Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Eftir áramótin mun SkjárEinn hefja sýningar á annarri ser- íu raunveruleikaþáttarins Biggest Loser Ísland. Meðal þátttakenda þessu sinni eru tveir Vestlending- ar, þau Rúnar Ólason og Akur- nesingurinn Alexandra Arndísar- dóttir. Rúnar er Vestlendingur í húð og hár, hefur í gegnum tíðina búið í Borgarnesi, Stykkishólmi og nú síðustu tíu árin á Akranesi. Rúnar starfar við tilboðsgerð hjá Loftorku í Borgarnesi. Skessuhorn heyrði í Rúnari og spurðist meðal annars fyrir um heilsufarið, líðan- ina og þáttinn. Þyngdist í kjölfar nýrnaskipta Rúnar segist alltaf hafa verið þyngri en flestir jafnaldrar sínir en fyrir fjórtán árum fór hann að þyngjast verulega. „Ég fór í nýrna- skipti haustið 2000. Þá fór ég á lyf sem höfðu þá aukaverkun að mat- arlystin jókst mikið og kom þannig þessum bolta af stað niður brekk- una,“ segir Rúnar. Þegar tökur hófust á þættinum var Rúnar 177,5 kg. Hann segir þyngdina að vissu leyti hafa haft áhrif á líf sitt fram til þessa. „En maður áttaði sig kannski ekki á því á meðan hlutur- inn var að gerast. En þegar mað- ur er á sig kominn líkamlega eins og ég, þá gerist það að sjálfstraust- ið er ekki til staðar og maður þorir ekki að gera ýmsa hluti sem mann hefði langað til að gera,“ útskýrir hann. Þeir sem glíma við ofþyngd finna oftar en ekki fyrir fylgikvill- um vegna þyngdarinnar. Rún- ar kannast við það. „Ætli það séu ekki bara þessu klassísku einkenni sem ég hef fundið fyrir. Þá er ég að meina hluti eins og að vera sífellt orkulítill, að eiga erfitt með svefn og blóðþrýstingurinn ekki til fyrir- myndar svo fátt eitt sé nefnt,“ seg- ir hann og bætir því við að flest all- ir sem eru í svipuðum sporum og hann hafi auk þess lent í fordóm- um vegna útlitsins. Ætlaði sér að vinna Aðspurður um markmiðið með þátttökunni í Biggest Loser Ísland segir Rúnar að fyrirfram hafi hann verið ákveðinn í að vinna. „En ég var nú fljótur að átta mig á því að ég gat ekki stjórnað því hvernig geng- ur hjá öðrum. Ég get bara einbeitt mér að sjálfum mér og gert mitt besta til þess að ná besta mögulega árangri sem ég get náð og vonað að það komi til með að nægja þeg- ar kemur að lokaþættinum.“ Rún- ar hefur gert nokkrar tilraunir til að léttast á undanförnum árum en að hans sögn alltaf gert þau mistök að gefast upp þegar hann hefur lent á vegg. Þannig hefur hann lést um einhver kíló en bætt þeim svo öll- um aftur á sig og gott betur. „Þeg- ar allt er tekið saman hef ég líklega misst um 100 kg í heildina við að reyna að léttast.“ Þurftu að vinna fyrir símtölum Fjórtán keppendur tóku þátt í Big- gest Loser Ísland 2 og lauk tökum nýverið. Tökur fóru fram á Ásbrú í Reykjanesbæ og þeir keppendur sem lengst voru dvöldu þar í níu vik- ur. Upptökur voru skipulagðar alla virka daga frá klukkan 9 til 18 og fengu keppendur einungis að hitta þá sem unnu að þáttunum. Á kvöld- in og um helgar voru þeir einir en höfðu aðgang að hjúkrunarfólki á bakvakt. Að sögn Rúnars voru kepp- endur í mikilli einangrun á meðan á tökum stóð. „En það er svo sem til- gangurinn með þessu. Að taka okk- ur út úr umhverfinu okkar og gefa okkur tækifæri til að einbeita okkur að því að léttast. En við vorum ekk- ert læst inni, við hittum fólk reglu- lega og síðan voru möguleikar á símtölum heim eins og er í erlendu útgáfum þáttanna - en við þurftum svo sannarlega að vinna fyrir þeim,“ útskýrir hann. Rúnar segir að þátt- takan hafi verið erfið og muni vera það áfram. Á sama tíma hafi ver- ið mjög skemmtilegt að takast á við þetta. „Í þessu prógrammi er erfitt að gera upp á milli hvað er erfiðast í þessu öllu saman. En ef ég á að nefna eitthvað þá er það að horfast í augu við það hversu illa var kom- ið fyrir mér.“ Finnur mun á hverjum degi Rúnar segir að honum hafi heilt yfir liðið vel frá því að hann hóf þátttöku í þættinum. „Með hverjum degin- um sem líður finn ég einhvern mun á mér og reglulega er ég að ná mark- miðum sem ég hef sett mér. Það er mikill hvati.“ Eins og gengur þegar raunveruleikaþættir eru teknir upp, þá er oft dramatík í loftinu. Að sögn Rúnars var það líka raunin á Ásbrú. „Það er vissulega við því að búast að það sé mikið drama þegar svona pró- gram er í gangi. Fólk er að eyða svo miklu púðri við að horfa inn á við. En á sama tíma er ég þess heiðurs aðnjótandi að deila þessari reynslu með frábæru fólki, sem ég er stoltur að kalla vini mína núna,“ segir Rún- ar. Hann bætir því við að þátttakan hafi verið mjög skemmtileg upplifun til þessa og muni bara verða betri. Fyrsta skrefið mikilvægast Rúnar hefur sett sér það markmið að koma þyngdinni niður í 105 - 110 kg. Hann segir lykilatriðið þó vera að geta gert það sem hann vill, þegar honum langar. „Það sem tekur við núna er einfaldlega að halda áfram og byggja á árangrinum og viðhalda breyttum lífsstíl.