Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 10

Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Elkem Ísland á Grundartanga heiðraði síðastliðinn föstudag starfsmenn sína fyrir langan starfs- aldur. Boðið var til hátíðarkvöld- verðar á Hótel Natura í Reykja- vík þar sem um 50 starfsmenn voru saman komnir ásamt mökum og forsvarsmönnum Elkem Ísland. Að sögn Þóru Birnu Ásgeirsdótt- ur mannauðsstjóra voru þar á með- al 13 starfsmenn sem hafa unnið í 35 ár eða lengur. Þóra Birna segir að sérstaklega hafi verið boðaðir til þessa hátíðarkvöldverðar þeir sem voru búnir að vinna í 25-35 ár eða lengur, en einnig hafi verið boð- ið ásamt mökum þeim sem höfðu 10-20 ára starfsreynslu. Starfsmenn voru einnig leystir út með gjöf- um. „Við vildum með þessu þakka starfsmönnunum fyrir hollustu í garð fyrirtækisins og líka mökunum fyrir að horfa á eftir þeim til starfa hjá okkur í allan þennan tíma,“ seg- ir Þóra Birna. Samtals var starfstími þeirra 51 starfsmanns sem saman- komnir voru á föstudagskvöldið 1.340 starfsár. þá Fyrr á þessu ári voru 35 ár liðin frá því verksmiðja Íslenska járnblendi- félagsins tók til starfa á Grundar- tanga, fyrirtækið sem mörg síðustu árin hefur heitið Elkem Ísland. Á dögunum var þeim sem starf- að hafa hjá fyrirtækinu í meira en tíu ár haldin veisla og starfsmenn leystir út með höfðinglegum gjöf- um. Stjórnendur lögðu áherslu á að makar kæmu með starfsmönnum til þessa fagnaðar, enda margir þeirra búnir að sjá eftir þeim til krefjandi starfa alveg frá því verksmiðjan tók til starfa í lok júní 1979. Þeir eru 13 starfsmenn sem Elkem heiðr- aði fyrir að hafa starfað hjá fyrir- tækinu frá upphafi. Þeir fengu hver og einn borgarferð fyrir tvo til Evr- ópu. Blaðamaður Skessuhorns brá sér á Grundartanga á dögunum og átti stutt spjall við þrjá þeirra sem starfað hafa lengst í verksmiðjunni. Þeir sögðu að þessi veglega gjöf hafi komið þeim á óvart. Það hafi samt alltaf verið þannig um tíðina að starfsmönnum hafi verið umb- unað þegar vel hafi gengið og þeir líka ávallt staðið með fyrirtækinu þegar ekki hafi vel árað í starfsem- inni. Smíðaði fyrsta skauthólkinn Þórður Björgvinsson vélvirki er einn starfsmanna Elkem Ísland með lengsta starfstímann. „Ég byrjaði hérna 1. mars 1979 þeg- ar farið var að undirbúa gangsetn- ingu verksmiðjunnar. Tíu árin þar á undan starfaði ég í Vélsmiðju Þorgeirs & Ellerts, lærði vélvirkj- unina þar. Þegar ég ákvað að færa mig hingað inn á Tanga og sagði upp hjá Þ&E sagði Halli á Sönd- um, verkstjóri minn: „Jæja, það er þá best að þú fáir það verkefni að smíða prufuhólka fyrir skautbún- aðinn hjá Íslenska járnblendifélag- inu. Það var síðasta verkefnið mitt hjá Þ&E og svo fyrsta verkefnið eftir að ég kom hingað að smíða skauthólkana. Þannig að það má segja að ég hafi óbeint verið byrj- aður að vinna fyrir verksmiðjuna hérna áður en ég kom hingað. Við vorum einmitt að reikna það út fyr- ir stuttu að frá upphafi er búið að smíða alls 30 kílómetra af skaut- hólkum. Það eyðist af þeim á sól- arhring um það bil fjórir og hálf- ur metri,“ sagði Þórður. Hann seg- ir að margt hafi breyst á þessum 35 árum í sambandi við framleiðsluna og vinnuna. „Fyrstu árin var fram- leiðslan flutt með vörubílum nið- ur á hafnarbakka og þaðan hífð um borð í skip. En svo komu gámarn- ir og mikil breyting varð með til- komu þeirra.“ Barnið fæddist næstum í verksmiðjunni Svandís Vilmundardóttir byrjaði í sumarafleysingum á skrifstofunni sama árið og verksmiðjan tók til starfa. „Þetta er mjög eftirminni- legt sumar og ár. Við vorum tvær konurnar hérna á skrifstofunni og það var byrjað á því að fara með okkur um svæðið, alveg frá bryggj- unni og meðfram öllum færibönd- unum upp í hráefnisgeymslu. Þar fórum við upp í rjáfrið í hráefna- geymslunni og svo þaðan eftir stig- unum upp allar hæðar í ofnhúsinu. Ég var í hvítum sumarfötum í þess- ari skoðunarferð og án öryggisfatn- aðar nema með hjálminn. Það hefur margt breyst í öryggismálunum frá þessum tíma,“ segir Svandís. Hún var ófrísk að eldri dóttur sinni þetta sumar og það munaði litlu að barn- ið fæddist