Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR / NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN Sjálfkrafa hvarf á meinvörpum nýrna- frumukrabbameins í heila og fleiðruholi Tómas Guðbjartsson'-2 Ásgeir Thoroddsen2 Þorsteinn Gíslason2 BjarniA. Agnarsson3 Kjartan Magnússon4 Guðmundur Geirsson2 Guðmundur V. Einarsson2,5 'Hjartaskurðdeild Brigham Harvard-sjúkrahússins í Boston, :þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut, 'rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, 4krabbameins- lækningadeild Landspítala Hringbraut, ’Læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspumir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, Háskólasjúkrahúsinu, Lundi, Svíþjóð, tomasgudbjartsson@ hotmail.com Lykilorð: nýrnafrumu- krabbamein, sjálfkrafa hvarf meinvarpa. Tvö sjúkratilfelli Ágrip Sjálfkrafa hvarf meinvarpa nýrnafrumukrabbameins er sjaldséð fyrirbæri. Hér er lýst tveimur tilfellum sem vitað er með vissu að hafi greinst hér á landi. Annars vegar er um að ræða sjálfkrafa hvarf mein- varpa í heila og hins vegar í fleiðru. Báðir sjúkling- arnir eru á lífi í dag við góða heilsu, 17 og 11 árum eftir greiningu meinvarpanna. Inngangur Rúmur þriðjungur sjúklinga er með fjarmeinvörp við greiningu nýmafrumukrabbameins (1). Algengust eru meinvörpin í lungum, beinum, lifur og eitlum en sjaldnar í heila (3%) og fleiðruholi (1%). Lífslíkur þessara sjúklinga eru lakar og flestir eru látnir innan sex mánaða frá greiningu (2-4). í einstaka tilvikum geta meinvörp nýrnafrumukrabbameins minnkað eða horfið alveg eftir nýrnabrottnám. Hér er lýst tveimur slíkum tilfellum. Sjukratílfelli I Sextugur karlmaður var lagður inn á Landakotsspít- ala með bersæja blóðmigu og kviðverki. Hann kvart- aði einnig um höfuðverk og hafði lést um fjögur kíló á þremur mánuðum. Að öðru leyti var hann hraustur. Á nýrnamynd og ómskoðun sást þétt fyrirferð í miðju hægra nýra sem reyndist á slagæðamynd vera æxli með óeðlilega æðateikningu. Lungnamynd, blöðruspeglun, lifrar-, beina- og heilaskann sýndu engin merki um meinvörp. Framkvæmt var hægra nýmabrottnám þar sem vefjagreining leiddi í Ijós ENGLISH SUMMARY Guðbjartsson T, Thoroddsen Á, Gíslason Þ, Agnarsson BA, Magnússon K, Geirsson G, Einarsson GV TVvo cases of spontaneous regression of metastasis secondary to renal cell carcinoma Læknablaðið 2002: 88; 829-31 Spontaneous regression of metastatic renal cell carcinoma is a rare but well documented event, most often involving pulmonary metastasis. Two cases involving brain and pleural metastasis are presented. In both cases nephrectomy was the only treatment. Key words: renal cell carcinoma, brain and pleural metastasis, spontaneous regression. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgudbjartsson@hotmail. com miðlungi vel þroskað dæmigert nýrnafrumukrabba- mein (6x5x4 cm). Æxlið var vaxið út í fituna um- hverfis nýrað en eitlar voru án æxlisvaxtar. Við að- gerðina kom gat á neðri holæð sem olli umtalsverðri blæðingu. Bati eftir aðgerðina var hægur, meðal ann- ars vegna lungnabólgu og nýrnabilunar (acute tubu- lar necrosis). Sjúklingurinn var einnig með óráði. Því voru fengnar tölvusneiðmyndir af heila sem sýndu tvö meinvörp í hægra heilahvoli (mynd la og lb). Ákveðið var að bíða með frekari meðferð á heila- meinvörpunum þar sem ástand sjúklingsins þótti ekki leyfa það. Honum batnaði síðan og útskrifaðist Fig. la. A contrast CT-scan ofthe brain showing a 11 mm metastasis (arrow) in the riglit frontal lobe. A similar 4 mm lesion in the vertical portion of the right parietal lobe is not shown. Fig. lb. Five montlis after the nephreclomy the frontal lobe metastasis is significantly smaller Fig. lc. 7ivo years after the operation only a contrast clot is seen where the metastasis was previously in the right frontal lobe. Læknablaðið 2002/88 829
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.