Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 12

Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Um miðjan októbermánuð síðast- liðinn var kynnt á Bifröst niðurstaða vaxtarklasaverkefnis þar sem at- vinnulífið í Borgarbyggð var kortlagt og kannaðir möguleikar á klasam- yndun til að efla það og styrkja. Nið- urstaða þessa verkefnis kom mörgum á óvart, ekki síst þeim sem unnu að því. Það voru tveir starfsmenn Há- skólans á Bifröst; Jón Bjarni Steins- son sérfræðingur og Hallur Jónasson meistaranemi í Forystu og stjórnun. Jón Bjarni sagði þegar blaðamaður Skessuhorns fór á Bifröst og ræddi við þá félaga, að þótt hann hafi verið á Bifröst frá 2007 og teldi sig þekkja talsvert til samfélagsins í Borgar- firði, hafi komið honum á óvart sú mikla gróska sem er í atvinnulífinu. Þeir félagarnir sáu einnig gríðarlega mikla ónýtta möguleika og að mörg fyrirtæki og frumkvöðlar á svæð- inu væru alls ekki að nýta nema að litlu leyti möguleika til fjármögnun- ar í gegnum ýmiss styrkja- og stoð- kerfi atvinnulífsins og hjá fjárfesting- arsjóðum. Þeir Jón Bjarni og Hall- ur segja að út úr þessu verkefni hafi m.a. komið að þeir séu nú með fjög- ur mjög álitleg verkefni sem bíði þess að verða þróuð frekar. Fjárfestar hafi sýnt þessum verkefnum áhuga. Þá sé ekki verið að tala um neina smápen- inga sem þeir eru reiðubúnir að setja í þau strax í upphafi, eða um og yfir hundrað milljónir króna. Verkefnis- vinnan þróaðist þannig að ferðaþjón- ustan varð þungamiðjan í því. Hvetja fyrirtæki til að nýta háskólasamfélagið Varðandi klasamyndun í ferðaþjón- ustu í Borgarbyggð telja þeir Jón Bjarni og Hallur að Borgarbyggð og reyndar allt Vesturland standi á þröskuldi stórkostlegra tækifæra á næstu árum, meðal annars vegna þess að stökkpallar í afþreyingu á svæðinu séu að bætast í flóruna á næstu miss- erum. Það eru ísgöngin í Langjökli og tvö fyrirtæki um náttúrlegar laug- ar og böð. Þeir félagar hafa mikinn áhuga á að halda áfram að vinna að ýmsu sem þetta verkefni skilaði og bjóða frumkvöðlum og áhugaaðilum í Borgarbyggð og víðar að hafa sam- band á netfengið klasar@bifröst.is Þeir hvetja einnig fyrirtæki og þá sem eru í sprotastarfsemi að nýta sér há- skólasamfélagið í Borgarfirði; Frum- kvöðlasetrið á Bifröst og Hugheima í Borgarnesi. Það sé mjög góð byrjun að kanna þá möguleika til ráðgjafar sem til staðar eru á Bifröst. Klasamyndun nauðsynleg Verkefnið sem um ræðir er sam- starfsverkefni sveitarfélagsins Borg- arbyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Háskólans á Bifröst. Því var ýtt úr vör á miðju síðasta sumri og verkefnisstjórnina skipuðu tveir fulltrúar frá hverjum þriggja samstarfsaðilanna. Í upphafi var ætl- unin að vinna skýrslu þar sem at- vinnulífið í Borgarbyggð yrði kort- lagt og kannaðir möguleikar til klasa- myndunar. Strax á fyrsta fundi var hætt við skýrslugerðina og ákveðið að fara í grasrótina, ræða beint við ein- staklinga og forsvarsmenn fyrirtækja. Hvort sem þeir tengdust landbúnaði, ferðaþjónustu, matvælaiðnaði eða öðrum iðnaði og atvinnustarfsemi. Jón Bjarni og Hallur telja að