Skessuhorn


Skessuhorn - 10.12.2014, Side 27

Skessuhorn - 10.12.2014, Side 27
27MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Ójafn leikur fór fram í 16-liða úr- slitum Powerade bikars kvenna í Stykkishólmi sl. sunnudag þegar úrvalsdeildarlið Snæfells tók móti liði Fjölnis sem leikur í 1. deild- inni. Þar mættust Davíð og Golí- at í orðins fyllstu en Snæfellskon- ur sigruðu í leiknum 130:39 eftir að staðan hafði verið 65:24 í hálf- leik. Kristen McCarthy skoraði 26 stig, Berglind Gunnarsdótt- ir 22, Gunnhildur Gunnarsdótt- ir og Hildur Sigurðardóttir 21 stig hvor, María Björnsdóttir 18 og Re- bekka Rán Karlsdóttir 15 stig, aðr- ar minna. Breiðablik, Grindavík, KR og Haukar eru komnir áfram í keppninni. þá/ Ljósm. Eyþór Ben. Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiks- maður og körfuknattleik- skona ársins 2014. Þetta er í ellefta sinn sem Jón Arn- ór er valinn en Helena hefur nú alls tíu sinnum verð val- in og það tíu sinnum í röð. Helena er 26 ára gömul og Jón Arnór 32 ára. Tvær Snæ- fellskonur voru næstar í val- inu á körfuboltakonu ársins. Hildur Björg Kjartansdóttir, sem reyndar leikur nú í vet- ur með bandarísku háskóla- liði, varð í 2. sæti og Hildur Sigurðardóttir í 3. sæti. Sig- rún Sjöfn Ámundadóttir úr Borgarnesi var meðal þeirra sem hlaut atkvæði í valinu. Í vali á körfuboltamanni ársins var Vestlendingurinn Hlynur Bæringsson í 2. sæti. Hlyn- ur hefur lengst af leikið með bæði Snæfelli og Skallagrími en síðustu vetur hefur hann verið hjá Sundsvall í Sví- þjóð. Körfuknattleikskona og -maður ársins 2014 voru val- in af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd KKÍ og landslið- þjálfurum yngri landsliða og A-landsliða. þá ÍA beið lægri hlut fyrir Hamri frá Hveragerði þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Powerade bik- arsins í íþróttahúsinu við Vest- urgötu á sunnudaginn. Lokatöl- ur urðu 80:72 eða svipaður mun- ur og þegar liðin mættust þar í 1. deildinni fyrir skömmu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Hamarsmenn voru með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 18:14, og þeir fóru í hálfleik með tveggja stiga forystu, 36:34. Það var í þriðja leikhluta sem gestirn- ir lögðu grunninn að sigrinum, en þann hluta leiksins unnu þeir með tíu stiga mun og voru því með 12 stiga forskot fyrir lokafjórðunginn. Skagamönnum tókst þá aðeins að laga sinn hlut en ekki nóg og gest- irnir úr Hveragerði unnu sannfær- andi sigur. Jamarco Warren var at- kvæðamestur í liði ÍA með 25 stig, Ómar Örn Helgason kom næstur með 18 stig, Fannar Freyr Helga- son skoraði 14, Birkir Guðjónsson 6, Magnús Bjarki Guðmundsson 4, Oddur Helgi Óskarsson 3 og Er- lendur Þór Ottesen 2. þá/ Ljósm. Jónas H Ottósson. Skallagrímsmenn sýndu góðan leik og sigruðu Njarðvíkinga í Powerade bikarnum í Borg- arnesi sl. sunnudag. Heima- menn voru með frumkvæðið í leiknum nær allan tímann en reyndar var útlit fyrir að gest- irnir væru að snúa leiknum sér í vil rétt áður en blásið var til hálfleiks. Lokatölur urðu 77:68. Skallagrímsmenn eru þar með komnir í 8-liða úrslit en seinast náðu þeir þeim ár- angri í Bikarkeppninni 2011. Heimamenn byrjuðu mun betur í leiknum og náðu fljótt nokkurra stiga forystu. Eftir fyrsta leikhluta voru þeir með níu stiga forskot, 23:14. Svip- aður munur hélst fram í miðj- an annan leikhluta. Þá kom mjög góður kafli hjá gestunum sem skoruðu 13 stig í röð og komust þá þremur stigum yfir, 38:35. Ein karfa frá Sigtryggi Arnari Björnssyni lagaði stöð- una fyrir Skallagrím en Njarð- víkingar fóru í hálfleik með eins stigs forskot, 37:38. Skalla- grímsmenn mættu dýrvitlausir til þriðja leikhluta staðráðnir í að ná góðu forskoti að nýju. Árangurinn var eftir því og náðu þeir tólf stiga forskoti 53:41 eftir um fjögurra mínútna leik. Njarðvíkingar klór- uðu í bakkann og minnkuðu mun- inn aftur niður í fjögur stig fyrir lokafjórðunginn, 53:49. Leikurinn var í járnum í fjórða leikhluta og þá munaði mik- ið um framlag Sigtryggs Arn- ars Björnssonar besta manns Skallagríms. Skallagrímur var með stöðuna 74:68 þegar þrjár mínútur voru eftir af leikn- um. Tilraunir Njarðvíkinga til að komast aftur inn í leikinn báru ekki árangur í lokasókn- unum og því lönduðu Skalla- grímsmenn kærkomnum sigri 77:68. Borgnesingar náðu þar með að kvitta fyrir tapið gegn Njarðvíkingum í síðustu um- ferð Dominosdeildarinn- ar. Sigtryggur Arnar Björns- son fór fremstur Skallagríms- manna með 23 stig, 9 frá- köst og 5 stoðsendingar. Tólf af stigum sínum skoraði Sig- tryggur Arnar í fjórða leik- hluta. Næstur kom Tracy Smith með 18 stig