Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Finnbogi Hermannson er þjóð- kunnur fjölmiðlamaður. Hann stjórnaði lengi landshlutastöð Rík- isútvarpsins á Vestfjörðum. Þegar hún var lögð af settist Finnbogi í helgan stein sem opinber starfs- maður þar sem hann uppfyllti hina svokölluðu 95 ára reglu. Hann var þó hvergi af baki dottinn enda maður á besta aldri. Undanfarin ár eftir að hann lét af störfum fyrir hið opinbera hefur Finnbogi sinnt ritstörfum af kappi og sent frá sér hverja bókina á fætur annarri. Nú í haust kom út ný bók úr smiðju hans þar sem hann situr heima í Hnífsdal. Það er bókin Illur feng- ur. Heimildaskáldsaga um sögu af- brota sem framin voru á Skarðs- strönd í Dalasýslu á öndverðri 20. öld. Hin seku voru ákærð, dreg- in fyrir dómstóla og dæmd. För þeirra lá síðar meðal annars suður á Akranes. Heyrði fyrst úr ranni Steinólfs Við hittum Finnboga Hermanns- son í Kaffivagninum á Granda. Það er staður við hæfi til að eiga orð við þennan vestfirska rithöf- und sem nú hefur skrifað bók sem gerist á Vesturlandi. Það er reynd- ar ekki fyrsta bókin hans með frá- sagnarsvið í þeim landshluta. „Aðdragandinn að Illum feng er búinn að vera langur. Ég skrif- aði á sínum tíma bókina Einræð- ur Steinólfs í Ytri-Fagradal. Hún kom út 2003. Þar rakti Steinólf- ur Lárusson bóndi í Ytri-Fagra- dal á Skarðsströnd í Dölum með- al annars ýmislegt sem drifið hafði á daga hans um ævina. Í þeim frá- sögum kom stuttlega upp þessi saga um ofbeldi nágranna þeirra í Ytri-Fagradal sem bjuggu á Heina- bergi á Skarðsströnd. Steinólfur sjálfur og hans fólk eru persónur í Illum feng, reyndar ekki með eig- in nöfnum en eru þar þó. Nafninu á Ytri-Fagradal er einnig breytt. Ég breyti bæði örnefnum og nöfn- um fólks. Í Illum feng er Steinólf- ur drengurinn sem kemur fyrir og hefur þessar miklu áhyggur af því að þeir óvinir föður hans myndu drepa hann. Af þeim sökum reyn- ir snáðinn að éta ótæpilega til að safna kröftum og verða sem fyrst stór og sterkur svo hann geti hjálp- að föður sínum,“ segir Finnbogi. Mælirinn fylltist með innbroti í kaupfélagið Frásögnin af þessu máli sem sagt er frá í Illum feng kemur fyrir í fyrrnefndum Einræðum Steinólfs frá 2003 (bls. 27-32). Þar grein- ir bóndinn í Ytri-Fagradal frá því hvernig íbúar á bænum Heina- bergi á Skarðsströnd komust upp með sauðaþjófnað árum saman. Fjölskyldan á Heinabergi var stór. Þetta voru hjón með ellefu börn. Yfirvöld í krafti sýslumannsins í Búðardal gerðu ekkert í málum þó fé bænda á Skarðsströnd hyrfi og grunsemdir beindust að heim- ilisfólki á Heinabergi. Með tíman- um myndaðist mikil og þrúgandi spenna í sveitinni vegna þessara mála. Þar kom til átaka þar sem Lárus Alexandersson, faðir Stein- ólfs, lenti meðal annars í áflogum við þá Heinabergsmenn. Endalok þessarar sögu allr- ar hófust svo þegar Heinabergs- menn brutust inn í kaupfélag sveitarinnar og hirtu þaðan mat- vöru, reiddu heim til bæjar og földu. Þá skarst sjálfur dóms- málaráðherra þjóðarinnar í leik- inn með réttvísi og lagabókstafi að vopni. „Allt þetta mál er mjög athygli vert og einstakt. Sjáum til að mynda dómskerfið á þessum tíma fyrir um 80 árum síðan. Það var mjög einfalt. Dómsmálaráð- herra sem þá var Hermann Jón- asson fór með ákæruvald. Hann tók þessi mál í sínar hendur eftir að þau voru búin að ganga svona vestra á þriðja áratug með stöð- ugum sauðaþjófnaði og ofbeldi,“ mælir Finnbogi um leið og hann fær sér kaffi í bollann. Nýopnuð dómsskjöl segja söguna Finnbogi Hermannson minnist þeirra sagna sem Steinólfur bóndi sagði honum fyrir rúmum áratug síðan. „Einhvern veginn sat þessi saga sem Steinólfur sagði alltaf í mér. Fyrir þessu hafði ég þó vart meira en nokkur skjöl og síðan hans orð og annarra. Það var ekki hægt að komast í nein málsskjöl fyrr en að 80 árum liðnum. Sýslumaður- inn sem þá var í Búðardal virðist hafa haldið algerri verndarhendi yfir þessu fólki. Þetta voru kjós- endur hans. Ég komst svo loks í dómsskjölin sem eru 125 síður og nýlega voru opnuð á Þjóðskjala- safninu. Bókin Illur fengur bygg- ir á þeim. Hún er heimildaskáld- saga