Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Page 4

Skessuhorn - 10.12.2014, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Rafræn áskrift kostar 1.950 kr. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hið hljóða prestsval Nýlega rann út frestur til að sækja um nýtt embætti prests á Akranesi og sækjast tíu manns eftir brauðinu. Langt er síðan ljóst var að í nærri sjö þús- und manna söfnuði væri vitlaust gefið að því leyti að einn prestur þarf að þjóna í svo fjölmennri sókn. Ég held að ég hafi heyrt einhversstaðar að talan fjögur þúsund teldist hæfilegur hámarksfjöldi sóknarbarna á bak við hvern prest. Engu að síður eru dæmi um að einn prestur þjóni í sókn sem telur jafnvel nokkra tugi einstaklinga eða í hæsta lagi fá hundruð. Hvernig kirkjunnar menn réttlæta þetta misræmi, veit ég ekkert um. Finnst það bera vott um að þjóðkirkjan er kannski ekki sú kvikasta þegar kemur að þróun að breyttum búskaparháttum, bættum samgöngum eða ýmsu öðru. Það er svo margt sem byggir á hefð fyrri alda. Stundum er það allt í lagi, en oft getur það skaðað að fylgja ekki þróuninni. Á undanförnum árum hefur þjóðkirkjan okkar glímt við ákveðnar hremm- ingar. Forsvarsmönnum hennar voru á stundum mislagðar hendur þegar kom að vörnum, ef út af brá, og því hefur fylgismönnum kirkjunnar fækkað hraðar en áður hefur þekkst. Þrátt fyrir að menn virðist hafa gert sér grein fyrir vandamálinu hefur skort að þjóðkirkjan færi stjórnunarhætti sína og starfsreglur nær því sem teljast mætti eðlilegt sé það yfirleitt ætlun kirkj- unnar fólks að halda í sem flest sóknarbarna sinna. Hugsanlega hefur skort auðmýkt og sveigjanleika. Þegar sóknarbörn í Staðarstaðarprestakalli á Snæfellsnesi stóðu frammi fyrir því fyrir um ári síðan að velja þurfti nýjan prest ákváðu þau að hafa allt um það að segja hver fengi brauðið. Í fámennri sveit hefur mikið að segja að sem flestir geti sætt sig við prestinn og hans störf. Í starfsreglum kirkjunn- ar frá árinu 2011 er ákvæði þess efnis að ef þriðjungur sóknarbarna í við- komandi prestakalli fer fram á almenna prestskosningu, í stað þess að fela valnefnd það hlutverk, þá skal kosið. Þetta fundu Snæfellingarnir út og það var kosið um prest. Ungur prestur fékk brauðið eftir að hafa þurft að sanna sig á fundum og sýnt hvað í honum bjó. Þarna héldu sóknarbörn vöku sinni. Það er nefnilega afar mikilvægt því í fyrrgreindum starfsreglum segir einnig: „Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en að hálfum mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var auglýst laust til umsókn- ar.“ Þetta er náttúrlega afar undarlegt orðalag og beinlínis læðist að manni sá grunur að svona hafi þessi regla verið samin til að nær aldrei verði al- mennar prestskosningar. Reglur þessar bókstaflega kalla á að almenn sókn- arbörn hafi ekkert um prestsval að segja. Því ættu þau t.d. að krefjast kosn- inga áður en fyrir liggur hverjir sækja um? Maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna þjóðkirkjan velur að vera svona lok- uð stofnun þar sem fáir koma að lýðræðislegum gjörningi sem þó snertir marga. Af hverju hræðist hún að láta fara fram almennar prestskosningar? Persónulega fyndist mér það þjóðráð, vilji kirkjan opna sig og auka á ný áhuga almennings fyrir henni. Prestsefnum á að sjálfsögðu að vera gert að kynna sig opinberlega, fyrir hvað þau hyggjast standa, hvaða áherslur þau hyggist leggja í æskulýðs- og safnaðarstarfi, ræða opinskátt um trúmál og á góðri íslensku að sanna það fyrir væntanlegum sóknarbörnum að þau séu starfsins verðug. Prestar eru sálusorgarar í sínum sóknum og sem slíkir afar nauðsynlegir. Af þeim sökum finnst mér mikilvægt að ætíð verði sem breið- ust sátt um val þeirra. Í starf sóknarprests í Garðaprestakalli á Akranesi vona ég innilega að hæf- asti umsækjandinn verði valinn. Ég hef að vísu ekkert um það að segja og verð því að leggja allt mitt traust á fámenna valnefnd. Mér finnst þetta þó fjarri því að vera lýðræði í þeirri mynd sem hæfi stofnun sem kveðst í hinu orðinu vilja ná til sem allra flestra sóknarbarna. Magnús Magnússon. Olís - Rekstrarland í