það hafi komið þeim til góða í þessari skoðun á atvinnulífinu að þeir eru ekki inn- fæddir Borgfirðingar og hafa verið þar í skamman tíma. Þeir gengu því að verkinu algjörlega hlutlausir og það er oft þannig með utanaðkom- andi að þeim gengur betur að koma auga á ýmsar gersemar en héraðsbú- um sem orðnir eru samdauna samfé- laginu. Í lok verkefnisins var svo rætt við forsvarsmenn stærstu ferðaþjón- ustufyrirtækja landsins. Þeir voru spurðir hvað vantaði í ferðaþjón- ustuumhverfið í Borgarbyggð til að þeir yrðu tilbúnir að beina viðskipt- um sínum þangað í auknum mæli. Jón Bjarni og Hallur segja að stóru fyrir tækin séu mjög tilbúin til auk- inna viðskipta og samstarfs, einnig að fjárfesta í áhugaverðum sprotafyrir- tækjum í ferðaþjónustu. Þetta bygg- ist mikið á því að ferðaþjónar í hér- aði vinni saman sem klasi, svo sem að mynda keðju viðburða og þjónustu til að taka á móti hópum. Stóru aðilarnir kalla eftir samstarfi Þeir félagar segja að stóru ferðaþjón- ustufyrirtækjunum í landinu vanti svæði fyrir utan höfuðborgarsvæð- ið og Suðurlandið til að beina sínum viðskiptavinum og hópum til. Ferða- þjónustuaðilarnir stóru kalli hrein- lega eftir samstarfi við ferðaþjóna í Borgarbyggð og á Vesturlandi öllu. Þeir segja Suðurland að drukkna í ferðamönnum og nú vanti orðið nýj- ungar fyrir hópana sem eru að koma til landsins og séu búnir að skoða Gullna hringinn og höfuðborgina. Þá liggi Borgarbyggð og Vesturland mjög vel við. „Það eru þessir hóp- ar og hvataferðirnar sem við eigum ekki síst að sækjast eftir. Þessir hópar skilja mest eftir sig og hvatahóparn- ir koma meira til landsins yfir vetr- artímann en að sumrinu,“ segir Jón Bjarni. Hallur tekur undir það og segir að að ferðaþjónar verði að fara að átta sig á því að ferðatíminn sé að lengjast. Forsvarsmenn rútufyrirtæk- is sem þeir ræddu við sögðu að pant- anir fyrir janúar-mars næstkomandi væru meiri en fyrir júní-ágúst í fyrra. Það verði sem sagt að vera opið á ferðaþjónustustöðum að vetrinum til að taka á móti gestunum. Þeir komi ekki ef þjónustustaðirnir eru lokaðir. Heimaaðila að skipuleggja framboð Hallur sagði að forsvarsmaður fólks- flutningafyrirtækis sem rætt var við hafi sagt að það væri heimaaðila að mynda keðju og skipuleggja framboð fyrir hópa. Rútufyrirtækið væri ekki í stakk búið til að gera það en væri jafnvel tilbúið að keyra á þessar ferð- ir með hópa í nokkurn tíma og sýna biðlund eftir að hagnaðurinn kæmi í ljós. Jón Bjarni og Hallur segja að Borgarbyggð hafi mikla möguleika að mynda svona klasaferðir, sérstak- lega eftir að náttúruböð og íshellir- inn verða orðin að veruleika. Bjór- framleiðsla er í héraðinu og það gefi líka mikla möguleika fyrir ferðaþjón- ustuna. Allir hópar hafi áhuga fyrir mat og drykk úr héraði: Local food. Það sem t.d. vanti í Borgarbyggð séu gestamóttaka í sveit eins og t.d. er á Erpsstöðum í Dölum. Það sem m.a. hafi komið fram í þessari kortlagn- ingu atvinnulífsins í Borgarbyggð séu sterk tengsl landbúnaðarins og ferðaþjónustunnar. Vandamálið fyrir ferðaþjónustuna í Borgarbyggð hefur einmitt verið að erlendir