Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMTÍÐ LANDSPÍTALA - HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS Sameiningin hefur gengið ótrúlega vel - Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss fagnar því að búið sé að mæla út framtíðarstað hins sameinaða sjúkrahúss Á SÍÐASTA DEGI JANÚARMÁNAÐAR KYNNTI HEIL- brigðisráðherra þann ásetning sinn að byggja upp Landspítala - háskólasjúkrahús á einum stað við Hringbraut. Þetta er stór ákvörðun í íslenska heil- brigðiskerfinu, ein sú stærsta sem hefur verið tekin um langa hríð og ráðherra líkti henni við þá ákvörð- un sem tekin var um byggingu Landspítalans snemma á öldinni sem leið. Hún gerir ráð fyrir því að spítalinn verði sameinaður á núverandi stað við Hringbraut og starfsemin í Fossvogi, á Vífilsstöðum og annars staðar flutt þangað. Nefndin sem vann að staðarvalinu - Ingibjargar- nefnd hét hún eftir formanni sínum, Ingibjörgu Pálmadóttur - dró fram fjóra kosti: Vífilsstaði, Foss- vog og Hringbraut I og II en mælti með því að sá síð- astnefndi yrði valinn. Sá kostur felur í sér að núver- andi byggingar spítalans við Hringbraut haldi sér að mestu leyti óbreyttar en nýbyggingar rísi sunnan Hringbrautar. Ekki er ástæða til þess að lýsa þessari tillögu frekar hér en vísa má á heimasíður ráðu- neytisins og spítalans þar sem finna má nefndarálitið og allar aðrar upplýsingar um málið. Þáttur í borgarmenningunni Læknablaðinu lék hins vegar forvitni á að vita hvemig þessi ákvörðun horfir við forstjóra sjúkra- hússins. Magnús Pétursson hefur haft þann starfa undanfarin rúm þrjú ár að stjórna og sameina rekstur sjúkrahúsanna tveggja sem mynda Landspítala - há- skólasjúkrahús. Er hann sammála því að hér sé jafn- stór ákvörðun tekin og þegar ráðist var í byggingu Landspítalans fyrir rúmlega þremur aldarfjórðung- um? „Þetta er afar stór ákvörðun en hún er frábrugðin þeirri sem tekin var árið 1926 að því leyti að þá var ákveðið að byggja spítala í útjaðri þéttbýlis en nú á að byggja spítala í kjarna þéttbýlis. Á þessu er töluverð- ur munur og hann á sér rætur í því að viðhorf til spít- alaþjónustu er annað en það var. Nú líta menn á spít- ala sem þátt í borgarmenningu þar sem algengt er að sjúklingurinn komi að morgni og fari heim að kvöldi, ólíkt því sem áður var.“ Magnús segir að þessi tenging við miðborgina sé mikilvæg. „Hitt er svo ekki síður mikilvægt við þessa ákvörðun að tengja spítalann traustari böndum við Háskóla íslands en verið hefur.“ Magnús bætir því við að næsta skref hljóti að verða að ráðherra skipi byggingarnefnd til þess að undirbúa framkvæmdir og ákveða hvernig þær bygg- ingar skuli vera sem reisa þarf sunnan Hringbrautar. Hann segir líka að kosturinn sem nefndin mælti með feli í sér minnsta röskun á starfsemi spítalans. „Það má segja að við höfum staðið frammi fyrir tveimur kostum varðandi uppbyggingu við Hring- braut. Annar var sá að byggja á gömlu lóðinni og rífa þá mörg hús niður. Við það hefði orðið mikil röskun á starfseminni sem er mjög óheppilegt. Hinn kostur- inn var að fara suður fyrir Hringbraut. Við leggjum til að meginþungi uppbyggingarinnar verði í vestur- kanti lóðarinnar, meðal annars til þess að skyggja ekki á aðalbygginguna. Sænsku arkitektarnir lögðu til að sett yrði fallegt torg fyrir framan gamla húsið svo það njóti sín og það líst mér afar vel á.“ Það er hægt að byggja hratt I nefndarálitinu er reynt að sjá fyrir hversu langan tíma tæki að byggja upp nýjan spítala á stöðunum sem um ræðir og kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að hægt sé að reisa þær byggingar sem þarf á 14 árum. Áætlaður heildarkostnaður við þá leið sem farin verður er liðlega 31 milljarður króna. Er Magnús trú- aður á að þetta gangi eftir, að hægt verði að tryggja nægilegt fjármagnsstreymi jafnt og þétt allan þann tíma? „Sumum finnst það langur tími að ætla sér 14 ár í að byggja þessi hús. Þá þarf að hafa það í huga að undirbúningur þess að byggja nýtt sjúkrahús er mjög langur og tekur nokkur ár. Byggingin sjálf tekur ekki allan tímann en þessum framkvæmdum þarf að skipta niður í skilmerkilega áfanga og okkur fannst það geta gengið að reisa þessi hús í áföngum á 12-14 árum. Hitt er svo annað mál hver á að byggja þessi hús og hvernig á að fjármagna þau. Þar veltir nefndin upp nokkrum kostum, svo sem þeim að þetta verði hefð- bundin opinber framkvæmd kostuð á fjárlögum eða að einkaaðili taki þetta að sér sem einkafram- kvæmd.“ Blaðamanni verður hugsað til næsta nágranna Magnúsar sem er Hallgrímskirkja og spyr hvort ekki sé hætta á að hefðbundin opinber framkvæmd taki langan tíma. Magnús segir það ekki vera neitt lögmál 232 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.