og 14 frá- köst, þá Davíð Ásgeirsson með 15 stig, Páll Axel Vilbergsson var með 10 stig og 8 fráköst, Egill Egilsson 7 stig og Daði Berg Grét- arsson 4. þá Snæfellskonur gerðu góða ferð til Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag þegar þær sigruðu heimastúlkur í hörkuspennandi toppslag 76:71. Þar með eru Snæfellskonur ein- ar á toppi deildarinnar með 20 stig eftir ellefu umferðir, tveimur stig- um meira en Keflavík og sex stig- um meira en liðin í þriðja og fjórða sæti. Þrátt fyrir jafnan leik í Kefla- vík voru heimastúlkur með frum- kvæðið í leiknum og oftast yfir eða fram í lokafjórðunginn þegar Snæ- fellskonur tóku yfir leikinn og unnu sannfærandi sigur. Keflavíkurstúlk- urnar byrjuðu leikinn afar vel og komust í stöðuna 8:0. Engu að síð- ur voru Snæfellskonur einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 16:15 en Keflavík leiddi með þremur stigum í hálfleik 33:30. Sama baráttan hélt áfram í þriðja leikhluta en þegar leið á hann náðu heimastúlkur níu stiga forskoti og voru sex stigum yfir fyr- ir lokafjórðunginn 60:54. Snæfells- konur voru síðan sterkari í loka- fjórðungnum. Þær voru búnar að vinna upp sex stiga forskot heima- manna þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta og komn- ar yfir skömmu seinna. Þær bættu jafnt og þétt við forskotið og voru komnar sjö sigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Snæfellskonur spiluðu skynsaman körfubolta til loka og lokatölur eins og áður sagði 76:71. Í góðu liði Snæfells voru Kristen McCarthy og Hildur Sigurðardótt- ir atkvæðamestar og Hildur mikill stjórnandi á vellinum. Kristen skor- aði 32 stig og tók 10 fráköst, Hild- ur 20 stig og 13 fráköst, Gunnhild- ur Gunnarsdóttir 11 stig, 5 fráköst og 5 stolnir boltar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3 stig og 5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 3 stig og 7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdótt- ir 3 stig og Hugrún Eva Valdimars- dóttir og María Björnsdóttir 2 stig hvor. Næsti leikur Snæfells í Dom- inosdeild kvenna verður í kvöld, miðvikudaginn 10. desember, þeg- ar Grindavíkurkonur koma í heim- sókn. þá Níunda umferð Dom- inosdeildar karla fór fram síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Bæði Vestur- landsliðin töpuðu sínum leikjum. Snæfell lá fyrir Tindastóli á Sauðárkróki 77:104 og Skalla- grímur hafði ekki árangur sem erf- iði í Njarðvík, tapaði 70:83. Snæ- fell er nú í 8. sæti deildarinnar með 8 stig en Skallagrímur enn í 12. og neðsta sætinu með 2 stig. Það var í öðrum og fjóra leik- hluta sem Tindastólsmenn voru miklu betri en Snæfell. Reyndar var staða Sauðkrækinga orðin mjög góð eftir fyrri hálfleikinn. Þeir voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leik- hluta og staðan var 43:27 í hálfleik fyrir Tindastóli. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta þar sem svipaður munur hélst en Tindstóls- menn áttu svo miklu meira inni á lokakaflanum. Króksaranir tóku Chris Woods nánast út úr leikn- um. Hann skoraði aðeins fjögur stig. Austin Bracey, Sigurður Þor- valdsson og Stefán Karel Ólafsson skoruðu hver um sig 17 stig og voru stigahæstir hjá Snæfelli sem mætir í næstu umferð Keflavík í Hólm- inum fimmtudagskvöldið 11. des- ember. Skallagrímsmenn voru seig- ir framan af í leik sínum í Njarð- vík og höfðu í fullu tré við heima- liðið í fyrri hálfleik. Jafnt var eft- ir fyrsta leikhluta og Njarðvík var þremur stigum yfir í hálfleik, 37:34. Það var í þriðja leikhlutan- um sem leiðir skildu, en þann leik- hluta vann Njarðvík 26:15. Staðan fyrir lokafjórðunginn var því 63:49 fyrir Njarðvík. Skallagrímsmenn börðust áfram en náðu ekki að bæta stöðuna svo nokkru næmi. Örugg- ur sigur Njarðvíkur því staðreynd. Hjá Skallagrím var Tracy Smith stigahæstur með 26, Sigtryggur Arnar Björnsson kom næstur með 18, Daði Berg Grétarsson skoraði 9 og aðrir minna. Skallagrímur mætir næst ÍR í Borgarnesi fimmtudags- kvöldið 11. desember. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir Skallagrím þar sem ÍR er með 4 stig og meðal liðanna í botnbaráttunni. þá Snæfellskonur einar á toppnum Hart barist undir körfu Snæfells í leiknum. Ljósm./Víkurfréttir. Skagamenn úr leik í Bikarkeppninni Burst hjá Snæfellskonum Vesturlandsliðin töpuðu bæði í körfuboltanum Jón Arnór og Helena körfuboltafólk ársins Davíð Ásgeirsson hátt uppi í skotstöðu í leiknum. Páll Axel og fleiri Skallagrímsmenn viðbúnir. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson. Skallagrímsmenn slógu Njarðvík út

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.