Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / DÁNARMEIN Tafla 1. Fjöldi dáinna (F), væntigildi (V), stööluö dánartöluhlutföll (SDH) og 95% ör- yggisbil (95% ÖB) hjá 13 349 iönverkakonum (212.713 mannár), fylgitími 1975- 1995. Dánarorsakir (ICD 9) F V SDH 95% ÖB Allar dánarorsakir (010-E978) 719 994,92 0,72 0,67-0,78 Öll krabbamein (140-203) 245 291,51 0,84 0,74-0,95 - meltingarvegur (140-154) 42 43,32 0,97 0,70-1,31 - öndunarfæri (162) 60 57,50 1,04 0,80-1,34 - brjóst (174-175) 41 59,34 0,69 0,50-0,94 - kynfæri kvenna (179-184) 30 36,11 0,83 0,56-1,19 - blóö og eitlar (200-208) 19 18,56 1,02 0,62-1,60 Önnur krabbamein 53 76,68 0,69 0,52-0,90 Blóöþurrðarsjúkd. hjarta (410-114) 146 188,58 0,77 0,65-0,91 Sjúkd. I heilaæðum (430-438) 54 88,97 0,61 0,46-0,79 Öndunarfærasjd. (460-519) 63 105,94 0,59 0,46-0,76 Voveifleg dauösföll (E800-E978) 94 52,49 1,79 1,45-2,19 Aðrar dánarorsakir 117 267,44 0,44 0,36-0,52 armynstri hópanna (1). Ekki ríkir eining um hversu þungt hvert þessara atriða vegur í útkomunni (3) en ójafnræðið er fyrir hendi á Norðurlöndum (10) ekki síður en í Bretlandi þar sem stéttaskipting er þekkt (1). Rannsóknir á dánarmynstri starfshópa hafa oft beinst að þekktum áhættuþáttum í vinnuumhverfinu, en í löndum þar sem vinnuvernd er virk og vinnuað- stæður almennt góðar hefur tekist að draga úr þess konar áhættu (11) en þó er talið að um 5% krabba- meina tengist vinnuumhverfinu (12). I nýlegri danskri rannsókn þar sem fólk var spurt um eigið heilsufar virðist hins vegar sem atriði sem tengjast vinnunni vegi þyngra en lífsstíllinn að því er varðar heilsufar hópa, en örðugt er að skera úr um þetta þar sem hættulegur lífsstíll var algengari hjá ófaglærðu verkafólki en öðrum (7). Skammt er síðan konur fóru að láta að sér kveða á almennum vinnumarkaði og því er minna vitað um áhrif starfa þeirra og þjóðfélagsstöðu á heilsuna en á heilsu karla (1,3,13). Konur og karlar vinna á ólíkum vinnustöðum og ólík störf (3) jafnframt því sem áhrif áhættuþátta eru mismunandi milli kynjanna og því ókleift að yfirfæra niðurstöður úr rannsóknum á körlum yfir á konur (3, 14). Samspil einkalífs og vinnu gæti verið ólíkt hjá konum og körlum (15). Vísbendingar eru um að dánarmynstur þjóðfélags- hópa sé ólíkt hjá konum og körlum, til dæmis leiddi dönsk rannsókn í ljós að dánartíðni háskólamennt- aðra karla var lægri en meðaltalið samanborið við danska karla en dánartíðni háskólakvenna var hærri en meðaltalið (16). Lengi hefur tíðkast að skipa konum í þjóðfélags- hóp eftir stöðu maka. Meirihluti kvenna hafði lengst af ekki starf utan heimilis og upplýsingar um þátt- töku kvenna í atvinnulífinu oft ekki aðgengilegar (1). Þetta hefur verið gagnrýnt enda hefur atvinnuþátt- taka kvenna gjörbreyst á síðari tímum (13), til dæmis frá 34% árið 1960 (17) til 77% árið 1996 á íslandi (18). Ein leið til að skoða dánarmynstur kvenna út frá þeirra eigin stöðu er að leita fanga í lífeyrissjóðum eins og gert er í þessari rannsókn. Hérlendis hafa fáar rannsóknir verið gerðar á tengslum þjóðfélagsstöðu og heilsufars en það sem gert hefur verið bendir til þess að mynstrið sé svipað hér og hjá öðrum iðnvæddum þjóðum, bæði meðal barna (19) og fullorðinna (20). Hjartasjúkdómar meðal karla eru tíðari og dánartíðni vegna þeirra hærri meðal þeirra sem hafa stutta skólagöngu en meðal annarra hópa (21, 22), krabbameinsmynstrið og dánartíðni vegna annarra sjúkdóma virðist mis- munandi hjá ólíkum þjóðfélagshópum og vísbend- ingar eru um að bilið á milli þjóðfélagshópanna sé að breikka (23). Þegar athugun var gerð á dánartíðni mismunandi starfsstétta á Islandi á áttunda áratug tuttugustu ald- ar og notaðir fjórir flokkar dánarorsaka: illkynja æxli, sjúkdómar í blóðrásarfærum, aðrir sjúkdómar, slys og aðrar ytri orsakir kom í ljós að hæsta dánartíðnin í íslenska efniviðnum var dánartíðni af völdum ann- arra sjúkdóma en illkynja æxla og sjúkdóma í blóð- rásarfærum meðal ófaglærðra kvenna við iðnað, þar með talinn fiskiðnað, og vegna ytri orsaka meðal sjó- manna á veiðiskipum (24). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna dán- artíðni meðal iðnverkakvenna með þeirri tilgátu að dánartíðni vegna reykingatengdra sjúkdóma væri hærri meðal þeirra en annarra íslenskra kvenna en rannsókn á krabbameinum í hópnum benti til að krabbamein í öndunarfærum væru tíðari meðal iðn- verkakvenna en annarra kvenna (25). Efniviður og aðferöir Efniviðnum hefur áður verið lýst í Læknablaðinu (25). Um er að ræða afturskyggna hóprannsókn sem nær til 13 349 kvenna sem greiddu til Lífeyrissjóðs félags verksmiðjufólks í Reykjavík árin 1970-1995. Lífeyrissjóður Iðju sameinaðist öðrum lífeyrissjóðum í Lífeyrissjóðinn Framsýn síðla árs 1995 en unnt var að þekkja þær konur sem höfðu greitt félagsgjöld til Iðju úr Framsýnarhópnum, og teljast þær með í hópnum. Konur með erlendum nöfnum, sem dvöld- ust tímabundið á landinu og erfitt var að henda reið- ur á, voru felldar burt og einni konu með íslensku nafni var sleppt, þar eð hún virtist hefja greiðslur í sjóðinn á fæðingarári sínu. Þegar athugun var gerð á nýgengi krabbameina í hópnum (25) var þeim kon- um sleppt sem flust höfðu erlendis enda óvíst hvort Krabbameinsskránni bærust tilkynningar um krabbamein þeirra. í þessari athugun var sú ákvörð- un tekin að halda þessum brottfluttu konum í hópn- um þar eð talið var að Hagstofan fengi afrit af dánar- vottorðum íslendinga þótt þeir búi erlendis. Fylgitíminn var 1975-1995. Vegna þess að í ljós kom að Iðjukonur sem dóu á árabilinu 1970-1974 höfðu verið teknar af skrám Lífeyrissjóðsins hófst 196 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.