“ Aðspurður hvort hann hafi ráð handa fólki sem lang- ar að léttast en kemst ekki af stað segir hann: „Það mikilvægasta er að taka fyrsta skrefið. Einnig er mik- ilvægt að setja sér skýr og raunhæf markmið og skrá þau niður einhvers staðar þar sem þú sérð þau daglega. Einnig skal viðkomandi hafa í huga að þúsund mílna ferðalag hefst á einu skrefi.“ grþ Þúsund mílna ferðalag hefst á einu skrefi Vestlendingur tekur þátt í Biggest Loser Ísland-2: Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað fyrir neyðarsöfnun á vetr- arfatnaði sem verður komið til úkraínskra flóttamanna í Hvíta- Rússlandi. Rauði krossinn hvet- ur alla sem hafa tök á því til að leggja söfnuninni lið með hvers kyns prjónafatnaði, vetrarfatnaði og skóm, eða hlýjum teppum. Sóst er eftir fötum fyrir alla aldurshópa og bæði kyn. Mikilvægt er að fata- pokarnir sem ætlaðir eru úkra- ínskum flóttamönnum séu merktir „Úkraína“ áður en þeim er kom- ið fyrir í fatagámum Rauða kross- ins eða grenndargámum. Einnig er tekið við fatnaði í miðstöð fata- söfnunar Rauða krossins í Skútu- vogi 1 í Reykjavík. Stjórnmálalandslagið í Úkraínu hefur verið vægast sagt óstöðugt á árinu sem er að líða. Óeirðir brut- ust út í febrúar á þessu ári þar sem óbreyttir borgarar voru myrtir við mótmæli. Átök hafa síðan geis- að víða um landið en alvarlegust hafa þau verið í austurhluta lands- ins, við borgirnar Luhansk og Do- netsk. Nú þegar hafa hátt í 750 þúsund Úkraínumenn þurft að yfirgefa heimili sín. Hluti þeirra hefur freistað þess að sækja um pólitískt hæli í Hvíta-Rússlandi en þar hefur Rauði krossinn á Ís- landi stutt mannúðarverkefni um nokkurra ára skeið. Eitt þeirra er fatasöfnun, þar sem hlýjum vetr- arfatnaði er safnað og dreift til þeirra sem á þurfa að halda. Vetr- arhörkurnar í Hvíta-Rússlandi geta verið einkar harðar og hús- in mörg illa kynt. Það er mikil- vægt að átta sig strax á erfiðum aðstæðum úkraínskra flóttamanna í Hvíta-Rússlandi, sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna stríðs- átaka – margir hverjir allslausir og illa búnir. Hlutleysi er eitt af grunngild- um Rauða krossins og því tek- ur hann ekki afstöðu með annarri hvorri stríðandi fylkingu. Rauði krossinn tekur fyrst og fremst af- stöðu með óbreyttum borgurum, sem hafa þurft að súpa seyðið af refskák stjórnmálamanna og her- foringja. -fréttatilkynning Aron var vinsælasta eiginnafn ný- fæddra drengja á árinu 2013 en Katrín vinsælasta stúlkunafnið. Þór var langvinsælasta annað eiginnafn- ið hjá drengjum, en þar á eftir Freyr og Máni. María var vinsælasta ann- að eiginnafnið hjá stúlkum ásamt Rós, en þessi nöfn hafa vermt annað og fjórða sætið undanfarin ár. Á eft- ir þeim kom stúlkunafnið Lilja sem þriðja vinsælasta síðara eiginnafn ný- fæddra stúlkna. Í frétt Hagstofunnar segir að þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2014 voru tíu algengustu einnefnin og fyrstu eiginnöfnin al- veg þau sömu og árið 2009. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum er Guðrún algengast, þá Anna og svo Krist- ín. Tíu algengustu karl- og kven- mannsnöfnin hafa verið þau sömu frá 2009. Flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2014 voru þrjár algengustu samsetning- arnar hjá körlum Jón Þór, Gunn- ar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einn- ig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr. Hjá konum voru þrjár algeng- ustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2009. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrra nafn, en hún reyndist fyrra nafnið í sex af tíu algengustu tvínefnunum. Flestir fæddust 27. september Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið. Algengara er að börn fæðist að sumri og á hausti en yfir vetrarmánuðina, frá október og fram í mars. Alls eru 51,5% allra afmælis- dagana frá apríl til september. Í upp- hafi árs 2014 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn 27. september, alls 1.014 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á hlaupárs- dag, 29. febrúar, eða 208 manns. Að öðru leyti eru jóladagur (657) og að- fangadagur (707). mm Aron og Katrín algengustu nöfnin 2013 Frá skírnarathöfn í Akraneskirkju í haust. Prestur er sr. Eðvarð Ingólfsson. Foreldr- arnir heita Heiður Dögg Reynisdóttir og Þorbjörn Heiðar Heiðarsson. Stúlkan heitir Fanney María. RKÍ safnar vetrarfatnaði vegna neyðarástands í Úkraínu www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Áskriftarsími: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.