Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 6

Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Landslag í Game Of Thrones SNÆFELLSNES: Í þessari viku standa yfir á Snæfellsnesi landslagstökur fyrir fimmtu þáttaröð Game Of Thrones. Eins og gefur að skilja taka engir leikarar þátt í tökunum en um tíu manna upptöku- lið vinnur við verkefnið og er Pegasus umboðsaðili hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem tökur fyrir þættina fara fram á Snæfellsnesi og verða þær niðri við sjávarmál. Upp- haflega stóð til að mynda meira á Íslandi á þessu ári fyr- ir Game of Thrones en hætt var við það. Stutt dagsbirta mun hafa ráðið mestu þar um. Tökur gengu ekki með öllu þrautalaust fyrir sig. Í gær vildi ekki betur til en svo að alda hreif einn tökumann með sér á haf út þegar unn- ið var við myndatöku vestur af Nesinu. Maðurinn komst í land og varð ekki fyrir varan- legum skaða. –mm Mikil umferð í nóvember HVALFJ: Umferðin í Hval- fjarðargöngunum í nóvem- ber var 7,7% meiri en í sama mánuði í fyrra. Það þýðir í tölum talið að tæplega tíu þúsund fleiri bílar fóru und- ir fjörðinn en í fyrra. Í frétt á vef Spalar segir að nóvem- berumferðin nú sé mun meiri en fjögur síðustu ár, nánast á pari við 2009 en ögn minni en 2008 þegar hún var mest frá upphafi. Samkvæmt skrán- ingu Vegagerðarinnar var enn meiri aukning umferð- ar á hringveginum í nóvem- ber, eða um 11% frá í fyrra. Aukningin var mest á Aust- urlandi og nóvembertölurn- ar leiða að óbreyttu til þess að metumferð verði á landinu í heild á árinu 2014. –þá Heimsóknir á kostnað búfjáreigenda LANDIÐ: Skilafrestur á haustskýrslum búfjár er nú útrunninn og vill Matvæla- stofnun koma á framfæri upplýsingum til búfjáreig- enda, sem enn hafa ekki skil- að skýrslum, að starfsmenn Matvælastofnunar munu frá og með 15. desember næst- komandi hefjast handa við heimsóknir til þeirra sem ekki hafa skilað skýrslum. „Eins og kveðið er á um í lögum verða allar heimsóknir vegna vanskila á haustskýrslum á kostnað viðkomandi búfjár- eiganda. Því eru þeir sem enn hafa ekki lokið skilum hvattir til að gera slíkt nú þegar og forðast þannig óþarfa útgjöld. Þeim sem þegar hafa gengið hafa frá skráningum á haust- skýrslum sínum eru þökk- uð góð viðbrögð,“ segir í til- kynningu frá Matvælastofn- un. Hægt er að ljúka málinu á farsælan og ódýran hátt með að fara á síðuna www.bustofn. is –mm Ung kona lýsir eftir árásar­ manni AKRANES: Í sumar varð 22 ára kona á Akranesi fyrir hrottalegri árás, þegar maður ruddist inn á heimili hennar, nauðgaði og misþyrmdi auk þess sem hann réðist á hund hennar. Maðurinn hefur ekki fundist og var saga stúlkunn- ar nýlega birt á vefsíðu Press- unnar í þeim tilgangi að freista þess að árásarmaðurinn fynd- ist. Atburðurinn átti sér stað aðfararnótt 15. júlí. Mann- inum er lýst sem hávöxnum, dökkum yfirlitum, með mik- ið hár, dökkgræn augu, lítið nef og þunnar varir. Hann var klæddur í svarta Adidas peysu með hvítum röndum á hliðun- um, í Carhartt buxum, hvít- um Stuzzy bol, hvítum skóm og var með gullkeðju um háls- inn. Árásin var gróf og mjög hrottaleg samkvæmt frásögn sem birtist á vef Pressunn- ar. Konuna minnir að annar maður hafi beðið úti í bíl, lík- lega grænum Subaru station. Lögreglan á Akranesi stað- festir í samtali við Skessuhorn að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins. Lögregla ósk- ar jafnframt eftir því að þeir sem telji sig hafa upplýsingar um málið, hafi samband í síma 444-0111. -grþ Undir áhrifum fíkniefna LBD: Ökumaður á leið suður Vesturlandsveg sl. miðvikudag var stöðvaður í almennu eftir- liti lögreglu. Vaknaði grunur um að hann væri undir áhrif- um fíkniefna og var því færður á lögreglustöðina í Borgarnesi til blóðsýna- og skýrslutöku. Var ökumaðurinn svo laus úr haldi lögreglu stuttu síðar en fékk ekki að halda akstri sín- um áfram. –þá Um næstu áramót verða gerðar breytingar á akstursleið innanbæj- arstrætisvagns á Akranesi og ferð- um fjölgað um eina. Að sögn Reg- ínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra er tilgangur breytinganna fyrst og fremst að bæta aðgengi íbúa að mikilvægri almannaþjónustu sem er austast við Smiðjuvelli, þ.e. póst- húsi, apóteki og verslunum. Nú- gildandi akstursleið strætisvagnsins liggur alllangt frá því svæði. Regína segir að til að ná þessum markmið- um og án þess að þurfa að bæta við öðrum vagni var niðurstaðan sú að vera með tvær akstursleiðir í bæn- um, tímaskiptar. Þannig að núver- andi leið verður ekin frá kl. 07:10 til 09:40 en akstursleið frá kl. 11:15 til 17:45 verður breytt. Breytingin felst í því að akstri annars vegar um Jörundarholt og hins vegar Suð- urgötu og Vitateig verður hætt en þess í stað ekið austur Þjóðbraut frá Esjutorgi og til baka. Einnig verð- ur sú breyting á leiðinni að Akra- torgi að ekið verður vestur Merki- gerði að Vesturgötu og upp Skóla- braut að Akratorgi. Regína segir að breytingarnar verða kynntar íbúum rækilega núna í desember, svo sem með upplýsingum á heimasíðu það er uppdráttum sem sýna aksturs- leið, tímatöflur og fleira. þá Tíu umsækjendur voru um embætti viðbótarprests í Garðaprestakalli á Akranesi, en embættið veitist frá 1. janú- ar næstkomandi. Nýr prest- ur mun starfa við hlið nú- verandi sóknarprests, sr. Eð- varðs Ingólfssonar. Frestur til að sækja um embættið rann út 2. desember sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar, en hana skipa níu manns úr prestakall- inu auk prófasts Vesturlands- prófastsdæmis. Umsækjendur eru: Anna Þóra Paulsdóttir, mag. theol. Séra Arndís G. Bernharðsdótt- ir Linn Elvar Ingimundarson, mag. the- ol. Fritz Már Berndsen Jörgensson, mag. theol. María Gunnarsdóttir, cand. the- ol. Séra Skírnir Garðarsson Sólveig Jónsdóttir, cand.theol. Séra Ursula Árnadóttir Viðar Stefánsson, mag. theol. Séra Þráinn Haraldsson. mm Tíu sækja um Garðaprestakall Breytingar á strætisvagns­ leiðum á Akranesi um áramót

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.