Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 16

Skessuhorn - 10.12.2014, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Þórdís Björgvinsdóttir eigandi Blómaverks í Ólafsvík: „Maður á bara eitt líf og ég vildi láta drauminn rætast“ Skammt fyrir ofan höfnina í Ólafs- vík er lítil blóma- og gjafavöru- verslun. Ljósaskiltið með nafninu Blómaverk lýsir skært eitt síðdeg- ið í upphafi aðventu. Klukkan er orðin fimm, myrkur er fallið á. Að- ventan að hefjast með hátíð ljóssins í skammdeginu. Við göngum inn. Þarna er kona að afgreiða viðskipta- vini. Við bíðum þar til fólkið hef- ur fengið úrlausn sinna mála. Það kveður og gengur út. Við tökum af- greiðslukonuna tali. Það er hún sem rekur þessa búð. Þann 1. nóvember síðastliðinn hafði hún gert það í eitt ár. Konan heitir Þórdís Björgvins- dóttir. Líður vel í Ólafsvík Við höfum rambað inn án þess að gera boð á undan okkur. Þórdís verður hissa þegar við segjum henni að Skessuhorn vilji fá viðtal en felst fljótt á að segja frá sjálfri sér. „Ætt- ir mínar liggja í Skagafirði og Svarf- aðardal en ég bjó í Hafnarfirði þeg- ar við hjónin fluttum hingað 2002. Maðurinn minn heitir Stefán Ingvar Guðmundsson. Hann er sjómað- ur og starfar sem kokkur um borð í Rifsara SH. Við kunnum ákaflega vel við okkur hér í Ólafsvík en Stef- án er ættaður héðan. Ég vann hjá sýslumanni Snæfellinga áður en ég hóf rekstur verslunarinnar Blóma- verks. Þar á undan hafði ég unnið á leikskóla, hjá Átthagastofu Snæ- fellinga og í Pakkhúsinu. Svo var ég formaður lista- og menningar- nefndar í Snæfellsbæ í ein átta ár.“ Þórdís og Stefán eiga tvær dæt- ur og einn son. Báðar dæturnar hafa hleypt heimdraganum til að sækja sér menntun fyrir sunnan. „Önn- ur er að verða tvítug og hin 22 ára. Sú eldri heitir Soffía Rós. Hún er í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og vinnur reyndar með náminu í Blómavali. Yngri dóttirin Kristfríð- ur Rós leggur stund á íþróttafræði- nám í Keili á Suðurnesjum. Sonur- inn Steinþór sem er 18 ára stundar nám í Fjölbrautaskóla Snæfellinga líkt og systur hans gerðu.“ Keypti blómabúð Fólk búsett á landsbyggðinni stendur oft frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar börnin vaxa úr grasi. Skyndilega er það á eins kon- ar krossgötum í lífinu. Spurningar vakna. „Mjög margt fólk ákveður að elta börnin sín suður þegar þau halda í frekara nám. Okkur datt það svo sem í hug. Hins vegar er það svo að þetta verður spurning hvar maður ætli að stoppa ef slíkt ferli er hafið. Hvað ef börnin flytja svo er- lendis? Á að elta þau þangað?“ Þórdís segist hafa staðið frammi fyrir svona vali þar sem hún þurfti að gera það upp við sig hvort yrði heilladrýgra, að vilja vera eða vilja fara. „Ég ákvað frekar að láta drauminn rætast hér í Snæfellsbæ og opna blómabúð. Ég hafði unnið í slíkri verslun og við blómaskreyt- ingar þegar ég bjó fyrir sunnan og þetta togaði alltaf í mig. Maður á bara eitt líf og mikilvægt að þora að taka ákvarðanir í lífinu annars er hætta á því að maður sjái eftir því seinna meir. En auðvitað hefur það svo sem leitað á mann að fara suður. Þar á ég mínar kæru æskuvinkonur og ættingja. Stundum finnst manni langt að aka á milli Snæfellsbæjar og höfuðborgarsvæðisins, kannski jafnvel einu sinni í viku. Sérstaklega í læknaerindum. En dætur okkar koma nú alltaf heim hingað vestur í fríum. Nú bíðum við spennt eft- ir jólafríinu.“ Gengið afar vel Verslunin sem Þórdís opnaði var rótgróin í Ólafsvík. Hún tók ein- faldlega við henni af Guðmundu Wiium sem hafði rekið hana áður. „Við fengum lyklana og máluðum fram á morgun og opnuðum síðan daginn eftir. Það var 1. nóvember í fyrra. Það er búið að ganga mjög vel. Ég hef fengið afskaplega góðar viðtökur fólks alls staðar frá af Snæ- fellsnesi, hvort heldur er hér í Snæ- fellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi eða úr sveitinni.“ Það er gaman að fylgja Þórdísi á meðan hún sýnir verslunina sína. Greinlegt er að búðin er henni hjartans mál. Áhuginn geislar af henni. Þórdís er í samstarfi við vin- konu sína Brynju Bárðardóttur blómaskreyti. Hún rekur blóma- og lífsstílsbúðina Möggubrá í bláu húsunum í Skeifunni í Reykjavík. Áður var hún Brynja brautarstjóri blómaskreytingabrautar Landbún- aðarháskólans. „Brynja fékk styrk til þess að þróunarverkefnis sem kallast „Vistvæn efni og endurnýt- ing í blómaskreytingum.