ferðamenn hafa farið í gegn án þess að stoppa og alltof lítið nýtt sér þjónustu og af- þreyingu í sveitarfélaginu. Þyrstir í að vinna að alvöru verkefnum Þeir Jón Bjarni og Hallur segja að það vanti að tengja aðila saman og líka að nýir komi inn með ferskar hugmyndir. Það gæti sem dæmi ver- ið þjónusta þar sem líka væri hægt að taka pissustopp. Til dæmis væri alveg augljóst að þeir mörgu sem færu að skoða ísgöngin þyrftu að stoppa ein- hvers staðar til að pissa. Í verkefnis- vinnunni ræddu þeir Jón Barni og Hallur við á sjöunda tug einstaklinga og fyrirtækja. Þeir segja að við þetta hafi myndast góður gagnagrunn- ur sem líklega muni nýtast mörgum vel, svo sem sjóðum og fyrirtækjum sem styðja við frumkvöðlastarf. Jón Bjarni vill hvetja alla þá sem huga að nýjum verkefnum og sprotaverk- efnum, og eru jafnvel með spenn- andi verkefni á prjónunum, að endi- lega nýta sér háskólasamfélagð á Bif- röst. Þar séu nemendur sem þyrstir í að vinna að alvöru verkefnum. „Ég myndi segja að það væri ódýrara start en eitthvað annað. Við gerum við- skiptaáætlanir, markaðs- og rekstr- aráætlanir og eru með sérfræðinga á þessu sviði. Háskólinn á Bifröst eins og fleiri háskólar hafa mögu- leika á styrkjakerfinu bæði hér heima og á Evrópusvæðinu. Arion banki og KPMG eru einnig í samstarfi við okkur og bjóða fram sína sérfræðinga og þjónustu. Við þekkjum líka vel til fjárfestingarsjóðanna, þannig að það er ýmis ráðgjöf sem við getum veitt. Það sem við rákum okkur einmitt á í þessu verkefni okkar er að fyrirtæki hér í Borgarbyggð hafi lítið verið að nýta sér styrki og fjárfestingarleiðir sem mörg önnur svæði hafa nýtt vel og er sjálfsagt að gera.“ Munaðarlaus verkefni Þeir félagar minntust á að þeir hafi orðið varir við ýmsar perlur í þess- ari vinnu. Meðal annars ónýtt við- skiptatækifæri og munaðarlaus verk- efni af ýmsum toga. Til að mynda mætti fara að huga að grisjun skóga á svæðinu og nýta afurðirnar sem af því kæmi í eldsneyti fyrir stóriðj- una. Faldar perlur væru t.d. eins og Safnahúsið í Borgarnesi. Rautt stórt hús falið bak við lögreglustöðina. Þar væri margt að sjá, ekki síst sýninguna Börn í hundrað ár, stórkostleg sýn- ing, að sögn Halls. Í Safnahúsið kæmu 3000 manns á ári en til sam- anburðar væru ársgestir í Landnáms- setrið fimmtíu þúsund! Það þyrfti að kynna margt mun betur í Borgar- byggð. þá Borgarbyggð á þröskuldi stórkostlegra tækifæra í ferðaþjónustu Er niðurstaða klasaverkefnis sem unnið var fyrir skömmu um atvinnulífið Hallur Jónasson og Jón Bjarni Steinsson sem unnu að vaxtaklasaverkefninu um atvinnulíf í Borgarbyggð. Ísgöngin í Langjökli og fleiri ný afþreyingartækifæri gætu orðið stökkpallur fyrir ferðaþjónustuna í Borgarbyggð til að vaxa og dafna, að mati þeirra sem unnu vaxtaklasaverkefnið. Ljósm. mm. „Suðurland er að drukkna í ferðamönnum og nú vantar orðið nýjungar fyrir hópana sem eru að koma til landsins og eru búnir að skoða Gullna hringinn og höfuðborgina. Þá liggur Borgarbyggð og Vesturland mjög vel við.“ Myndin er tekin við Hraunfossa.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.