Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 24 Af mæðgum og mótmælum Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@gb.hgst.is Vel heppnuö aðgerð „Pessi aðgerð gekk alveg ljómandi vel," sagði yfir- skurðstofuhjúkrunarfræðingurinn (YSHF) við yfir- lækninn á skurðdeildinni sem hafði nýlokið við skurðaðgerð. „Vertu ekkert að fárast yfir því að hafa skorið upp rangan sjúkling," sagði YSHF. Af mótmælum „Ég sá að læknarnir voru í mótmælagöngu í morgun. Hverju voru þeir að mótmæla?" spurði konan. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði maður- inn, „ég gat ómögulega lesið hvað þeir höfðu krotað á kröfuspjöldin." Eitrun „Ég er með leiðinda fréttir fyrir þig, Axel. Pú hefur fengið eitrun," sagði læknirinn grafalvarlegur í bragði og án þess að svo mikið sem snúa sér að sjúklingnum. Axel var illa brugðið en herti upp hugann og spurði: „Heldurðu að það geti verið sveppurinn eða skelfisk- urinn sem ég borðaði í gærkvöldi?“ „Þeirri spurningu verður ekki svarað fyrr en eftir krufninguna,“ svaraði læknirinn kuldalega. Heimavinna „Hvað meinar þú eiginlega með því að þig hafi ekki dreymt neitt í nótt?“ spurði sálfræðingurinn manninn sem lá á bekknum. „Ég get ósköp lítið hjálpað þér ef þú vinnur ekki heimavinnuna áður en þú kemur til mín.“ Viö dauðans dyr Lárus gamli lá fyrir dauðanum og fékk lækninn til sín í síðasta sinn. Fyrir utan herbergisdyrnar stóð fjöldi ættingja. Þegar læknirinn kom út úr herberginu bað hann fólkið að herða upp hugann og reyna hvað það gæti til að tala upplífgandi til gamla mannsins. „Þú lítur miklu betur út í dag,“ sagði dóttir hans. „Þú sýnir ótvíræðar framfarir,“ sagði sonurinn og tengdadóttirin bætti við: „Ég held bara að þú hafir ekki litið svona vel út í áraraðir.“ Þá opnaði Lárus gamli augun og byrsti sig: „Það er ekki verra að vita að nú drepst ég alveg bráöhress." Skipt um lækni „Ég var að frétta að þú hefðir skipt unt lækni,“ sagði kona nokkur við vinkonu sína. „Já, það er rétt. Þessi sem ég var hjá var illa haldinn af þráhyggju. í hvert skipti sem ég hitti hann sagði hann að ég væri ímynd- unarveik." Hjá dýralækni „Hvernig gekk ferðin til Portúgal?" spurði maðurinn bróður sinn, nýkominn að utan. „Þetta var alveg ömurlegt ferðalag. Ég varð veikur og þurfti að hitta dýralækni.“ „Hvað ertu að meina, fórstu til dýralæknis?" spurði bróðirinn furðu lostinn. „Já, ég kann ekki orð í portúgölsku og dýralæknar eru jú vanir að sinna þeim sem ekki geta tjáð sig.“ Þaö borgar sig að borga Alfreð er í mestu fjárhagsþrengingum sem hann hef- ur lent í á ævinni. Hann situr með ógreidda reikninga og gerir sér grein fyrir því að hann getur með engu móti staðið í skilum. Hann spyr því konu sína: „Hvort finnst þér brýnna að borga rafmagnsreikninginn eða reikninginn frá lækninum?" Konan var ekki í neinum vafa. „Rafmagnsreikninginn, að sjálfsögðu. Það er óhugsandi að Iæknirinn komi og loki fyrir blóðrás- ina.“ Mæögur hjá lækni Móðir kom með sautján ára dóttur sinni til læknis. Daman var bráðmyndarleg og mamman einnig, en sú síðarnefnda var komin hátt á fertugsaldur. Þær þóttu með ólíkindum samrýndar og nátengdar og töluðu til skiptis við lækninn án þess að hann gæti komið að meira en orði á stangli. Læknirinn var ekki með það á hreinu hvor þeirra ætti erindi til hans í þetta skipti. „Jæja, það er best að ég líti á þig. Klæddu þig úr, góða mín, og sestu á skoðunarbekkinn,'1 sagði hann við dótturina. „Já en læknir minn góður, það þarf að skoða mig en ekki dóttur mína,“ sagði konan. „Nú jæja, gott og vel. Viltu ekki vera svo væn að opna munninn og reka út úr þér lunguna.“ Tveir í rannsóknum Strákpattarnir Pétur og Óli hittust á biðstofu hjá lækni. „Hvers vegna ert þú að grenja?“ spurði Óli. „Ég er að fara í blóðprufu hjá lækninum," sagði Pétur og var greinilega mjög kvíðinn. „En hvað er svona voðalegt við það?“ spurði Óli hissa. „Síðast þegar ég fór í blóðprufu munaði minnstu að læknirinn skæri af mér puttann.“ Þá varð Óli fölur sem nár í framan og brast síðan í grát. „En af hverju ert þú farinn að væla?“ spurði Pétur. „Af því að ég á að skila þvagprufu," sagði Óli og varð óhuggandi. Læknablaðið 2002/88 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.