Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Snæfellsbær - miðvikudagur 3. desember Jólatónleikar með KK og Ellen í Ólafsvíkurkirkju kl. 20. 2000 kr. inn og frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Barna- og skólakór Snæfellsbæjar syngur nokkur falleg jólalög. Stykkishólmur - fimmtudagur 4. desember Tendrun jólatrés í Hólmgarði kl. 18. Borgarbyggð - fimmtudagur 4. desember Aðventukvöld í Edduveröld kl. 19. Gallerý Gló, Júlí og Sóla opin, kynningar ýmiskonar, sölubásar, dans, tónlist, spákona og fleira skemmtilegt. Akranes - fimmtudagur 4. desember Hópheilun og indversk stjörnu- speki. Hugarsýn, félag um and- leg málefni kynnir: Hópheilun, kynning á indverskri stjörnu- speki, fræðsla, spjall og fleira. Við fáum Einar Gröndal og Guðrúnu Guðmundsdóttur í heimsókn til okkar fimmtudagskvöldið 4. desember kl. 20, í Framsóknar- húsinu við Sunnubraut 21. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir kr. 1500. 1000 kr. fyrir félagsmenn. Borgarbyggð - fimmtudagur 4. desember Aðventutónleikar Tónlistar- félags Borgarfjarðar í Reykholts- kirkju kl. 20. Slá þú hjartans hörpustrengi. Björg Þórhalls- dóttir,sópran, Elísabet Waage, harpa og Hilmar Örn Agnarsson, orgel, flytja hátíðlega aðventu- tónlist. Akranes - föstudagur 5. desember Jólatónleikar á Vallarseli. Árlegir jólatónleikar á Stekk kl. 13.30 og Jaðri kl. 14.30. Þar munu börnin sýna brot af því sem þau hafa verið að læra að undanförnu og bjóða svo í kaffi og kökur, sem þau útbjuggu sjálf, að tónleikum loknum. Grundarfjörður - laugardagur 6. desember Opinn tími í 5Rytma dansi með Sigurborgu Kr. Hannesdóttur á Læk, Sæbóli 13, kl. 11. Dansinn er frábær leið til að auka orku, losa um spennu og njóta augnabliks- ins. Verð kr. 2.000. Allir velkomnir. Borgarbyggð - laugardagur 6. desember Systurnar frá Einarsnesi í Land- námssetrinu. Hinir árlegu jóla- tónleikar þeirra systra, Soffíu Bjargar og Kristínar Birnu verða haldnir í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 21. Létt andrúms- loft og kunnuglegir tónar. Ásamt þeim spilar gítarleikarinn Örn Eldjárn undirspil. Miðasala við innganginn. Verð kr. 2000. Borgarbyggð - sunnudagur 7. desember Aðventusamkoma á annan sunnudag í aðventu í Borgarnes- kirkju kl. 17. Meðal efnis: Helgi- leikur Barnakórsins. Kirkjukórinn syngur jólasöngva. Inga Björk Bjarnadóttir flytur hugleiðingu. Ungmenni lesa ritningarlestra og ljóð. Almennur söngur. Borgarbyggð - mánudagur 8. desember Deildarfundur Borgarnesdeildar KB í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi kl. 20. Egill Ólafsson mætir á fundinn og rekur þróun kaup- félagsins í tengslum við ritun sögu Borgarness. Kaffiveitingar. Borgarbyggð - þriðjudagur 9. desember. Börnin á Kattholti og Sjónarhóli, leikskólanum Klettaborg fara og syngja í félagsstarfi aldraðra kl. 13:15. Akranes - þriðjudagur 9. desember Fundur bæjarstjórnar kl. 17 í bæjarþingsal Akraneskaup- staðar. Bæjarstjórn fundar tvisvar í hverjum mánuði, annan og fjórða þriðjudag hvers mán- aðar. Fundir bæjarstjórnar eru opnir, en heimilt er að ákveða að einstök mál skuli rædd fyrir luktum dyrum þegar það telst nauðsynlegt vegna eðlis máls. Bæjarstjórnarfundir eru opnir al- menningi en einnig er hægt að hluta á þá í útvarpinu á fm 95,0. Til sölu Toyota Corolla Wagon 2003. 1598cc 110 hestöfl Ekinn 191 þús. Skoðaður til 2015. Dráttarkrókur, smurbók, reyklaus, 4 sumardekk, 4 eldri vetrardekk á stálfelgum. Ásett verð: 600 þús kr. bjarki.scott@marel.com ÓE videotæki gefins eða ódýrt Óska eftir að fá gefins eða ódýrt videotæki. 