í verksmiðjunni. „Dóttir mín fæddist í októbermánuði. Rétt áður en rútan var að fara með fólk- ið heim úr vinnu einn daginn fann ég að eitthvað var að gerast hjá mér. Ég fór inn á snyrtingu og þá kom í ljós að ég var að missa vatn- ið. Þegar ég kom fram af snyrting- unni var rútan farin en sem betur fer var einkaritari forstjórans ennþá á skrifstofunni. Ég sagði henni í óðagoti að ég væri að missa vatn- ið. Hún hringdi eftir sjúkrabíl og þannig bjargaðist það að ég kæmist á fæðingadeildina til að fæða barn- ið. Fyrst að þetta gerðist svona þá finnst mér að dóttir mín tengist svolítið fyrirtækinu. Hún hefur þó ekki unnið hérna nema í vinnuskól- anum þegar hún var 15 ára. Hún fór með mér í veisluna þegar við fengum viðurkenningarnar og fer svo með mér í borgarferðina.“ Hvergi betra að starfa Það voru ekki nema um tíu vikur sem Svandís var frá vinnu eftir að barnið fæddist. „Ég var beðin að að- stoða við ársuppgjörið og þar með var ég komin í stanslausa vinnu aft- ur,“ segir Svandís sem hefur unn- ið í bókhaldinu hjá verksmiðjunni alla tíð. En er það ekki einhæft til lengdar allar þessar debit- og kred- itfærslur, fob og cif og þar fram eftir götunum? „Nei, endalausar áskor- anir og svo hef ég líka verið með bókhaldið fyrir starfsmannafélag- ið og félög og klúbba innan verk- smiðjunnar. Ég hef alltaf kunnað vel við mig hérna og hvergi betra að starfa,“ segir Svandís. Fyrsti iðnneminn Smári Njálsson var nýorðinn 18 ára þegar hann byrjaði að starfa hjá Ís- lenska járnblendifélaginu sem í dag er Elkem Ísland. Það var strax og verksmiðjan tók til stafa 26. júní 1979. „Ég byrjaði í afleysingum á lager. Um haustið fór ég svo í flutn- ingadeildina til Péturs Baldursson- ar og Björgvins Ólafssonar. Þar vann ég þrjú ár. Mér fannst þetta svolítið einhæf vinna og ákvað því að leita eftir því að komast á samn- ing hjá verksmiðjunni í vélvirkjun. Ég var fyrsti iðnneminn á samningi í verksmiðjunni og meistari minn var Jóhann Landmark. Ég hef unn- ið samfleytt í verksmiðunni utan þess að ég starfaði hjá lögreglunni í tvö sumur,“ segir Smári. Starfsandinn og félagslífið Þegar spjallað var við þremenn- ingana um hvað hafi ráðið því að þeir hafa unnið svona lengi hjá fyr- irtækinu, svarar Smári. „Andrúms- loftið hefur alltaf verið mjög gott og góð samskipti á milli deilda fyrir- tækisins og fólksins.“ Þau eru sam- mála um að vaktafyrirkomulagið og vinnutíminn sé mjög fjölskyldu- vænt. Sólarhringnum er skipt í þrár átta tíma vaktir. Þeir sem starfa á dagvinnutíma fara í rútuna klukk- an sjö á morgnana og vinna frá hálf átta til hálf fjögur á daginn. Venju- legri vinnuviku lýkur svo klukkan tvö á föstudegi. Þau segja að félagslíf hafi um tíðina verið mikið hjá Elkem Ís- land, sérstaklega á árum áður áður en fésbók og aðrir samskiptamiðl- ar fóru meira og minna að stjórna samskiptum fólks. „Þetta var heil- mikið félagslíf. Ljósmyndaklúbb- ur, íþróttaklúbbur, kórinn og briddsklúbbur. Eitt vorið héld- um við meira að segja íþrótta- og fjölskylduhátíð í íþróttahúsinu við Vesturgötu,“ segja þau. Sumt er enn í fullum gangi eins og til dæm- is Grundartangakórinn. Þórður Björgvinsson var einn stofnend- anna og þeir eru tveir stofnfélag- arnir sem enn syngja með, Þórð- ur og Þorsteinn Ragnarsson. Þre- menningarnir voru sammála um að ekki væri eins auðvelt að ná fólki saman eins og áður. Til að mynda hefði verið mikil ásókn í sumar- ferðir fyrirtækisins hér á árum áður. Þá þurfti tvær eða þrjár rútur fyrir Þórsmerkurferð starfsmanna en nú þætti gott að ná í eina rútu í sum- arferðina. þá Góður starfsandi og fjölskylduvænt vaktafyrirkomulag Rætt við þrjá starfsmenn Elkem Ísland sem ásamt tíu öðrum hafa 35 ára starfstíma Þórður Björgvinsson, Svandís Vilmundardóttir og Smári Njálsson hafa öll starfað í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga frá upphafi. Starfsmenn með 30 ára starfsaldur að baki. Elkem heiðrar starfsmenn fyrir langan starfsaldur Starfsmenn með lengstan starfsaldur hjá fyrirtækinu. Starfsmenn með 25 ára starfsaldur að baki.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.