið fær gjafir Vinahúsið í Grundarfirði fékk höfðinglegar gjafir í lok nóvember- mánaðar. Arion banki veitti Vina- húsinu 50 þúsund króna styrk og Landsbankinn 20 þúsund. Styrk- irnir voru nýttir upp í kaup á over- lock saumavél. Söfnun fyrir vél af slíku tagi hefur staðið yfir með sölu á handverki og nytjamörkuðum og er nú vélin komin í hús. Hún verð- ur nýtt til sauma á ungbarnaföt- um sem send eru til Hvíta - Rúss- lands. Á myndinni má sjá Guðrúnu M. Hjaltadóttur starfsmann Ar- ion banka ásamt handverkskonum í Vinahúsinu. grþ/ Ljósm. sk. Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is S K E S S U H O R N 2 01 2 Reyktur og grafinn Eðallax fyrir hátíðarstundir www.skessuhorn.is Miðvikudagur 10. desember Miðvikudagur 17. desember (Jólablað) Þriðjudagur 30. desember Miðvikudagur 7. janúar 2015 Auglýsingapantanir í Jólablað Skessuhorns þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 12. desember Útgáfudagar næstu vikur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.