Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Qupperneq 13

Skessuhorn - 10.12.2014, Qupperneq 13
13MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Lýsing fyrir gerð deiliskipulags „Nýrækt“, Stykkishólmi Bæjarstjórn hefur samþykkt lýsingu fyrir gerð deiliskipulags „Nýrækt“ samkvæmt 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Svæðið um 35ha og liggur í jaðri þéttbýlis Stykkishólms, austan við Byrgisborg. Á svæðinu hefur verið stundað húsdýrahald frá því um 1933-35. Stærsta holtið nefnist Grensás og þar er skógrækt. Sjá nánar upplýsingar í „Lýsingu“. Markmið deiliskipulags er að skilgreina lóðir fyrir frístundabúskap og skógrækt. Lýsingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma frá 10-16 frá 10. desember til 29. desember 2014. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulagsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi í síðasta lagi 29. desember 2014. Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Breyting á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022, Austurgata 7 Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin takmarkast við lóðina Austurgötu 7. Byggingar Kaþólsku kirkjunnar á lóðinni eru byggðar á árunum 1935-1976 og þar var rekinn spítali og leikskóli árum saman sem setti mikinn svip á bæinn. Á síðustu árum hefur starfsemi í byggingum kirkjunnar á lóðinni breyst. Nú er áformað að breyta gamla leikskólanum og hluta systraheimilis í fræðslusetur með gistiheimili og veitingaaðstöðu. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að heimilt verður að starfrækja ráðstefnu-, gisti- og veitingaþjónustu á lóðinni. Sjá nánari upplýsingar í tillögu. Tillagan verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma frá 10-16 frá 10. desember 2014 til 21. janúar 2015. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulagsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi í síðasta lagi 21. janúar 2015. Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Tillaga að deiliskipulagi „Vatnsás- ferðaþjónusta“, Stykkishólmi Bæjarstjórn hefur samþykkt 21.ágúst 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, Vatnsás-ferðaþjónusta samkvæmt 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa breytingu á aðalskipulagi samhliða samkv. 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Svæðið um 2410m² að flatarmáli. Svæðið er við tjaldsvæði og golfvöll Stykkishólms- bæjar. Á skipulagssvæðinu eru fyrirhugaðar 6-7 litlar byggingar auk þjónustusvæðis með bílastæðum og aðkomu frá Vatnsás. Sjá nánari upplýsingar á deiliskipulagstillögu og aðalskipulagsbreytingu. Deiliskipulagstillagan og aðalskipulagsbreytingin verða aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma frá 10-16 frá 10. desember 2014 til 21. janúar 2015. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér gögnin og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulagsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi í síðasta lagi 21. janúar 2015. Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur / Sími: 433-8100 StykkishólmsbærNýtt uppsjávarveiðiskip HB Granda, Venus NS, var sjósett í Hatsan skipasmíðastöðinni í Istan- bul í Tyrklandi í síðustu viku. Skip- ið er annað af tveimur nýjum upp- sjávarveiðiskipum sem HB Grandi hefur samið um smíði á við tyrk- nesku skipasmíðastöðina Celiktr- ans Deniz Insaat Ltd., en að auki hefur verið gengið frá samning- um um að stöðin smíði þrjá nýja ís- fisktogara fyrir félagið. Samkvæmt upplýsingum Garðars Svavarsson- ar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, var skipið flutt úr slippn- um í Hatsan í flotkví og síðan sett á flot þar. Í framhaldinu var það dregið yfir í Celiktrans skipasmíða- stöðina. ,,Þar verður á næstunni unnið við að fullklára skipið að innan sem utan. Á meðan verður skrokkurinn af Víkingi kláraður í Hatsan,“ seg- ir Garðar Svavarsson. Stefnt er að því að Venus HF verði tilbúinn til afhendingar í apríl á næsta ári og hitt uppsjávarveiðiskipið, Víking- ur AK, í lok næsta árs. Nýju ísfisk- togarana á að afhenda samkvæmt smíðasamningi á árunum 2016 og 2017. mm/ Ljósm. hbgrandi.is Heimsmarkaðsverð á olíu hef- ur farið hríðlækkandi að undan- förnu. Vissulega hefur þetta ekki farið fram hjá neytendum enda hef- ur bensín, svo dæmi sé tekið, lækk- að um rétt rúmar 30 kr. pr. lítra frá því um miðjan júlímánuð. Fram hefur komið í fjölmiðlum að olíu- félögin hafa nýtt sér verðlækkanir á heimsmarkaði til að auka álagn- ingu sína í krónum talið og má ætla að álagning þeirra á bensíni sé um þremur krónum hærri á lítrann í október og nóvember borið saman við álagningu eins og hún var níu fyrstu mánuði ársins. „Neytenda- samtökin telja ekki eðlilegt að aðil- ar notfæri sér lækkun á heimsmark- aðsverði til að lauma inn hækkun álagningar og hvetja því olíufélögin til að draga þessa hækkun til baka. Það sama á við um díselolíu og má raunar með sömu rökum kalla eft- ir fjögurra króna verðlækkun þar,“ segir í tilkynningu frá Jóhannesi Gunnarssyni formanni Neytenda- samtakanna. mm Flutningaskipið Harengus, sem er í eigu Samherja, lá á mánudag- inn við bryggju í Grundarfirði á meðan verið var að skipa út frosn- um makríl. Þetta er afli sem Krist- ina EA-410 landaði 29. ágúst síð- astliðinn og var þá stærsta löndun í Grundarfjarðarhöfn frá upphafi, eða rétt tæp 2.100 tonn. Harengus er að taka um það bil helminginn af þeim afla í þessari útskipun eða í krinum 1.100 tonn. tfk Skipa út frosnum makríl Mótmæla því að olíufélögin lauma inn hækkun álagningar Búið að sjósetja nýjan Venus NS í Tyrklandi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.