Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Qupperneq 18

Skessuhorn - 10.12.2014, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Hér á árum áður var gjarnan tal- að um góða mótorista þegar rætt var um góða vélamenn. Guðlaugur Ketilsson varð snemma góður mót- oristi. Hann byrjaði til sjós haustið eftir fermingu aðeins 14 ára gamall og fór þá að vinna fyrir sér alfarið. Hann varð fljótlega mótoristi á bát- unum sem hann var á og tók ungur svokallað pungapróf sem er minna vélstjóraprófið. Guðlaugur var á vetrarvertíðarbátum frá heimabæ sínum Bolungarvík og frá Hnífsdal. Tvö sumur var hann á síldarbátum sem lönduðu á Siglufirði og á Rauf- arhöfn en voru í eigu annars af stór- útgerðarmönnunum í Bolungarvík, Bjarna Eiríkssonar. „Það var sam- keppni á milli hans og Einars Guð- finnssonar. Ef annar pantaði nýjan bát þá varð hinn að gera það líka,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti inn á Vélaverk- stæði GK að Smiðjuvöllum í vik- unni sem leið. Guðlaugur fagnaði 80 ára afmæli fyrir mánuði en vinn- ur enn nær fullan vinnudag á verk- stæðinu. Hann heldur úti þjónustu varðandi vökva- og háþrýstikerfi og er orðlagður fyrir hvað hann er fljótur að redda hlutunum. Guð- laugur smíðar flesta tengihluti og ýmsan búnað og er einn af þessum mönnum sem gjarnan eru kallaðir þúsundþjalasmiðir. Í strandsiglingum milli Vestfjarða og Reykjavíkur Seinustu árin sem mótoristi fyr- ir vestan var Guðlaugur á bátn- um Hugrúnu sem var í vöru- og strandsiglingum milli Vestfjarða og Reykjavíkur. „Á þessum tíma voru stóru standflutningaskipin að sigla í kringum landið, svo sem Esjan og Skjaldbreið. Hugrún var 100 lesta bátur og við vorum svona í minni flutningunum, eiginlega pakka- flutningum, stærsti flutningur- inn hjá okkur var olíutunnur. Við þræddum hafnirnar frá Reykjavík og vestur til Súðavíkur. Við þurft- um til dæmis nokkrum sinnum að taka flutning til hersins á Straum- nesfjalli við Aðalvík. Við urðum að vera komnir til Reykjavíkur á mánudagsmorgnum og svo vor- um við í svona tvo til þrjá daga að lesta í borginni. Þetta var nokkuð skemmtilegur tími,“ segir Guð- laugur. Tvítugur að aldri fluttist hann á Akranes og hefur búið þar síðan. „Það var 1954 sem ég flutti hingað og kom gagngert til að læra vélvirkjun í Vélsmiðju Þorgeirs & Ellerts. Þá voru mikil umsvif í sambandi við útgerðina og gríðar- leg vinna hjá okkur yfir vertíðina að halda bátaflotanum gangandi. Gerður var út héðan fjöldi ver- tíðarbáta, margir 30-60 tonna að stærð.“ Frjálslegra fyrir vestan Guðlaugur segir að Akranes hafi breyst nokkuð frá því hann flutti þangað á sínum tíma. Bærinn sé orðinn mun skjólbetri og veðurfar- ið betra en það var. Honum fannst talverður munur á mannlífinu á Skaganum en fyrir vestan þeg- ar hann kom suður ungur maður. „Fyrir vestan var þetta svo frjálslegt í Bolungarvík og á Ísafirði að þar voru unglingar ekkert smeykir við það að leiðast hönd í hönd á götu. Hérna var þetta þvingaðra fannst mér og ekki eins alþýðlegt samfé- lagið,“ sagði Guðlaugur. Konunni sinni kynntist hann þó á Akranesi, Ingibjörgu