Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Side 14

Skessuhorn - 10.12.2014, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Árlega tilnefnir Fræðslumið- stöð atvinnulífsins ,,fyrirmynd í námi fullorðinna,“ en það er ein- staklingur sem þykir hafa skarað fram úr. Að þessu sinn hlýtur við- urkenninguna Borgnesingurinn Sigurður Oddsson sem er verð- ugur fulltrúi þeirra sem stundað hafa nám við Símenntunarmið- stöðina á Vesturlandi. Sigurður er fæddur og alinn upp á Ísafirði þar sem hann lauk grunnskóla með því að falla í öllu nema stærðfræði. Hann reyndi oft að fara í nám en gekk illa. Í ljós kom síðar að hann er les- og skrifblindur með hljóð- kerfisvillu. Fyrir nokkrum árum kom hann í náms- og starfsráð- gjöf til Símenntunarmiðstöðvar- innar á Vesturlandi og fór í kjöl- farið í nám sem kallast ,,Skref til sjálfshjálpar” og er ætlað þeim sem eru með lestrarörðugleika. Í fram- haldinu fór Sigurður að vinna hjá Norðuráli þar sem hann stund- aði nám í Stóriðjuskólanum. Það leiddi ennfremur til þess að nú er hann að læra vélvirkjun í helgar- námi hjá FVA og stefnir á að ljúka framhaldsnámi í Stóriðjuskólan- um. Sigurður er gott dæmi um þrautseigju og dugnað, hann hefur sýnt það að ekki þarf að gefast upp þótt á móti blási. Hann veitti við- urkenningunni viðtöku á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem haldinn var fimmtudaginn 4. desember í Reykjavík. mm/fréttatilk. „Það hefur selst upp á allar sýn- ingar hjá okkur og við höfum orð- ið að bæta við aukasýningum á Rocky Horror. Verða t.d. viðbótar- sýningar á fimmtudaginn í þessari viku klukkan 20:00 og mánudaginn 15. desember og þriðjudaginn 16. desember kl. 20:00,“ segir Rún- ar Gíslason formaður leikfélagsins SV1 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Sýningin var frumsýnd 28. nóvem- ber og hefur hlotið góða dóma. Þá fékk sýningin mikla umfjöllun fjöl- miðla, ekki síst vegna hrekks leik- félaga sem gáfu fjölmiðli í Reykja- vík upplýsingar um meintan föður eins leikarans. Átti höfundur verks- ins um Rocky Horror að hafa ver- ið faðir eins leikarans, sem reynd- ist uppspuni frá rótum. „Sýningin hefur kannski fyrir bragðið feng- ið meiri umfjöllun en gengur og gerist. Allavega erum við glöð og hlökkum til að takast á við sýning- arhald á meðan aðsókn leyfir,“ seg- ir Rúnar í samtali við Skessuhorn. mm Nú í lok nóvembermánaðar brugðu nemendur í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgafjarðar undir sig betri fætinum og gróðursettu ár- gangatré víðsvegar um skólalóðina. Þannig var að starfsmaður skólans kom með hugmynd um að gaman væri að hver árgangur ætti sitt eig- ið tré til þess að annast og fylgjast með. Annar starfsmaður greip hug- myndina og úr varð frábært sam- starf við ungmennafélag sveitar- innar. Niðurstaðan var síðan sú að Ungmennafélag Stafholtstungna fjármagnaði kaupin á einu tré fyr- ir hvern árgang í skólanum. Ákveð- ið var að skoða hvers konar lauftré væru í boði á Gróðrarstöðinni á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu og komu því trén öll úr heimahéraði. Eftir það völdu bekkirnir þá tegund sem þeim fannst efnilegust með því að skoða hvernig trén yrðu þegar þau stækka. Nokkrar tegundir urðu fyrir valinu og munu prýða og auka fjölbreytni í skóginum á Varma- landi. Meðal annars voru gróður- sett fjallagullregn, blóðheggur, grá- ölur og askur sem verða vonandi staðarprýði þegar fram