Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Aðalfundur Læknafélags Islands Lögum félagsins breytt allverulega Aðalfundur Læknafélags íslands var haldinn dagana 11. og 12. október og þótt hann muni ef- laust teljast hinn merkasti fundur þegar fram líða stundir þá fór hann ákaflega rólega fram og án allra átaka. Þau tímamót urðu að lögum félagsins var breytt allverulega og voru tillögur stjórnar þar að lútandi samþykktar án breytinga og án teljandi athugasemda. Eins og menn muna þótti að minnsta kosti tveimur aðildarfélögum LI lög félagsins þrengja verulega að rétti félagsmanna til að semja um kaup sín og kjör. Félag ungra lækna hefur gengið svo langt að segja sig úr Læknafélaginu og tóku félagsmenn þess félags ekki þátt í aðalfundinum að öðru leyti en því að formaðurinn sat fundinn sem gestur. Þá hefur Skurðlæknafélag íslands einnig breytt lögum sínum á þann veg að félagið geti í framtíðinni farið með samningamál félags- manna sinna gagnvart ríkinu í stað þess að leggja þau í hendur hinnar sameiginlegu samninganefnd- ar félagsins sem samið hefur um kaup og kjör allra sjúkrahúslækna. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu ákvað stjórn LÍ að koma til móts við þessi sjónarmið og lagði fram viðamiklar tillögur til breytinga á lög- unum, einkum þeim hluta þeirra sem varðar stétt- arfélagsþáttinn í starfsemi félagsins. Kjarni þeirra tillagna var sá að breyta reglum um aðild að félag- Ályktanir aðalfundar LÍ Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn 11.-12. október 2002 samþykkir að veita árlega 1.500.000 kr. til Fræðslustofnunar lækna til að standa straum af kostnaði við fræðslunámskeið, útgáfu símenntunar- efnis og undirbúning að skráningu símenntunar lækna. Aðalfundurinn samþykkir að veita óbreytta upphæð til þriggja ára en að þeim tíma liðnum skal Fræðslustofnun gera grein fyrir nýtingu fjárins áður en ákvörðun um frekari fjárframlög til Fræðslustofnunar verður tekin. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn 11.-12. október 2002 hvetur heilbrigðisráðherra til þess að endurskoða reglugerðir um veitingu lækninga- og sérfræðileyfa til samræmis reglugerðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn 11 .-12. október 2002 lýsir yfir fullum stuðningi við réttinda- baráttu Félags íslenskra heimilislækna og gagnrýnir harðlega stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilsugæslunnar. Fundurinn skorar á heilbrigðisráðherra að marka stefnu í starfs- og launaumhverfi heimilislækna með því að auka sjálfstæði þeirra til jafns við aðra sérfræðilækna og hlúa þannig að þeim hornsteini heilsugæslunnar sem heimilislæknirinn er. Fundurinn skorar því á ráðherra að leita nú þeg- ar samkomulags við heimilislækna um starfskjör þeirra. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn 11 .-12. október 2002 lýsir yfir áhyggjum af skorti á stefnu og markmiðum Landspítala - lláskólasjúkrahiiss í kjölfar sameiningar. Læknisfræðileg sjónarmið eru ekki nægjanlega höfð að leiðarljósi við mikilvægar ákvarðanir og skipulagsbreytingar, en óljós fjár- hagsleg markmið ráðandi. Lækningar, vísindarannsóknir og kennsla eru hornsteinar háskólasjúkra- húss. Fundurinn skorar á yfirstjórn sjúkrahússins að marka stefnu á þessum grunni. Sigurbjörn Sveinsson formaöur LÍ setur aðal- fund félagsins sem haldinn var í Hlíðasmára. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2002/88 837
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.