Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Page 25

Skessuhorn - 10.12.2014, Page 25
25MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Akranes - miðvikudagur 10. desember Hinn árlegi Malaví markaður Grunda- skóla verður í skólanum frá kl. 11:30 - 13. Nemendur og starfsfólk Grunda- skóla hafa safnað fyrir fátækum börnum í Malaví í rúman áratug. Rauði krossinn í Malaví og á Íslandi hafa veitt Grundaskóla sérstaka viðurkenningu fyrir þetta frábæra verkefni sem hefur verið nefnt „Að breyta krónum í gull“. Í stað þess að gefa hvert öðru pakka á litlu jólunum leggja allir í söfnunina andvirði slíkrar gjafar. Snæfellsbær - miðvikudagur 10. desember Tónleikar Barna- og skólakórsins verða í Ólafsvíkurkirkju kl. 17. Borgarbyggð - miðvikudagur 10. desember Sögustund fyrir börn og foreldra í Landnámssetri kl. 17:30. Hefurðu heyrt um íslensku þjóðsögurnar? Þær eru fullar af skessum og skrímslum, álfum og uppvakningum, jólasvein- um og draugum. „Þín eigin þjóðsaga“ er öðruvísi en allar aðrar bækur – hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Óþrjótandi skemmtun fyrir krakka frá 9 ára aldri. Aðgangur ókeypis. Akranes - miðvikudagur 10. desember Grundartangakórinn og Kvennakór- inn Ymur halda jólatónleika í Vina- minni kl. 20. Stjórnendur: Sigríður Elliðadóttir og Atli Guðlaugsson. Einsöngvari: Smári Vífilsson. Píanó: Birgir Þórisson og Flosi Einarsson. Snæfellsbær - miðvikudagur 10. desember Bókaveislan verður á Klifi kl. 20. Til- einkuð Kristni Kristjánssyni (Didda í Bárðarbúð). Höfundarnir Jón Gnarr, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarna- dóttir, Stefán Máni og Ingibjörg Reynisdóttir kynna bækur sínar. 10. bekkur grunnskólans sér um að kynna höfunda og selja veitingar, 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn yngri en 15 ára í fylgd með fullorðnum. Enginn posi á staðnum. Áritaðar bækur frá höfundum til sölu á staðnum. Snæfellsbær - fimmtudagur 11. desember Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur verða í Ólafsvíkurkirkju kl. 20. Grundarfjörður - fimmtudagur 11. desember Bæjarstjórnarfundur í ráðhúsinu, Borgarbraut 16 kl. 16:30. Stykkishólmur - fimmtudagur 11. desember Bæjarráðsfundur númer 520 í Ráð- húsinu kl. 17. Borgarbyggð - fimmtudagur 11. desember Skallagrímur - ÍR í Íþróttamiðstöð- inni í Borgarnesi kl. 19:15. Síðasti heimaleikur Skallagrímsmanna í Dominos deild karla fyrir jól. Allir á pallana! Borgarbyggð - fimmtudagur 11. desember Tónleikar Garðars Cortes og Róbert Sund í Landnámssetrinu kl. 20:30. Notaleg og jólaleg kvöldstund með okkar ástsæla söngvara Garðari Cortes og meðleikara hans Róbert Sund. Akranes - föstudagur 12. desember Ágústa Friðriksdóttir og Guðni Hannesson opna ljósmyndasýningu í Guðnýjarstofu á Safnasvæðinu í Görðum frá kl. 16-18. Sýningin ber heitið Horfið og verður hún opin til 30. desember á opnunartíma safnsins. Sýningin er styrkt af Menn- ingarráði Vesturlands. Akranes - föstudagur 12. desember Spil og fræðsla í Bókasafni Akraness kl. 16 - 18. Ljáðu mér eyra - undir- búningur fyrir lestur. Það sem allir foreldrar og kennarar ungra barna ættu að vita varðandi mikilvæga undirstöðuþættir fyrir lestur. Ást- hildur Bj. Snorradóttir verður með fyrirlestur og kynningu á spennandi spilum sem undirbúa barnið þitt fyrir lestur. Dalabyggð - föstudagur 12. desember Jólamarkaður