Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI % 60 ■ 50 a-. 40 30 20 10 0 —■ , m-—" r 1 1994-1995 1996 1997 1998 Gáttasleglahringsól Staðbundinn gáttahraðtaktur Duldar aukabrautir Gáttaflökt WPW-heilkenni Árið 1997 var byrjað í litlum mæli að brenna stað- bundinn gáttahraðtakt og gáttaflökt. Á mynd 1 sést árangur meðferðar við ofansleglahraðtakti. Einungis voru meðhöndlaðir sjúklingar með merki um upptök í hægri gátt, alls sjö sjúklingar, þar af var einn með við- varandi gáttahraðslátt frá fæðingu (permanent junc- tional reentry tachycardia, PJRT). Fyrsta brennsluað- gerð heppnaðist hjá öllum þessum sjúklingum. Ár- angur af brennslu gáttaflökts (atrial flutter) var mun lakari. Einn sjúklingur læknaðist af gáttaflökti, en hin- ir fengu gáttaflökt aftur, annar eftir eitt ár, en hinn fékk gáttatif (atrial fibrillation) aðeins fjórum vikum eftir brennslu og hefur síðan einnig fengið gáttaflökt. Hann hefur greindan Reiters sjúkdóm með merki um virka bólgu í ósæð (aortitis) og líklega einnig bólgu- breytingar í hjarta, þótt það sé ekki fullsannað. Fjöldi mismunandi flokka gáttahraðtakts er sýnd- ur eftir árum (línurit 1). Til hagræðingar eru árin 1994 og 1995 tekin saman. Sé litið á breytingar á tegundum hjartsláttartruflana sem eru meðhöndlaðar eftir ár- um kemur í ljós að hraðtaktur frá gátta-sleglahnút (AVNRT) hefur hlutfallslega aukist og er að minnsta kosti 50% af heildinni í lok tímabils. Sjúklingum með aukabrautir fer ört fækkandi en síðustu árin hefur bæst við meðferð staðbundins gáttahraðtakts og gáttaflökts. Engir fylgikvillar komu fram við eða eftir þessar aðgerðir fyrir utan minniháttar blæðingar á stungu- stað í náraslagæð sem ekki þörfnuðust sérstakrar meðferðar. Ekki kom fram á hjartaómskoðun aukin vökvasöfnun í gollurshúsi, breytingar á lokum né segamyndanir í hjartahólfum. Pá varð engin aukning á hjartaenzymum. Umræöa Hér er í stuttu máli gerð grein fyrir árangri 75 brennsluaðgerða á 68 sjúklingum á fimm ára tímabili. Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram við þessar aðgerðir né síðar (eftirfylgni: 18-66 mánuðir). Al- gengasti einstaki sjúkdómsflokkur í þessari rannsókn er gáttasleglahnúts hringsól (AVNRT). Eins og áður er getið var farið að beita nýrri tækni (slow pathway ablation) hér á árinu 1994 þannig að allir í þessari rannsókn voru meðhöndlaðir á þann hátt. Mikilvægur þáttur í því að minnka áhættu er að endurtaka fremur aðgerð eftir 3-6 mánuði en að ganga of nærri gáttasleglahnútnum í brennslunni. Næst algengustu flokkar í þessari rannsókn voru aukaleiðnibrautir milli gátta og slegla. Hvað varðar þá sjúklinga sem hafa leiðnibrautir í báðar áttir (overt WPW) þá geta þeir verið í lífshættu og er tíðni árlegs skyndidauða 0,05-0,5% (8). Orsökin er að tals- verður hluti þessara sjúklinga er í hættu að fá gáttatif (atrial fibrillation) sem getur leitt lítt heft niður aukabraut og valdið sleglatifi (ventricular fibrillatio) og dauða. Áhætta við brennsluaðgerð er hins vegar mjög lítil. Athygli vekur að hjá öllum sjúklingum sem höfðu dulda aukabraut, sem leiðir aðeins frá slegli til gáttar, voru þær alltaf vinstra megin. Hugsanlegt er að leiðni frá gátt til slegils sé til staðar við fæðingu, en hverfi frekar síðar á ævinni þegar braut er vinstra megin en hægra megin, þannig haldist leiðni frá gátt til slegils frekar í hægri brautum. Þetta hefur þó ekki verið rannsakað sérstaklega og sjúklingafjöldi í þess- ari rannsókn er of lítill til að draga þær ályktanir. Mjög góður árangur fékkst við brennslu á stað- bundnum gáttahraðtakti í þessari rannsókn. Upptök slíkra truflana eru taldar vera óeðlilegir frumuklasar sem finna má með sérstakri aðferð (9) og gera óvirka. I þessari rannsókn eru þó einungis teknir sjúklingar sem voru með upptök í hægri gátt samkvæmt hjarta- línuriti en gáttahraðsláttur með upptök í vinstri gátt er mun erfiðari viðureignar. Reynslan af meðferð gáttaflökts er afar takmörkuð þessi fyrstu fimm ár. Þannig höfðu fyrstu sjúklingarnir ekki hreint gátta- flökt sem gerir árangur mun lakari, en er síðar orðin algeng ábending fyrir brennsluaðgerð. Árangur hér er sem annars staðar afar misjafn í byrjun á meðan verið er að ná fullum tökum á þeirri tækni sem til þarf. Einnig voru brennsluþræðir mun lakari í byrjun en síðar varð. Þá hefur orðið til betri aðferð til að meta hvort fullkomin brennslulína (complete isth- mus block) hefur náðst. Þrír sjúklingar voru með- höndlaðir og þar af höfðu tveir áður sýnt köst af gáttatifi (atrial fibrillation). Þeir höfðu þó allir fengið köst af hefðbundnu gáttaflökti (common atrial flutter) sem stafar af hringsóli í hægri gátt og meðferð beinist að því að brenna línu frá þriblöðkuloku að Línurit 1. Breytingar á innbyrðis hlutföllum mis- munandi sjúklingahópa. Vöxtur er í hlutfalli gátta- sleglahringsóls, hlutfalls- lega fœkkar brennslu á aukabrautum og í lok límabilsins erfarið að brenna vegna staðbundins gáttahraðtakts og gátta- flökts. Læknablaðið 2002/88 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.