Ólafsvík opn- aði nýja og stærri verslun á föstu- daginn. Nýja húsnæðið er 200 fm að flatarmáli og því mikill mun- ur því áður var verslunin í 80 fer- metrum. Nú er vöruúrval aukið til muna og meðal annars teknar inn vörur frá Nýherja og Rekstr- arlandi. Viðskiptavinir geta auk þessa nýtt sér heimasíðu Ellings- sen og verður þá pöntuð vara það- an ef hún er ekki til á lager. Björn Haraldur Hilmarsson er umboðs- maður Olís. Var hann að vonum ánægður með nýja húsnæðið og sagði í samtali við fréttaritara að hann hafi tekið við góðu búi þegar hann tók við umboðinu af Gunnari Gunnarssyni. Þeir félagar eru hér saman á mynd. af Ólöf Nordal tók síðastliðinn fimmtudag við ráðuneyti innan- ríkismála af Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, alþingismanni og vara- formanni Sjálf- stæðisflokksins. Samhliða skip- un Ólafar færð- ust dómsmálin í innanríkisráðu- neytið að nýju. Ólöf var vara- formaður Sjálf- s tæðis f lokks- ins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðaust- urkjördæmi 2007–2009 og Reykja- víkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hef- ur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í sam- göngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismála- nefnd, stjórnskipunar– og eftirlits- nefnd, fjármálanefnd, kjörbréfa- nefnd og sérnefnd um stjórnar- skrármál. Áður en Ólöf Nordal tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður fram- kvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heild- söluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004. Hún var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgöngu- ráðuneytinu og starfaði í lög- fræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996. Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn. -fréttatilkynning Þrátt fyrir tap í Útsvarsþætti RUV síðastliðinn föstudag kom- ust Skagamenn áfram í sextán liða úrslit. V-in þrjú; Valgarður Lyng- dal Jónsson, Vilborg Þórunn Guð- bjartsdóttir og Vífill Atlason náðu 59 stigum gegn 68 stigum Sel- tjarnarness. Voru Skagamenn í hópi stigahæstu tapliða, en fjög- ur þeirra komast áfram. Af Vest- urlandi kepptu Borgarbyggð og Stykkishólmur auk Akraness og komust þau öll áfram. Það kemur í hlut Borgarbyggðar að keppa við Seltjarnarnes og fer sú viðureign fram 30. janúar. Viku síðar mætir Stykkishólmur Ölfusi. Loks munu Akurnesingar mæta Reykvíkingum í síðustu umferð sextán liða úrslita og fer sú viðureign fram 20. febrú- ar. mm/ Skjámynd af ruv.is Ólöf Nordal er nýr innanríkisráðherra Olís flytur í stærra húsnæði í Ólafsvík Ný verslun Líflands verður opn- uð á morgun að Borgarbraut 55 í Borgarnesi, þar sem áður var rek- in efnalaug og blómabúð. Versl- unin mun byggja á reynslu Gunn- fríðar Harðardóttur (Guffýar) sem rekið hefur Knapann en hún mun reka verslun Líflands í Borgarnesi. „Verslunin mun bjóða upp á fjöl- breytt úrval af vörum fyrir bændur og hestamenn auk breiðs úrvals af gæludýravörum. Einnig verður til sölu úrval af girðingarefni, rekstr- arvörum, bætiefnum og fóðri sem Lífland framleiðir og selur til bænda,“ segir í tilkynningu frá Líf- landi. Aðspurður segir Þórir Haralds- son að reynsla Líflands sé að fólk kjósi frekar að versla í heimabyggð ef kostur er og því vilji Lífland efla verslun á landsvísu. Fyrirtækið hafi kappkostað að vera með vörur á samkeppnishæfu verði um allt land og segir Þórir tækifæri í því að auka þjónustu við fólk á Vest- urlandi með opnun nýrrar versl- unar á svæðinu. „Kjarninn í starf- semi Líflands er að styðja við líf- ið í landinu. Með fjölbreyttu vöru- úrvali og vísindalegum vinnu- brögðum sköpum við góðan jarð- veg fyrir hvers kyns búskap og bú- fjárrækt. Lífland rekur tvær verk- smiðjur, annars vegar fóðurverk- smiðju á Grundartanga og hins vegar hveitimyllu í Korngörðum Reykjavík sem framleiðir hveiti undir merkjum Kornax. Verslan- ir Líflands eru á Lynghálsi Reykja- vík, Lónsbakka Akureyri, Efstu- braut Blönduósi og nú á Borgar- braut í Borgarnesi.“ mm Lífland opnar verslun á morgun Öll Vesturlandsliðin áfram í sextán liða úrslit

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.