Rafnsdóttur, tíu árum eftir að hann kom á Akranes og saman eiga þau fjögur börn. Fyrstu fjögur árin á Akranesi var Guðlaug- ur í sveinsnámi í vélvirkjun hjá Þ&E og síðan þrjú næstu ár í Vélskólan- um í Reykjavík, þar sem hann afl- aði sér ótakmarkaðra réttinda í vél- stjórn með reynslutíma. „Ég stóð mjög vel, bæði þegar ég kom í vél- virkjanámið og síðan í Vélskólann. Ég fékk snemma áhuga á vélum og vann mikið í vélum meðan ég var fyrir vestan,“ segir Guðlaugur. Hálfur mánuður varð tveir Þegar vélskólanáminu lauk fór Guð- laugur að starfa hjá ÞÞÞ á Akranesi bæði við akstur og viðgerðir. „Eft- ir sjö ár hjá ÞÞÞ var mig farið að langa á sjóinn aftur. Ætlaði að fara á veiðiskip en frétti þá af því að það vantaði vélstjóra í afleysingar á eitt skipa Jökla. Ég var síðan að leysa af hjá því skipafélagi í eitt ár, var ýmist á Drangajökli, Hofsjökli eða Lang- jökli. Á þessum tíma var Eimskip að taka yfir frystiflutningana á sjónum og leigja skip Jökla. Við vorum að sigla ýmist á Evrópu eða Ameríku og konan fór með mér í síðasta túr- inn. Gert var ráð fyrir að hann yrði rétt rúman hálfan mánuð, en það teygðist úr túrnum og við komum ekki heim fyrr en tveimur mánuð- um seinna, meira að segja sem far- þegar með öðru skipi. Við urðum að drífa okkur heim því við áttum lítið barn heima sem beið okkar,“ segir Guðlaugur. Skemmtilegt en slítandi starf að kenna Guðlaugur sneri sér síðan að kennslu og kenndi næstu árin málmiðnaðargreinar við Iðnskól- ann á Akranesi. Hann var svo í fyrsta kennarahópnum sem ráð- inn var þegar Fjölbrautaskóli Vest- urlands tók til starfa og var deild- arstjóri málmiðnaðardeildar. „Það var mjög skemmtilegt að kenna en mjög slítandi. Kennslunni fannst mér fylgja miklu meira andlegt álag og í hana fór meiri orka en verklega vinnu. Ég var alltaf að vinna svo- lítið með kennslunni, fyrst heima í bílskúr og svo byggði ég verkstæðið hérna á Smiðjuvöllum. Vann mik- ið að þeirri byggingu í sumarfríinu sem var um tveir mánuðir þegar ég var að kenna. Ég sá að þetta færi ekki saman til lengdar þannig að ég ákvað að hætta í kennslunni og fara út í sjálfstæðan rekstur. Ég var þó búinn að afla mér fullra kennslu- réttinda með námi við háskólann. Það var 1985 sem ég byrjaði þenn- an verkstæðisrekstur hér. Mest vor- um við þrír hérna og til að byrja með vorum við mikið að vinna fyr- ir fyrirtækin inni á Tanga. Síðan komu þau sér upp eigin aðstöðu og urðu sjálf sér nóg. Það hefur samt alltaf verið meira en nóg að gera hjá mér.“ Slangan tilbúin á nokkrum mínútum Guðlaugur segir að verkefnin séu mjög fjölbreytt, en mest sé hann að þjóna vinnuvéla- og bátaeig- endur. „Ég er mikið í því að út- búa háþrýsti slöngur og allt í vökva- kerfin. Ég er með ágætis búnað og fljótur að útbúa slöngurnar. Tæk- in mega ekkert stoppa hjá þess- um körlum og þeir þurfa ekki að bíða nema í nokkrar mínútur þar til slangan er tilbúin,“ segir Guð- laugur. Meðan blaðamaður stopp- aði hjá honum voru menn að koma og vitja um alternator og fleira sem hann var búinn að gera við og við- gerðin hafði tekið skamma stund. „Ég geri við alla hluti og hef gam- an af því. Ég hef alltaf haft miklu meira gaman af því að gera við notaða hluti en að fást við nýja.