Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 10.12.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Árlegur jólamarkaður var haldinn í Álfhóli á Bjarteyjarsandi síðast- liðinn sunnudag. Einn blaðamanna Skessuhorn notaði þar tækifærið og keypti í jólamatinn beint frá búi og sitthvað fleira. Á myndinni gefur að líta kofareykt hangikjöt og bjúgu, birkireyktan bláberjavöðva, lifrar- kæfu, rúgbrauð, eina fötu af súrum hval og heimabakaða kremköku til að hafa með kaffinu. Allt er þetta matur úr Hvalfirði. Afurðirnar eru allar frá Bjarteyjarsandi utan hval- urinn sem kemur úr hvalstöð Hvals hf. í næsta nágrenni. Á myndinni má einnig sjá afar fal- legt glerlistaverk skreytt með lang- reyðarskíði eftir Rebekku Gunnars- dóttur sem einnig var keypt á Bjart- eyjarsandi. Í Álfhóli er rekin lítil verslun þar sem öll þessi hollu og gómsætu matvæli fást auk listmuna. Ekki sakar að verðinu er stillt í hóf. Þetta dæmi hlýtur að sýna að sitt- hvað má framleiða og bjóða fram af afurðum frá íslenskum bændabýl- um í dag. mþh Skipverjarnir á Kristni SH fengu níu kílóa ýsu á línuna sl. mánudag. Ýsuna fengu þeir í svokölluðum Ál á Breiðafirði norðvestur af Snæfellsnesi. Ekki er algengt að komið sé með svo stórar ýsur að landi, talið að sú stæsta sem komið hefur að landi hafi verið 12 kíló. Það var Farsæll GK 162 sem fékk hana í dragnót í Reykjanesröstinni árið 2002. Ýsa getur orðið allt að 15 ára gömul og er hámarksþyngd hennar talin geta verið um það bil 14 kíló. Á myndinni er Þröstur kokkur á Kristni SH með ferlíkið. þa Halldór Sigurkarlsson tamninga- maður í Hrossholti á Snæfellsnesi er hér með dóttur sína í sleðaferð. Hugsanlega fer um einhverja en hér er lítil hætta á ferðum. Ef hrossið er vel tamið líkar því einungis vel að fá tilbreytinguna. Þá má benda á að hross eru notuð út um allan heim til að draga vagna og kerrur fulla af fólki. Hrossið sem Halldór ríður hér á er Kolbrá frá Söðulsholti, sex vetra fyrstu verðlauna hryssa und- an Sólon frá Skáney og Gloríu frá Snartartungu. iss „Jólin heima“ eru tónleikar sem verða í Akranes- og Borgarnes- kirkju þar sem hópur heimamanna og aðfluttir flytja hugljúf jólalög og skapa huggulega stund saman. Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdótt- ir söngkona er ein þeirra sjö tón- listarmanna sem fram koma á tón- leikunum. „Allir listamennirnir sem fram koma eru búsettir ann- að hvort á Akranesi eða í Borg- arnesi. Ég sjálf flutti á Akranes frá Borgarfirði eystri í ágústmán- uði og leist strax vel á tónlistar- lífið hér,“ segir Aldís í samtali við Skessuhorn. Hún segir hugmynd- ina um jólatónleikana hafa vaknað fljótlega eftir að hún flutti. „Þetta vatt nokkurn veginn upp á sig. Mér og Birgi Þórissyni, heima- manni, píanóleikara og söngvara datt í hug að prófa að smala saman heimafólki til að halda þessa tón- leika. Það var tekið vel í þetta og mér þykir mjög gaman að vera að fara að halda þessa tónleika með heimafólki.“ Lögin sem flutt verða á tónleik- unum eru hugljúf jólalög, sem flytj- endur völdu sjálfir. „Hver flytjandi fékk að velja sín uppáhalds jólalög. Lagavalið verður því fjölbreytt. Allt frá sígildum jólalögum sem allir þekkja yfir í lítt þekktari lög. Þetta verður hugljúf stund á aðventunni og einfaldleikinn í fyrirrúmi,“ seg- ir Aldís. Tónleikarnir verða föstudaginn 12. desember kl. 20:00 í Akranes- kirkju og laugardaginn 13. desemb- er klukkan 16:00 í Borgarneskirkju. Þeir listamenn sem koma fram eru: Birgir Þórisson, Brynja Valdimars- dóttir, Elfa Margrét Ingvadóttir, Orri Sveinn Jónsson, Eðvarð Lár- usson, Sigurþór Þorgilsson og Al- dís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdótt- ir. Miðaverð er 1500 kr. Selt er við inngang og enginn posi er við- staddur. grþ Brátt sér fyrir endann á bygg- ingu nýs miðlunargeymis fyr- ir hitaveituna á Akranesi. Tengivinna stóð yfir í síðustu viku og var lægri þrýstingur á heita vatninu af þeim sökum um tíma og vatnslaust vegna bilana í veitunni um tíma frá því síðdegis á miðvikudag og fram á fimmtudag. Bil- un í tvígang orsakaði vatns- leysið. Aftur þurfti að taka vatnið af bænum í