Lionsklúbbs Búðar- dals í Leifsbúð kl. 15. Vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að hafa opið lengur en fyrr var auglýst. Markaðurinn hefur gengið vel og fjöldi fólks heimsótt okkur og erum við þakklát fyrir þann stuðning sem þið kæru Dalamenn sýnið okkur. Eins er áfram hægt að hafa sam- band við okkur og við komum ef þess er óskað með varninginn heim til ykkar. Jólamarkaðurinn verður í Leifsbúð: föstudaginn 5. des. frá kl. 15-18 og föstudaginn 12. des. frá kl. 15-18. Þeir sem vilja fá okkur í heimsókn hafi sa mband við: Guð- mundur Pálmason, hs: 434-1366, gsm: 611-8866, Jón Egilsson, hs: 434-1349, gsm: 897-1349, Sigfríð Andradóttir, hs: 436-6783, gsm: 868-4702. Lionsklúbbur Búðardals. Borgarbyggð - föstudagur 12. desember Félagsvist í safnaðarheimilinu Félagsbæ, Borgarnesi kl. 20. Annað kvöldið í þriggja kvölda keppni, sem dreifist á fjögur kvöld. Góð kvöld- og lokaverðlaun. Veitingar í hléi. Allir velkomnir. Akranes - föstudagur 12. desember „Jólin heima“ í Akraneskirkju kl. 20. Tónleikar þar sem hópur heima- manna og aðfluttra flytja hugljúf jólalög og skapa huggulega stund saman. Þeir listamenn sem koma fram eru: Birgir Þórisson, Brynja Valdimarsdóttir, Elfa Margrét Ingva- dóttir, Orri Sveinn Jónsson, Eðvarð Lárusson, Sigurþór Þorgilsson og Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir. Miðaverð er 1500 kr. Selt er við inn- gang og enginn posi er viðstaddur. Borgarbyggð - laugardagur 13. desember Jólatrésala Skógræktar ríkisins verð- ur í Selskógi Skorradal laugardag og sunnudag. Fólki er boðið uppá að saga sitt tré sjálft. einnig verða nokkur söguð til staðar ef ekkert tré finnst í skógi. Opið er frá kl 11-16. Borgarbyggð - laugardagur 13. desember „Jólin heima“ í Borgarneskirkju kl. 16. Tónleikar þar sem hópur heima- manna og aðfluttra flytja hugljúf jólalög og skapa huggulega stund saman. Þeir listamenn sem koma fram eru: Birgir Þórisson, Brynja Valdimarsdóttir, Elfa Margrét Ingva- dóttir, Orri Sveinn Jónsson, Eðvarð Lárusson, Sigurþór Þorgilsson og Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir. Miðaverð er 1500 kr. Selt er við inn- gang og enginn posi er viðstaddur. Borgarbyggð - sunnudagur 14. desember Aðventuhátíð barnanna í Borgar- neskirkju kl. 11. Samvera með fjöl- breyttu efni. Söngvar, leikir, sögur. Akranes - sunnudagur 14. desember Jólatré í Slögu við Akrafjall. Skóg- ræktarfélag Akraness býður fólki að ná sér í jólatré í Slögu milli kl. 12-15. Verð á tré er 4000 krónur staðgreitt. Ekki tekið við kortum. Mögulegt er að fá tré á öðrum tímum, m.a. helgina 20. - 21. des. Hafið samband við Jens í síma 897-5148 eða með tölvupósti jensbb@internet.is. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Akraness. Borgarbyggð - sunnudagur 14. desember Messa á Borg á Mýrum, í Borgar- kirkju kl. 14. Messa á þriðja sunnu- degi í aðventu. Sr. Páll Ágúst Ólafsson predikar. Organisti Bjarni Valtýr Guðjónsson. