Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 9

Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 9
9MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 www.skessuhorn.is Skilafrestur efnis og auglýsinga Miðvikudagurinn 17. desember (jólablað) Þriðjudagurinn 30. desember Þeir sem vilja nýta sér blöðin til auglýsinga er bent á að hafa samband við markaðsdeild í síma 433-5500 eða senda tölvupóst á palina@skessuhorn.is. Pantanir í jólablaðið þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 12. desember. Útgáfan næstu vikur Hótel Búðir á Snæfellsnesi fékk ný- verið viðurkenningu hjá einu þekkt- asta ferðatímariti heims. Hótelið lenti í 16. sæti á lista Condé Nast Traveller tímaritsins yfir bestu við- urkenndu hótel í Norður - Evrópu af hálfu lesenda, og skipar þar með sess með nokkrum betri og þekkt- ustu hótelum heims. Að sögn Jó- hannesar Arasonar hótelstjóra á Búðum þykir það mikil heiður að lenda á lista Condé Nast. „Þessi listi byggir á kosningu lesenda, eða rétt- ara sagt á innsendum umsögnum, sem tæplega áttatíu þúsund ferða- menn hafa sent inn. Meirihluti hót- elanna sem komast inn á listann eru fjögurra til fimm stjörnu hótel í stór- borgum, bæði rándýr og með öfluga þjónustu. Svo komum við, í miðju hrauni og miðjum þjóðgarði,“ segir Jóhannes. „Það er mikil viðurkenn- ing fólgin í því að komast á þennan lista með hótelum á borð við Hotel D’Angleterre í Kaupmannahöfn og fleiri nöfnum sem nefnd eru þarna,“ bætir hann við. Búðahugsjónin vegur þungt Að sögn Jóhannesar kemur besta hrósið sem hótelið fær frá fólki sem hefur ferðast heimshorna á milli. „Margir eiga ekki orð yfir við- mótinu, staðsetningunni, þjóðgarð- inum og umhverfinu hér í kring og langar að koma strax aftur. Þetta er heildræn upplifun, þar sem all- ir þættirnir skipta máli. Við fengum þessa viðurkenningu fyrir að vera við sjálf. Fyrir umhverfið, herberg- in, veitingastaðinn og síðast en ekki síst fyrir þá hugsjón sem við höf- um,“ útskýrir Jóhannes. Hann telur að áðurnefnd „Búðahugsjón“ vegi þungt í upplifun ferðamanna og að viðmótið á staðnum sé mikilvæg- ur þáttur. Á Hótel Búðum er lagt mikið upp úr því að nýta hráefni úr nærumhverfinu og keypt beint af býli eins og hægt er. „Það er verið að veita okkur viðurkenningu fyrir þessa Búðahugsjón, sem hefur ver- ið hér í áratugi. Hér er enn geng- ið í hraunið og tínt krydd á sumrin. Búinn til bláberja Mojito þegar blá- berin eru orðin þroskuð. Allur fisk- ur sem við bjóðum upp á er veiddur hér í nágrenninu og verkaður hér. Við kaupum heila kálfsskrokka og fullnýtum. Við ræktum okkar eig- in kryddjurtir og nýtum allt sem við getum úr nærumhverfinu. Þetta er áratuga hugsjón sem við ræktum.“ Hótel Búðir er opið allan ársins hring og er veitingastaðurinn eng- in undantekning á því. Hann er op- inn bæði í hádeginu og á kvöldin og er boðið upp á fjölbreyttan mat- seðil sem unninn er úr hráefni úr sveitunum í kringum Búðir. Eins eru ýmsir viðburðir á hótelinu af og til yfir árið. „Það eru til dæmis jóla- tónleikar framundan og við erum með vetrartilboð á gistingu með þriggja rétta kvöldverði og morg- unverði. Svo eftir áramótin verð- ur hin árlega morðgáta,“ segir Jó- hannes Arason hótelstjóri á Búðum að endingu. grþ Mikil náttúrufegurð er við Hótel Búðir. Hér má sjá hótelið í vetrarbúningi. Ljósm. Arnaldur Halldórsson. Hótel Búðir meðal bestu hótela Norður – Evrópu Kynntu þér nýju sveigjanlegu Snjallpakkana Allir sem eiga snjallsíma vita að suma mánuði talar maður meira en aðra mánuði er maður meira á netinu í símanum. Sveigjanlegu Snjallpakkarnir okkar eru farsímaleið þar sem þú sveigir pakkann þinn, hvort sem er í áskrift eða Frelsi, með því að skipta mínútum út fyrir gagnamagn eða öfugt, allt eftir þörfum hverju sinni. Þú stjórnar og aukakostnaðurinn er enginn! Þú getur meira með Símanum Ráðgjafar Símans verða í Stykkishólmi siminn.is Sveigðu pakkann fleiri MB 90 mín. | 50MB 30 mín. | 500MB60 mín. | 200MB fleiri mín. 990 kr. fleiri MB/GB 120 mín. | 500MB 60 mín. | 1GB90 mín. | 750MB fleiri mín. 1.990 kr. fleiri mín. fleiri GB 350 mín. | 1GB 120 mín. | 10GB250 mín. | 3GB 3.990 kr. Ráðgjafar Símans veita aðstoð við síma- og netmál hjá Bókaverzlun Breiðafjarðar föstudaginn 12. desember milli kl. 12.00 og 18.00.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.