“ Þetta eru til dæmis svokallaðir Oasis-kubbar sem notaðir eru í blómaskreytingar. Þeir eru ekki umhverfisvænir. Hún er nú að vinna að umhverfisvænna efni til þess að nota í skreytingar og kransa. Hún er algjör snillingur á sínu sviði. Maður þarf að hugsa um umhverfið og spá í þessa hluti.“ Verslun og listagallerí Þórdís hefur staðið fyrir námskeið- um í blómaskreytingum í Snæ- fellsbæ. „Sjálf hef ég farið á mörg námskeið í gegnum árin, alveg frá því ég var tvítug. Nú síðast í gær- kvöldi var ég með námskeið í að- ventuskreytingum í Átthagastof- unni. Einnig hafa Skagaskessur, sem eru þær Guðfinna Rósants- dóttur og Ásthildur Ósk Ragnars- dóttir búsettar á Akranesi, kom- ið tvisvar hingað til Ólafsvíkur og haldið námskeið í kertaskreyting- um, skilta- og púðagerð. Ég þrífst best ef það er eitthvað um að vera. Mér finnst mikilvægt að fólk hafi eitthvað við að vera. Það lífgar uppá tilveruna. Fólk verður svo miklu ánægðara og hamingjusamara.“ Það eru ekki einungis blóm í þessari verslun. Þórdís er líka með ýmsa gjafavöru og málverk. Flestar myndirnar eru eftir Vigdísi Bjarna- dóttur leiðsögu- og myndlistarkonu sem er fædd og uppalin í Ólafsvík. Hún býr á Álftanesi og vann um áratugaskeið á skrifstofu forseta Ís- lands. „Málverkin hennar eru af- skaplega falleg. Mörg með mótív- um héðan úr Ólafsvík og af Snæ- fellsnesi. Mér þykir ákaflega gaman að blanda því við blóma- og gjafa- vöruverslunina að vera með hálf- gert gallerí samhliða. Það lífgar upp á verslunina, skapar fjölbreytni og skreytir hana mikið. Ég er líka með ótrúlega fallegar myndir eft- ir Örnu Dögg Tómasdóttur héðan úr Ólafsvík. Svo er maðurinn minn að stunda ljósmyndun í frístundum og selur sínar myndir hér í versl- uninni. Þessu til viðbótar er ég svo með vörur frá Marlín Birnu. Hún er bæði að selja fisk úti í Lundún- um og er hönnuður.“ Hún opnar glerskáp og dregur fram fallega ermahnappa í öskjum. „Þessir ermahnappar eru með lax- aroði. Þetta er nú jólagjöf sem sjó- menn ættu að fá,“ segir Þórdís og brosir við. Mengunarlaus kerti í kjölfar sjúkdóms Viðtalið tekur óvænta stefnu þeg- ar Þórdís sýnir okkur sérstök hand- gerð kerti sem framleidd eru á Ír- landi. „Þetta eru lífræn kerti sem við hjónin flytjum sjálf inn. Mörg kerti innihalda mikið af eiturefn- um sem sleppa út í umhverfið við bruna. Fólk er kannski að velta fyr- ir sér mengun úti til dæmis af völd- um eldgossins en gerir sér svo ekki grein fyrir því að það er með miklu meiri mengun inni hjá sér út frá kertum sem geta gefið frá sér svip- aða mengun og púströr á bíl. Til langs tíma er það mjög skaðlegt, sérstaklega fyrir börn og þá sem eru ekki heilir til heilsu,“ segir Þórdís alvarlegri í bragði. Hún útskýrir þetta nánar: „Ástæð- an fyrir því að við fórum að hugsa út í þetta er að Kristfríður Rós dótt- ir okkar veiktist alvarlega fyrir tveimur og hálfu ári af mjög sjald- gæfum sjúkdómi sem kallast Le- mierre-syndrome. Hún fékk mjög mikla hálsbólgu. Í um viku var tal- ið að hún væri með einkyrnings- ótt. Kristfríður Rós var að lokum lögð inná Barnaspítala Hringsins. Þar lá hún var í rúmar 6 vikur og fékk mikið pencilíni í æð vegna sýk- ingar. Hún stafaði af bakteríu sem við erum öll með í hálsi. Þessi bakt- ería fór af stað, fjölgaði sér stjórn- laust og olli blóðtappa í bláæðum. Hún fékk blóðtappa í hálsi og lung- un urðu eins og gatasigti. Lækn- arnir greindu hana með Lemierre- syndrome. Henni var vart hugað líf um tíma en hún náði samt heilsu aftur. Þetta var í apríl 2012. Krist- fríður Rós fór ekkert í skólann eft- ir páskafrí en kláraði samt fullt hús eininga á önninni. Læknarnir sögðu að hún myndi aldrei aftur spila fót- bolta sem hún hafði gert áður en hún veiktist. Þeir ráðlögðu henni að fara í golf. Í dag er hún komin í sitt besta form. Hún gafst aldrei upp, hefur algerlega jafnað sig, sárin í lungunum hafa gróið. Í dag stund- ar hún nám í einkaþjálfun og styrkt- arþjálfun hjá Keili á Suðurnesjum. Eftir þetta fórum við að hugsa um svona þætti eins og mengun inni á heimilinu. Þar af leiðir að við fund- um þessi hreinu kerti.“ Ýmsar gjafavörur og í bakgrunni málverk af tjaldi eftir Vigdísi Bjarnadóttur frá Ólafsvík. Verslunin er vistleg með blómum, gjafavörum og myndlist á veggjum. Málverk af kríu eftir Örnu Dögg Tómasdóttur. Þórdís í verslun sinni. Aftan við hana er málverk af baldursbráabreiðu og Ólafsvík eftir Vigdísi Bjarnadóttur. Verlsunin Blómaverk í síðdegismyrkrinu á aðventu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.