Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Islandi Ágrip Gizur Gottskálksson Tilgangur: Upp úr 1990 ruddi sér til rúms ný og ár- angursrík aðferð til að meðhöndla hjartsláttartrufl- anir frá gáttum - brennsluaðgerðir með hjartaþræð- ingu þar sem brennt er með útvarpsbylgjum (radio- frequency catheter ablations). Slíkar brennsluað- gerðir hófust hérlendis árið 1993 í smáum stíl, en á árinu 1994 fjölgaði þeim til muna. Tilgangur þessarar greinar er að meta árangur þessara aðgerða fyrstu fimm árin og bera saman við árangur annarra. Efniviður og aðferðir: A fimm ára tímabili, 1994- 1998, voru gerðar 75 brennsluaðgerðir á 68 sjúkling- um, 39 körlum og 29 konum. Skilyrði fyrir aðgerð voru mikil einkenni af hjartsláttarköstum, lyfjameð- ferð ófullnægjandi eða olli miklum aukaverkunum. Vísbendingar um hugsanlegan árangur brennslu- meðferðar urðu að sjást á 12-leiðslu hjartarafriti eða koma fram við örvun á hjarta og skráningu vélinda- rafrits. Arangur aðgerðar var metinn út frá raflífeðl- isfræðilegum skilmerkjum í lok brennslu og klínískur árangur talinn fullnægjandi þegar sjúklingur var laus við hjartsláttarköst án lyfjameðferðar. Þá var gerð ný örvun og skráning frá vélinda að minnsta kosti þrem- ur mánuðum eftir brennsluaðgerð til að sýna fram á að hraðtaktsferill væri rofinn. Niðurstöður: Af 68 sjúklingum höfðu 26 gátta- sleglahringsól (atrioventricular reentry tachycardia). Fyrsta brennsla var árangursrík hjá 21 sjúklingi, en tveir þurftu endurbrennslu (91% heildarárangur). Atján sjúklingar reyndust með duldar aukaleiðni- brautir (concealed bypass tracts). Fyrsta brennsla skilaði 83% árangri, en eftir tvær brennslur varð ár- angur 94%. Sextán sjúklingar voru með heilkenni Wolff-Parkinson-White. Fyrsta brennsla heppnaðist hjá 80% þeirra, en þrír sjúklingar þurftu endur- brennslu þar sem stungið var á gáttaskilvegg (trans- septal puncture). Heildarárangur var 93%. í lok tíma- bilsins voru hafnar brennsluaðgerðir vegna gátta- flökts (atrial flutter). Þrír sjúklingar voru meðhöndl- aðir sem allir höfðu mikil einkenni og höfðu einnig sýnt köst af gáttatifi (atrial fibrillation). Tveir þeirra fengu aftur köst af bæði gáttaflökti og gáttatifi, annar eftir fjórar vikur, en hinn 12 mánuðum eftir aðgerð. Alyktanir: Brennsluaðgerðir á sjúklingum með ofansleglahraðtakt hafa stórbætt meðferð þeirra. í ENGLISH SUMMARY Hjartadcild Landspítala Hringbraut, 105 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gizur Gottskálksson sérfræð- ingur í hjartasjúkdómum, gizurgot@landspitali.is Lykilorð: ofansleglahrað- taktur, brennsluaðgerðir. Gottskálksson G Radiofrequency catheter ablations of supraventricular tachycardias in lceland Læknablaðið 2002; 88: 205-11 Objective: During the last decade a new and successful treatment of supraventricular tachycardia - radiofrequency catheter ablations - gained ground. In lceland this method was first used in 1993, seldom during the first year but with increasing frequency the following year. The aim of this study is to evaluate its success rate during the first five years of its use and compare it to that of other centres. Material and methods: During the five year period 1994- 1988 seventy-five ablations were performed on 68 patients, 39 men and 29 women. The patients chosen had to have considerable symptoms of tachycardia and/or unsatisfac- tory results or significant side-effects from medication. Also, they had to show signs of conceivable benefit from ablation on a 12-lead electrocardiogram or on non-invasive electrophysiologic testing. Electrophysiological criteria were used to evaluate success at the end of each ablation and clinical results deemed satisfactory when the patient was free of tachycardia and medication. To further guarantee results non-invasive electrophysiologic testing was repeated at least three months after the ablation to ensure that the mechanism of arrhythmia was broken. Results: Twenty-six patients of the 68 in the study were diagnosed with atrioventricular reentry tachycardia. The first ablation was successful in 21 patient, but two needed re-ablation (91 % success rate). Eighteen patients turned out to have concealed bypass tracts. The first ablation resulted in 83% success rate and when repeated reached a 94% success. Sixteen patients had Wolff-Parkinson- White syndrome. In their case 80% were sucessfully ablated the first time, but three needed re-ablation with transseptal puncture. Final success rate was 93%. Radio- frequency ablations of atrial flutter were started near the end of the study period. Three patients who all had con- siderable symptoms as well as episodes with atrial fibril- lation were treated. Two relapsed, both getting atrial flutter as well as atrial fibrillation, one four weeks after the ablation and the other after 12 months. Conclusions: Radiofrequency ablations on patients with supraventricular tachycardia have greatly improved their treatment. If successful, it is a permanent cure for this condition whereas medication only holds symptoms at bay. This study shows a success rate quite comparable to that of other centres. Keywords: radiofrequency catheter ablations, supraventri- cular arrhythmias. Correspondance: Gizur Gottskálksson, gizurgot@landspitali.is Læknablaðið 2002/88 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.