67dagny@gmail.com Herbergi til leigu Til leigu herbergi á Akranesi með aðgang að baðherbergi og eldhús. Leiga 35 þús. Nánari upplýsingar gefur Anna síma 659-9516. Húsnæði óskast Óska eftir 3-4 herb. langtímaleiguíbúð. Leiguverð í kringum 120-140 þús. á mánuði. Skilvísum greiðslum og góð umgengni. Uppl. í 867-2971 og sigrun.pe@simnet.is Íbúð óskast til leigu Læknir, rólegur og reyklaus ásamt 13 ára dóttur leitar eftir lítilli íbúð til leigu á Akranesi, í Mosfellsbæ eða nágrenni. Upplýsingar hjá Birgittu í síma 869-4679. Óska eftir par/ rað- eða einbýli á Akranesi Fjölskylda óskar eftir leiguhúsnæði. Par-, rað- eða einbýlishúsi á Akranesi frá 1. jan. 2015. Reglusöm, engin gæludýr, trygging og öruggar greiðslur. 3 svefnherb. minnst. Skipti á einbýli í Keflavík gætu líka komið til greina. Uppl. á email vantarhusnaedi@gmail.com Vantar dekk Vantar vetrardekk 215/60 x 17 heilsárs eða negld. Sími 865-7558. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það albesta. Pakki með 100 tepokum er á 4300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið 7800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir stuttan tíma og bjúgurinn fer mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. S: 845-5715, Nína. Borgarnes dagatalið 2015 Veggdagatal með 13 ljósmyndum úr Borgarnesi frá öllum mánuðum ársins. Hægt er að skoða myndirnar á dagatalinu á internetslóðinni: www.hvitatravel.is/dagatal. Frí heimsending í Borgarnesi. Nánari upplýsingar í síma 661-7173 & tolli@hvitatravel.is Prófkvíði Árangursrík meðferð við prófkvíða. Kíktu á heilsubot.com Á döfinni LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU Nýfæddir Vestlendingar Markaðstorg Vesturlands SMáauglýSingar atburðadagatal fréttir www.SkeSSuhorn.iS Markaðstorg Vesturlands BÍLAR/VAGNAR/KERRUR HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI ÝMISLEGT ÓSKAST KEYPT 17. nóvember. Drengur. Þyngd 4.535 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Guðrún Lind Gísladóttir og Ármann Smári Björnsson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 21. nóvember. Drengur. Þyngd 4.120 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Selma Rut Þorkelsdóttir og Guðbrandur Gunnar Garðarsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 25. nóvember. Stúlka. Þyngd 3.990 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Sigrún Kristjánsdóttir og Ágúst Már Gröndal, Reykhólahreppi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. 29. nóvember. Stúlka. Þyngd 3.720 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Íris Gunnarsdóttir og Davíð Ásgeirsson, Borgarnesi. Ljósmóðir Lóa Kristinsdóttir. 20. nóvember. Drengur. Þyngd 4.185 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Kristbjörg S. Birgisdóttir og Gunnar Þorkelsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 25. nóvember. Drengur. Þyngd 3.445 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Fríður Rún Sigurðardóttir Dungal og Þorvaldur Gunnarsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 27. nóvember. Stúlka. Þyngd 4.645 gr. Lengd 54 sm. Foreldri: Ragnheiður Helga Bæringsdóttir, Búðardal. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 30. nóvember. Drengur. Þyngd 3.330 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Eyrún Sif Ólafsdóttir og Guðmundur Óttar Sigurjónsson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.SkeSSuhorn.iS Í tilefni af 100 ára vígsluafmæli kirkjunnar verður hátíðarmessa sungin sunnudaginn 7. des. kl. 14.00 en kirkjan var einmitt vígð 2. sunnudag í aðventu árið 1914. Prédikun: Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti. Altarisþjónusta: Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson. Kór Saurbæjarprestakalls syngur undir stjórn Zsuzsönnu Budai. Að messu lokinni verður kirkjukaffi í boði sóknarnefndar á Laxárbakka. Allir velkomnir. Sóknarprestur Leirárkirkja 100 ára SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.