gærkveldi, þriðjudag, en að sögn Orku- veitumanna er það með síð- ustu stoppum á afhendingu vegna framkdæmdarinnar. Áætlað er að taka nýja vatnsgeyminn í notk- un fyrir jól. Hann er mikið mann- virki, rúmir 6.200 kúbikmetrar af vatni. Þannig er hann ríflega þre- falt stærri en gamli geymirinn við hliðina sem áfram mun þjóna sínu hlutverki við hlið „stóra bróður“. Hlutverk miðlunargeymanna er að safna forða þannig að jafvel þótt rof verði á dælingu vatns frá Deildar- tungu verður nægur forði til stað- ar svo ekki á að verða rof á afhend- ingu vatns. Við nýja tangann leng- ist frestur til viðgerða á veitunni úr fjórum í fjórtán klukkustundir við algenga notkun í bænum. „Eftir erfiðleika í rekstri hita- veitunnar á Akranesi síðasta vetur, sem lýsti sér í ítrekuðum rekstrar- truflunum vegna bilana á Deildar- tunguæð, var ákveðið að byggja nýj- an miðlunargeymi fyrir heitt vatn í bænum. Bygging nýja geymisins er langt komin. Unnið er að yf- irborðsfrágangi á innra byrði hans, einangrun að utan er að ljúka og klæðning að hefjast. Samhliða er unnið að því að tengja geyminn hvorttveggja dælustöðinni, sem stendur á milli geymanna, og vitaskuld Deildartunguæðinni, sem flytur heitt vatn til bæjarins meira en 70 kílómetra leið úr Deildartungu í mynni Reyk- holtsdals í Borgarfirði,“ segir í tilkynningu frá OR. Að sögn Gissurar Ágústs- sonar, svæðisstjóra Orkuveitunnar á Vesturlandi, mun rekstraröryggi hitaveitunnar taka stakkaskiptum með tilkomu nýja geymisins. All- ar stýringar verða einfaldari við- fangs en ekki síst eykur þetta ör- yggi þeirra starfsmanna, sem hafa þurft að fara til viðgerða í misjöfn- um veðrum undir talsverðri tíma- pressu. Sá þáttur skiptir miklu máli, að sögn Gissurar. Ístak er verktaki við byggingu geymisins. mm Hjónin Guðmundur Smári Guð- mundsson og Jóna Björk Ragnars- dóttir í Grundarfirði hafa gert það að árlegri hefð að opna jólahúsið á aðventunni. Var engin breyting á því þetta árið. Mikill fjöldi fólks mætti og kíkti í jólahúsið og þar var Stekkjastaur sjálfur búinn að laum- ast til byggða aðeins of snemma. En honum var fyrirgefið því að hann færði öllum börnunum pakka og söng með þeim jólalög. tfk Fulltrúar Stangveiðifélags Reykja- víkur og Veiðifélags Haukadalsár í Dölum skrifuðu sl. sunnudag und- ir samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá. „Áin er frábær viðbót við laxveiðiflóru félagsins. Veitt er á fimm stangir og hentar áin ein- staklega vel fyrir góða og samstillta hópa. Haukadalsá er falleg og gjöf- ul á. Veiðisvæði árinnar er um 8 km en merktir veiðistaðir eru 40. Veiði síðastliðið ár var 183 laxar en 25 ára meðalveiði er 735 laxar,“ segir í til- kynningu frá SVFR. Leigusamningurinn var undirrit- aður í veiðihúsi félagsins við Hauka- dalsá. Formenn félaganna, Árni Friðleifsson og Þórarinn Gunn- arsson, skrifuðu undir samning- inn. Í tilkynningunni segir m.a. að húsið sé notalegt og vel búið, með sex tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sér baðherbergi með sturtuaðstöðu. Til viðbótar er auka sturta, saunaklefi og heitur pottur. Fimm svæði eru í ánni og er veitt á einni stöng á hverju þeirra. Fjögur svæðanna eru í göngufæri frá veiði- húsinu og því gerist veiðin ekki þægilegri. Haukadalsá hentar ein- staklega vel til fluguveiða. Á svæð- inu eru langar stórgrýttar breið- ur með jöfnu rennsli, hægrennandi breiður þar sem ómissandi er að „strippa“ smáar flugur hratt í vatns- yfirborðinu, auk styttri og staum harðari hylja þar sem kjörið er að beita gáruaðferðinni. þá Hlaðborð veislufanga og listmuna frá jólamarkaðinum á Bjarteyjarsandi. Allsnægtaborð beint frá býli Árni Friðleifsson formaður SVFR og Þórarinn Gunnarsson formaður Veiði- félags Haukadalsár við undirskrift sl. sunnudag. Stangveiðifélag Reykjavíkur leigir Haukadalsá Fengu níu kílóa ýsu á krókinn Unnið við tengilagnir nýja geymisins í síðustu viku. Ljósm. or.is. Nýi vatnsgeymirinn tengdur við aðveituæð heita vatnsins Í sleðaferð í góðri vetrarfærð Opnuðu jólahúsið Jólin heima er nafn tónleika í Akraneskirkju og Borgarneskirkju

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.