“ Guðlaugur smíðar allar tengingar og millihluti, bæði til notkunar á landi og á sjó. Sjóhlutirnir eru mun veigameiri og dýrari í framleiðslu. Lagerinn er stór á verkstæðinu hjá Guðlaugi og hann smíðar líka ýmsa hluti, svo sem fatahengi í verslan- ir, ruslatunnufestingar og ýmis- legt fleira. Verkfærin eru líka stór og mikil inni á verkstæðinu. Með- al annars tölvustýrður rennibekk- ur sem af lagernum að dæma hefur verið mikið nýttur. Er að minnka við sig Guðlaugur gaf sér tíma til að fara í sólarferð með konunni á Tenerife í tilefni 80 ára afmælisins fyrr í haust. Reyndar hafa Guðlaugur og Ingibjörg ferðast mikið um ævina, m.a. til Kína, Kúpu, Bandaríkjanna og Kanada, auk flestra landa Evr- ópu. Einnig hafa þau farið í sigl- ingu til Rússlands, Úkraínu og um Miðjarðarhafið. Hann segist verða að reyna að minnka við sig í vinnu. „Ég er búinn að stytta vinnudaginn niður í sex tíma, þrjá tíma fyrir há- degið og þrjá tíma eftir hádegið en oft vill nú teygjast úr deginum enda nóg að gera.“ Spurður hvort hann sé ekkert farinn að huga að því að hætta svarar Guðlaugur: „Jú, ég er farinn að gera það. Vandamálið er að lagerinn er 30-40 milljóna króna virði þannig að það þarf mikla pen- inga til að kaupa svona verkstæði. Ég var kominn langt með að selja það árið 2008 en þá kom hrun- ið. Sem betur fer var ekki búið að ganga frá sölunni þá, bæði fyrir kaupandann og mig. Við hefðum sjálfsagt tapað miklu á því báðir,“ segir Guðlaugur. Tveir metrar af verk­ stæðishúsinu brunnu Reyndar munaði minnstu að Véla- verkstæði GK brynni í september fyrir rúmu ári þegar sambyggt hús við hliðina, Trésmiðja Akraness, brann til kaldra kola. „Það brunnu tveir metrar af enda verkstæðisins og tryggingarnar bættu það tjón. Snör viðbrögð slökkviliðsins björg- uðu húsinu hjá mér. En ég er frísk- ur bæði líkamlega og andlega og engin ástæða ennþá til að hætta. Ég hef verið heppinn þótt ég hafi lent í slysi á verkstæðinu hérna fyr- ir 30 árum. Það slapp þó furðan- lega vel, þótt ég lægi þá í tvær vikur ósjálfbjarga í rúminu, náði ég mér á strik aftur,“ sagði Guðlaugur. Þar var hann að tala um þegar óvart var ekið á hann á verkstæðinu og hann marðist illa á fótunum. „Mannin- um varð það óvart á að stíga á bens- íngjöfina í stað bremsunnar en eftir þetta slys hef ég ekki getað hlaup- ið en er góður að öðru leyti,“ sagði Guðlaugur að endingu. þá Eftir brottfararpróf úr Vélskólanum með Fjalarsbikarinn sem veittur var fyrir afburða námsárangur. Segir skemmtilegra að gera við notaða hluti en fást við nýja Rætt við Guðlaug Ketilsson - áttræðan en síungan þúsundþjalasmið á Akranesi Guðlaugur Ketilsson er vel tækjum búinn á verkstæðinu. Gulli ásamt sínu fólki þegar hann hélt upp á áttræðisafmælið í lok október síðast- liðnum. Frá tímanum hjá ÞÞÞ. Sumarið 1960 var farið í fyrstu ferðina með fólk inn í Þórs- mörk. Eins og sjá má var Krossá í vexti í þessari sumarleyfisferð.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.