sem byggir á sönnum atburð- um. Í skjölunum er allt um lög- regluréttinn yfir hinum grunuðu; játningar, málaferlin vegna inn- brots í kaupfélagið á Salthólmavík í mynni Gilsfjarðar haustið 1934 og áralangs sauðaþjófnaðar, dómsorð vegna þessara mála og áfram má telja,“ útskýrir Finnbogi. Höfundur dregur upp alla þessa örlagasögu í nýrri bók sinni. Sumt var þó ekki málsskjölunum heldur er fengið úr munnlegri geymd fólks vestra. Eitt af því er frásögnin um hvernig einn bræðranna frá Heina- bergi var með samsæri hómó- pata sveitarinnar og héraðslækn- isins í Stykkishólmi ginntur suður og í klær réttvísinnar þar. „Varð- andi þetta talaði ég meðal annars við sjónarvott. Aldraða konu sem enn er á lífi tæplega hundrað ára og býr vestur á Skarðsströnd. Það var ekki læknir sem beið Heinabergs- bróðursins á bryggjunni í Reykja- vík heldur lögregluþjónn. Hann var handtekinn og færður upp í Arnarhvál þar sem lögreglustjór- inn beið og svo var það gæsluvarð- hald í fangelsinu á Skólavörðustíg. Öll þessi saga er lygileg og merki- leg, en þó sönn.“ Sauðaþjófnaður var mjög alvarlegt afbrot Á Íslandi var sauðaþjófnaður lengst af talinn til stórglæpa að viðlagðri dauðarefsingu. Um öndverða 20. öld var refisramminn fyrir slík afbrot enn mjög þungur þó líf- látsdómar hefðu vissulega ver- ið aflagðir. „Dómarnir voru mjög þungir, það var dæmt fyrir sauða- þjófnað samkvæmt lagagreinum frá 1869 sem kváðu á um mjög harð- ar refsingar. Dómarnir í þessu máli voru sjálfsagt þeir hörðustu sem féllu á Íslandi á millistríðsárun- um að undanskildum dómum fyr- ir morð. Ég greini frá þeim í bók- inni alveg eins og þeir voru kveðn- ir upp með löngum fangelsisvist- um og sektum. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt og vakti að vonum athygli og umtal.“ Finnbogi segir að þegar niður- staða lá fyrir dómi hafi ábyggilega tíu aðilar lýst skaðabótakröfum vegna sauðaþjófnaðar. „Þær voru samþykktar og greiddar. Heina- bergsjörðin var seld á uppboði til lúkningar þessum kröfum og til að standa straum af málskostn- aði. Fjölskyldan hraktist á brott og settist að á Akranesi. Þar gerð- ist fjölskyldufaðirinn öskukarl um tíma, safnaði rusli bæjarbúa á bíl. Börn þeirra hjóna hjálpuðu til við þau störf. Þetta var svona á árun- um upp úr 1935 og fram í stríðs- árin. Svo flutti fjölskyldan norður í land og settist að á Skagaströnd.“ Alvörumál fram á þennan dag Skömmin var sjálfsagt mikil. Finn- bogi segist þó vona að með skrif- um sínum sé hann ekki að ýfa upp gömul sár. Vissulega sé skrifað um alvörumál. „Steinólfur bóndi sagði frá þessu af miklum þunga. Mál- ið sat greinilega í honum en ég merkti þó enga reiði. Hann var ekki þannig maður. En hann sagði frá þessu eins og hann hafði upp- lifað þetta.“ Finnbogi Hermannsson bæt- ir við að lokum að hann þekki marga sem eru afkomendur fólks- ins sem bjó á Heinabergi á árunum 1911-1937. „Ég sendi einu þeirra handrit bókarinnar og hef ekki fengið neinar vísbendingar um að neinum væri illa við að ég væri að skrifa um þetta mál. Ég vona að svo sé ekki. Það kemur skýrt fram í bókinni að þeir sem voru dæmd- ir tóku út sínar refsingar. Fólk varð vissulega að fást við afleiðing- ar gerða sinna. Menn hlutu harð- ar refsingar bæði fyrir dómi og í samfélaginu en gerðu upp sín mál. Þau hröktust í burt úr sveitinni og sneru aldrei aftur. Ég myndi þó segja að fólkinu og þeirra af- komendum hafi farnast ágætlega eftir þetta. Þau fluttu einfaldlega á brott, hófu nýtt líf og komust aldrei aftur í kast við lögin.“ Sjálfur er Finnbogi ánægður með bókina. „Ég er mjög sáttur við hana.“ mþh Höfundurinn við Benz-bifreið sína utan við Kaffivagninn á Granda. Finnbogi Hermannsson rithöfundur í Hnífsdal: Varpar ljósi á gamalt vestlenskt sakamál í nýrri bók Finnbogi Hermannsson með nýjustu bók sína Illur fengur þar sem sagt er frá gömlum afbrotum á Vesturlandi. Einræður Steínólfs í Ytri-Fagradal komu út fyrir ellefu árum. Við gerð hennar komst Finnbogi á snoðir um þau mál sem hann nú hefur skrifað um í Illum feng. Kápa nýju bókarinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.