í sækir. Nemendur munu síðan nýta sér þessi árgangatré til þess að fylgj- ast með vexti þeirra og framvindu á meðan á skólagöngu þeirra stend- ur og munu næstu árgangar einn- ig fá sitt árgangatré þegar þeir hefja nám við skólann. Einnig horfa starfsmenn til framtíðar og von- ast til þess að börnin muni hugsa til trjánna sinna þegar þau eiga leið um Borgafjörðinn á fullorðinsárum og kíkja við hjá trénu sínu. Meðfylgjandi myndir eru af 10. bekk, 7. bekk, 2. bekk, 1. bekk. Ása Erlingsdóttir, grunnskólakenn- ari Varmalandsdeild GBF Líkt og margir lesendur Skessu- horns muna hafði fyrrverandi oddviti Reykhólahrepps, Andrea Björnsdóttir, þann sið að færa ný- burum í hreppnum og foreldrum þeirra sængurgjafir. Hún var kjör- in í sveitarstjórn hreppsins 2010 og var oddviti frá 2011 - 2014. Á þeim tíma prjónaði hún, á sinn eig- in kostnað, ungbarnapeysu, húfu og sokka á öll börnin sem fæddust í hreppnum. Börnin urðu ellefu tals- ins og prjónaði Andrea gjöf handa þeim öllum. Í sumar ákvað svo nýkjörin sveitarstjórn Reykhóla- hrepps að halda í siðinn og færa nýfæddum íbúum hreppsins áfram sængurgjafir. Treysti sér ekki í prjónaskapinn Sveitarstjórnin treysti sér þó ekki í að feta alveg í fótspor Andreu og prjóna og ákvað því að gera ann- að í staðinn. „Andrea prjónaði allt kjörtímabilið og börnin komu öll á þriðja og fjórða árinu. Okkur fannst ekki spurning um að halda þessu áfram,“ segir Ingibjörg Birna Erlings dóttir sveitarstjóri. Hún segir þetta sé bæði grín og gam- an en þó líka alvara sem fylgir. „Karl Kristjánsson núverandi odd- viti er bóndi og treysti sér alls ekki í prjónaskapinn,“ bætir hún við og hlær. Það varð því úr að tvær konur úr sveitarstjórninni tóku verkefnið að sér og niðurstaðan varð að þær munu færa nýbökuðum foreldrum svokallaðan „startpakka“. Fyrsta barnið fætt Startpakkinn er að finnskri fyrir- mynd, en þar í landi hefur sá sið- ur tíðkast um áratugaskeið að færa foreldrum nýfæddra finnskra barna pakka með ýmsum nauðsynjavör- um og fatnaði á ungbörn. Fyrsta barn kjörtímabilsins fæddist nú í lok nóvember og var því fyrsti start- pakkinn settur saman. „Það eru Ás- laug B. Guttormsdóttir kennari og Sandra Rún Björnsdóttir iðjuþjálfi sem tóku þetta að sér. Svo er von á öðru barni eftir áramótin og það verður líka útbúinn startpakki þeg- ar það barn fæðist.“ Í startpakka Reykhólahrepps má meðal ann- ars finna ungbarnaföt, baðhand- klæði og þvottastykki ásamt ung- barnakremi fyrir litla bleiubossa. Á vef Reykhólahrepps kemur fram að startpakkinn sé gjöf frá öllum íbú- um sveitarfélagsins og þeirra leið til að samgleðjast þegar nýtt líf lítur dagsins ljós. grþ Veglegar sængurgjafir í Reykhólahreppi Sveitarstjórnarkonurnar Sandra Rún og Áslaug. Á borðinu má sjá innihald fyrsta startpakka kjörtímabilsins. Ljósm. Reykhólavefurinn. Frábær aðsókn að Rocky Horror menntskælinga í Borgarnesi Gróðursettu árgangatré á Varmalandi Sigurður ásamt Sigurgeiri Sveinssyni deildarstjóra bygginga- og málmtækni- greina FVA og Hafdísi Fjólu Ásgeirsdóttur skólameistara FVA. Er fyrirmynd annarra í námi fullorðinna Sigurður Oddsson verðlaunahafi ásamt Helgu Björk verkefnisstjóra Símenntunar- miðstöðvarinnar, Guðrúnu Lárusdóttur formanni stjórnar Símenntunarmið- stöðvarinnar og Signýju Jóhannesdóttur formanni Stéttarfélags Vesturlands og stjórnarmanni í Símenntunarmiðstöðinni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.