Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / PLÖNTUESTRÓGEN Mynd 1. Bygging nokk- urra plöntuestrógena samanborið við /7/3- estradíól sem er virkasta form estrógens í konum. equól myndað við afoxun á daidzeini, og enterol- aktón og enterodíól eru talin myndast út frá mata- iresinóli og secoisolariciresinóli (6). Flest þessara efna innihalda tvo fenól-hringi og hafa svipaðan mólþunga og I7þ-estradíól sem er virkasta form estrógens í konum. Mörg þeirra hafa einnig fjarlægð milli hýdroxýl-hópa svipaða ijarlægð- inni milli C3 og C17 hýdroxýl-hópanna á 17þ-estradí- óli, en fjarlægðin milli þessara hópa er talin skipta máli fyrir bindingu við estrógen-viðtaka. Mynd 1 sýn- ir byggingu nokkurra plöntuestrógena samanborið við estradíól. Þekktri verkun plöntuestrógena má í grófum dráttum skipta í þrjá flokka: i) estrógen- eða and- estrógen áhrif sem miðlað er um estrógen-viðtaka; ii) áhrif á bindiprótein og/eða ensím sem taka þátt í myndun og umbroti kynhormóna; iii) önnur áhrif sem ekki eru tengd kynhormónum (5). In vitro rannsóknir hafa sýnt að margir plöntu- estrógenar geta bundist estrógen-viðtökum, örvað vöxt estrógen-næmra krabbameinsfrumna og að hægt sé að hindra verkun þeirra með andestrógenum (7). Plöntuestrógenar hafa þó yfirleitt mun veikari estrógenvirkni en estradíól og tilgátur eru um að þeir geti líka verkað sem andestrógen með því að keppa við virkara form estrógens in vivo. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að sumir plöntuestrógenar geti haft áhrif á ensím sem eru mikilvæg við myndun og umbrot kyn- hormóna, til dæmis þ-hýdroxýsteróíð dehýdrógenasa (8, 9), arómatasa (9,10), 5a-redúktasa (11) og steról súlfatasa (12). Einnig hefur verið sýnt fram á örvun á myndun bindipróteina (sex hormone binding globu- lin) (13, 14). Ekki hefur tekist að staðfesta öll þessi áhrif in vivo, en fræðilega gætu plöntuestrógenar á þennan hátt haft bæði áhrif á magn og aðgengi kven- og karlhormóna. Önnur áhrif plöntuestrógena eru til dæmis andox- unar virkni (15,16), aukinn stýrður frumudauði (apop- tosis) (17), hamlandi áhrif á stjórnlausan frumuvöxt (proliferation) (18) og nýmyndun æða (angiogenesis) (19), hamlandi áhrif á virkni týrosín kínasa (20) og mítógen örvaðra prótínkínasa (MAP kínasa) (21), auk truflandi áhrifa á myndun prostaglandína (22). Plöntuestrógenar í fæðu manna Flest fæða úr jurtaríkinu getur innihaldið einhverja plöntuestrógena, en gerð og magn þeirra er afar mis- munandi milli jurta. Ertublómaætt (Fabaceae) er sú plöntuætt sem ríkust er af ísóflavón efnum. Helsta uppspretta þeirra í fæðu manna eru því ýmsar bauna- tegundir, sérstaklega sojabaunir og afurðir unnar úr þeim, en þau er einnig að finna í minna magni í tei, kaffi, grófu korni, hnetum og ýmsum tegundum af ávöxtum og grænmeti (4,23-27). Önnur flavón er að finna í mismiklu magni í tei, ýmsu grænmeti, ávöxtum og berjum (5). Kúmestról er aöallega að finna í refa- smára (alfalfa), baunum og spergilkáli (broccoli) (5, 23,24). Lignan efni eru í mestu magni í ýmsum trefja- ríkum fæðutegundum eins og grófu korni, sérstak- lega hörfræi og rúgi, grænmeti, ávöxtum og berjum, en geta einnig verið í nokkru magni í tei, kaffi og hvítu og rauðu víni (5, 23-25). Neysla plöntuestró- gena fer því saman með heilbrigðum fæðuvenjum sem fela í sér mikla neyslu á grænmeti, ávöxtum og grófu korni. Áhrif plöntuestrógena á heilsu manna Vernd gegn krabbameinum Hjá þjóðum í Asíu þar sem neysla plöntuestrógena er mun meiri en á Vesturlöndum er tíðni hormónaháðra krabbameina, eins og brjósta- og blöðruhálskirtils- krabbameina, lág en sýnt hefur verið fram á að tíðni þessara krabbameina eykst hjá þeim Asíubúum sem flytja til Vesturlanda og gerast vestrænni í lifnaðar- háttum (28,29). Dýratilraunir og in vitro tilraunir hafa rennt stoð- um undir tilgátur um vemdandi áhrif plöntuestró- gena gegn bæði brjósta- og blöðruhálskirtilskrabba- meini (17, 30-33), en ekki er fyllilega vitað á hvaða hátt þeir hafa áhrif. Líklega er um að ræða flókið samspil beinna hormóna- og/eða andhormónaáhrifa, áhrifa á myndun og umbrot hormóna og annarra áhrifa, svo sem andoxunarvirkni og hamlandi áhrifa á frumuvöxt og týrosin kínasa sem meðal annars gegnir mikilvægu hlutverki við stjórnun á vexti frumna og sérhæfingu. Hamlandi áhrif á nýmyndun æða geta einnig skipt miklu máli þar sem æðamyndun er mikil- væg fyrir vöxt krabbameina og hæfileika þeirra til að 822 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.