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. Hvalfjarðarsveit - sunnudagur 14. desember Jólatónleikar í Heiðarskóla frá kl. 17 - 19. Svavar Knútur og Söng- hópur Heiðarskóla „Spangólandi Úlfar“ syngja jólalög. Verð kr. 1.500. Frítt fyrir börn. Nemendur 9. og 10. bekkjar verða með kaffi / kakósölu til styrktar Danmerkurferð næsta vor. Stykkishólmur - mánudagur 15. desember Bæjarstjórnarfundur nr.314 í Ráð- húsinu kl. 17. Stykkishólmur - mánudagur 15. desember Jólatónleikar í sal Tónlistarskólans kl. 18. Á tónleikunum koma fram nem- endur úr öllum deildum og leika ljúfa jólatónlist. Allir eru hjartanlega velkomnir. Borgarbyggð - þriðjudagur 16. desember Börnin á Kattholti og Sjónarhóli á Klettaborg syngja á dvalarheimilinu Brákarhlíð kl. 11. Stykkishólmur - þriðjudagur 16. desember Jólatónleikarnir í sal Tónlistarskól- ands kl. 18. Á tónleikunum koma fram nemendur úr öllum deildum og leika ljúfa jólatónlist. Allir eru hjartanlega velkomnir. Starfskraftur óskast á tann- læknastofu Starfskraftur óskast á Tannlækna- stofu Borgarness, Skallagrímsgötu 1. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Uppl. hjá Önnu Gerði á tannbor@ simnet.is Patrol 2008 Til sölu Nissan Patrol árg. 2008, breyttur 35’. Ekinn 100 þúsund km. Dráttarkr, sóllúga, leðurkl, nýleg dekk. Afar góður bíll, einn eigandi frá upphafi. Ásett verð: 4,2 m. Staðgr.verð: 3,8 m. Uppl. í síma 894-8998. ÓE videotæki gefins eða ódýrt Óska eftir að fá gefins eða ódýrt videotæki. 67dagny@gmail.com Húsnæði óskast Óska eftir 3-4 herb. langtíma- leiguíbúð. Leiguverð í kringum 120-140 þús. á mánuði. Skilvísum greiðslum og góð umgengni. Uppl. í 867-2971 og sigrun.pe@simnet.is Par/raðhús, einbýli eða íbúð Akranes Fjölskylda með 2 börn óskar eftir einbýli, raðhúsi, parhúsi eða íbúð til leigu frá 1. jan 2015. Reglusamt fólk, engin gæludýr. Vinsamlegast svarið á vantarhusnaedi@gmail. com Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það albesta. Pakki með 100 tepokum er á 4300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið 7800. Sykur- þörfin minnkar og hverfur oftast eftir stuttan tíma og bjúgurinn fer mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. S: 845-5715, Nína. Borgarnes daga- talið 2015 Veggdagatal með 13 ljósmyndum úr Borgarnesi frá öllum mánuðum ársins. Hægt er að skoða myndirnar á dagatalinu á internetslóðinni: www.hvitatravel. is/dagatal. Frí heimsending í Borg- arnesi. Nánari upplýsingar í síma 661-7173 & tolli@hvitatravel.is Eldhúsborð og sex stólar Furu eldhúsborð og sex stólar. Stærð 110x110 og tvær plötur (80 cm) Gluggatjöld í stíl við púða fylgja. Verðhugmynd 40 þús. gyda- jons@hotmail.com Antik legusófi Antik legusófi í góðu ástandi. gydajons@hotmail.com Antik sófasett Antik sófasett, tveir stólar og lítill sófi. Þarfnast lagfæringa. Sími: 659-2930. Sófaborð Sófaborð til sölu. Sími 659-3930. Ljósakrossar Til sölu hinir vönduðu díóðuljósa- krossar á leiði í ýmsum litum. Nán- ari upplýsingar í síma: 898-9253 / 437-1783. Á döfinni LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU Markaðstorg Vesturlands BÍLAR/VAGNAR/KERRUR HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI ATVINNA Í BOÐI Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is Nýfæddir Vestlendingar 1. desember. Stúlka. Þyngd 3.245 gr. Lengd 49 sm. Foreldrar: Guðrún Birna Blöndal og Sæþór Sindri Kristinsson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 4. desember. Drengur. Þyngd 4.540 gr. Lengd 56 sm. Foreldrar: Margrét B. Valdimarsdóttir og Páll Axel Vilbergsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 5. desember. Stúlka. Þyngd 3.370 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Alexsandra Ýr Sigurðardóttir og Bogi Hrafn Guðjónsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.