Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / VEFJAGIGT burðarhópnum höfðu 38,3% eina skráða greiningu í örorkumati. Tafla III sýnir sjúkdómsgreiningar sam- kvæmt nokkrum aðalgreiningarflokkum Hinnar al- þjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár hjá báðum hópunum. Marktækur munur var á dreifingu sjúk- dómsgreininganna hjá hópunum (p<0,0001). Þegar einstakar sjúkdómsgreiningar voru bornar saman voru geðraskanir eini greiningarflokkurinn sem var marktækt stærri í vefjagigtarhópnum (p<0,0001), 415 konur með vefjagigt höfðu slíka greiningu, en 329 konur sem ekki höfðu vefjagigt. Ef einungis voru skoðaðar kvíðaraskanir varð munurinn enn meiri, eða 273 konur með veíjagigt á móti 85 án vefjagigtar. Þess vegna var fjöldi greininga hjá konum með vefja- gigt sem frumgreiningu á örorkumati borinn saman við fjölda greininga hjá konum sem höfðu kvíða/dep- urð sem frumgreiningu (tafla IV). Mynstrið hjá þess- um tveimur hópum var áþekkt. Umræöa Einkenni vefjagigtar geta verið fólki erfið og haml- andi. Röng flokkun þessa sjúkdómsástands dregur úr líkunum á því að sjúklingar fái bestu mögulega með- ferð. Vefjagigt hefur verið flokkuð á ýmsan hátt. Mest notuðu greiningarskilmerki hennar byggja á aumum punktum í vöðvum og gera ráð fyrir að um gigtsjúkdóm sé að ræða (15), jafnvel þótt engar af þeim hlutlægu rannsóknaraðferðum sem almennt er beitt við greiningu gigtsjúkdóma staðfesti þessa greiningu. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að sjúklingar með vefjagigt hafi fjölkvillavanda. í vefjagigtarhópnum höfðu aðeins 49 konur (6,8%) eina sjúkdómsgreiningu á örorkumati, en flestar tvær til fjórar greiningar. í samanburðarhópnum höfðu hins vegar 274 konur (38,3%) eina sjúkdómsgrein- ingu á örorkumati. Dreifing fjölda sjúkdómsgrein- inga hjá konum með vefjagigt er svipuð og hjá kon- um sem hafa kvíða/depurð sem frumgreiningu á ör- orkumati. Þetta bendir til þess að vefjagigt fari sjald- an ein sér heldur tengist öðrum heilsufarsvanda. Hér verður þó að líta til þess að hugsanlega sé vefjagigt hjá öryrkjum ekki dæmigerð fyrir vefjagigt almennt. Það að algengi vefjagigtar hjá öryrkjum er áþekkt og hjá fólki almennt á íslandi (22) bendir hins vegar til þess að þarna sé ekki verulegur munur á. Skoðun á dreifingu sjúkdómsgreininga hjá rann- sóknarhópnum og samanburðarhópnum staðfestir enn frekar að veíjagigt fari sjaldan ein sér. Geðrask- anir eru marktækt algengari hjá vefjagigtarkonunum og þá sérstaklega kvíðaraskanir. Þetta bendir til þess að vefjagigt sé oft á meðal einkenna streituástands og er sú ályktun í góðu samræmi við niðurstöður ann- arra rannsókna (3, 9, 23). Sýnt hefur verið fram á tengsl vefjagigtar við önnur einkenni sem tengjast kvíða og streitu (23-27) og tengsl vefjagigtar við ýms- Tabie IV. The number of diagnoses registered for women with full disability pension and anxiety/depression or fibromyalgia as first (primary) diagnosis as basis for disability claim. Anxiety/depression Fibromyalgia Number of diagnoses as primary diagnosis as primary diagnosis per person Number Percentage Number Percentage 1 170 17.6 49 16.6 2 270 27.9 116 39.2 3 242 25.0 80 27.0 4 146 15.1 27 9.1 5 89 9.2 13 4.4 6 27 2.8 7 2.4 7 14 1.4 3 1.0 8 7 0.7 1 0.3 9 2 0.2 0 0.0 10 1 0.1 0 0.0 Total 968 100 296 100 ar aðrar geðraskanir (14, 27-30). Helstu greiningar- skilmerki almennrar kvíðaröskunar samkvæmt greiningarskilmerkjum samtaka bandarískra geð- lækna (DSM-IV) eru óeðlilegur og langvarandi kvíði, eirðarleysi, óeðlileg þreyta, skert einbeiting, pirringur, óeðlileg vöðvaspenna og truflaður nætur- svefn (18). Þessi einkenni eru jafnframt algeng hjá þeim sem hafa vefjagigt. Sú rannsókn sem hér er til umfjöllunar sýnir eins og rannsóknir almennt að vefjagigt er mun algengari hjá konum en körlum. Þetta á einnig við um kvíða- raskanir (31). Þennan kynjamun kann að mega rekja til mismunandi stöðu og hlutverks kvenna og karla í þjóðfélaginu (32,33). Fordómar gagnvart geðsjúkdómum eiga hugsan- lega sinn þátt í því að sumir læknar nota fremur greininguna vefjagigt en kvíðaröskun þegar um er að ræða kvíða, útbreidda verki og vöðvaspennu, þreytu og truflaðan nætursvefn. Slíkt getur hins vegar átt sinn þátt í að viðhalda fordómum og auk þess komið í veg fyrir að sjúklingar fái heppilegustu meðferð, sem væri fólgin í því að taka á geðræna þættinum. Ályktanir Mun meiri líkur eru á að konur með vefjagigt hafi geðröskun, einkum kvíðaröskun, en aðrar konur með hæsta örorkustig. Þetta bendir til sterkra tengsla milli vefjagigtar og kvíða. Heimildir 1. Thorlacius S, Stefánsson S, Jóhannsson H. Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals. Læknablaðið 2001; 87:721 -3. 2. Wright M. Diagnosing fibromyalgia stops doctors from thinking. BMJ 2002; 324: 300. 3. Nimnuan C. Rabe-Hesketh S, Wessly S. Hotopf M. How many functional somatic syndromes? J Psychsom Research 2001; 51: 549-57. 4. Kurtze N, Svebak S. Fatigue and pattems of pain in Fibro- myalgia: Correlations with anxiety, depression and co-morbi- dity in a female county sample. Br J Med Psychol 2001; 74: 523-37. 5. Wright MG. Fibromyalgia syndrome. Rheumatology 2001; 40: 348. Læknablaðið 2002/88 817
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.