Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMHALDSMENNTUN LÆKNA Læknadeild ætti að semja við erlenda háskóla um aðgang að framhaldsnámi - Rætt við Michael W. Peterson yfirmann lyflækninga við UCLvk Það er óþarfi að tíunda það í þessu blaði að læknar þurfa að heita má án undantekninga að leita til út- landa eftir framhaldsmenntun. Hér á landi er orðinn til vísir að framhaldsnámi í heimilislækningum en þeir sem vilja leggja stund á aðrar sérgreinar þurfa að leita út fyrir landsteinana. íslenskir læknar fara víða í leit sinni eftir menntun, bæði austur og vestur yfir Atlantshaf, og margir telja það kost því þá berst hing- að fjölbreytt þekking úr ýmsum áttum. Þótt alltaf blundi með læknum áhuginn á því að menn geti menntað sig að fullu hér á landi hafa þeir sem telja sig raunsæismenn í þessum efnum talið væn- legra til árangurs að semja við erlend sjúkrahús og læknaskóla um aðgang að framhaldsnámi. Enginn formlegur samningur mun vera til um slíkan aðgang en víða um heim hafa íslenskir læknar getið sér gott orð og opnað dymar fyrir kollegum sem á eftir koma. Á dögunum átti hér leið um bandarískur læknir, Michael W. Peterson, yfirmaður lyflækninga við Kali- forníuháskóla í Fresno og San Francisco. Erindi hans hingað til lands var að ræða við forystumenn Land- spítalans og Háskóla íslands um samstarf á sviði framhaldsmenntunar, auk þess sem hann flutti erindi á fundi læknaráðs spítalans um notkun upplýsinga- tækni í kennslu læknanema. Læknablaðið hitti hann að máli og spurði fyrst hvort hann teldi raunhæft að íslendingar gætu komið sér upp framhaldsmenntun í læknisfræði. Stuöningskerfiö vantar „Þið gætuð eflaust gert það, í það minnsta að hluta, en til þess að það mætti verða þyrfti að breyta ýmsu. Það þyrfti að vera hægt að gefa læknum í framhalds- námi tíma til að sinna námi sínu, lausir við starfs- skyldur, auk þess sem stjórnendur námsins þyrftu að geta helgað sig stjórnun og kennslu. I öðru lagi má benda á að ekkert framhaldsnám er hugsanlegt án öflugra rannsóknastofnana. Þið eigið marga góða rannsóknarmenn en það vantar stuðningskerfið sem rannsóknir þurfa að hafa, sjóði og styrktarstofnanir. Það má þó eflaust leysa í samvinnu við erlendar stofnanir, enda stunda margir rannsóknir hér af mik- illi ástríðu, þrátt fyrir ófullkomið umhverfi." Peterson er nýtekinn við núverandi stöðu sinni en hann starfaði áður við háskólann í Iowa þar sem marg- ir íslenskir læknar hafa aflað sér framhaldsmenntunar. Hvernig líst honum á þá leið að Háskóli Islands geri samning við erlenda spítala og læknaskóla um að taka við íslenskum læknum í framhaldsnám? „Eg held að það væri til góðs að þið gerðuð samn- ing við nokkra spítala, þó ekki of fáa því það er gott að læknar geti valið. Það tryggir meiri fjölbreytni í náminu. Samstarfið sem verið hefur við skólann í Iowa hefur verið báðum til gagns og það mætti þróa áfram. Islendingar njóta góðs álits þar og þykja vel menntaðir. Eg held líka að því megi slá föstu að nem- endur frá Iowa hafi lagt sitt af mörkum til að styrkja íslenskt heilbrigðiskerfi. En ég held að fastir samn- ingar myndu ýta undir að læknar færu utan. Einn stærsti kosturinn fyrir íslenska lækna við að læra í Bandaríkjunum er að sjúklingahópurinn á stærri sjúkrahúsum er miklu fjölbreyttari en hér á landi. Hann glímir við aðra sjúkdóma og önnur vandamál, þar eru margar þjóðir og ólíkir menning- arheimar. Ég get nefnt sem dæmi sjúkrahúsið í Fresno þar sem ég starfa en á upptökusvæði þess eru 45% íbúanna af norðurevrópskum uppruna, 30% spænskumælandi og 10% blökkumenn. Slfk reynsla hlýtur að gagnast íslendingum sem nú eru að verða æ fjölþjóðlegri." Michael W. Pelerson yfirmaður lyfiœkninga við Kaliforníuháskóla í Fresno og San Francisco. Fjölbreytni sjúkdóma of lítil hér En mætti ekki hugsa sér að koma upp hluta af fram- haldsnámi hér og semja síðan við erlenda skóla um að taka við læknum sem vilja ljúka því ytra? Þröstur „Jú, það væri hægt, en þar er þó eitt vandamál við Haraldsson Læknablaðið 2002/88 845
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.